Þrjú áhyggjuefni fyrir 2017 Lars Christensen skrifar 28. desember 2016 09:00 Áramótin nálgast og þá er eðlilegt að líta fram á við til nýs árs. Við getum einbeitt okkur að þremur þemum.Trump gegn YellenDonald Trump hefur lýst því yfir að hann vilji losa um stefnuna í ríkisfjármálum með stórum fjárfestingum í innviðum og skattalækkunum til að skapa „milljónir starfa“. Hins vegar er Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaður að hækka stýrivexti og hefur tilkynnt að sennilega verði frekari vaxtahækkanir 2017. Þetta getur valdið árekstrum á milli ríkisstjórnar Trumps og Seðlabankans á árinu 2017 og það er augljóst að Trump mun saka Seðlabankann um að vilja skemma „uppsveifluna“ hans – eftir því sem ríkisfjármálin verða lausbeislaðri mun Seðlabankinn hækka stýrivexti meira. Þetta gæti komið af stað vangaveltum um hver verði skipaður nýr seðlabankastjóri þegar Yellen lætur af störfum í síðasta lagi 2018. Hertari peningamálastefna gæti valdið frekari styrkingu dollarsins, sem er sterkur fyrir, og það myndi stuðla að auknum viðskiptahalla Bandaríkjanna. Á sama tíma er líklegt að slakari stefna í ríkisfjármálum muni einnig auka viðskiptahallann. Og þá komum við eðlilega að næsta efni – hættunni á viðskiptastríði.Verndarstefna TrumpsBæði fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hélt Donald Trump því fram – ranglega – að Kína væri að „stela“ bandarískum störfum, því Kína hefði verulegan afgang á viðskiptajöfnuði gagnvart Bandaríkjunum og að Bandaríkin ættu þess vegna að setja á refsitolla gegn Kína. Sem betur fer virðist ekki vera mikill stuðningur í fulltrúa- og öldungadeild þingsins við verndartal Trumps, en það væri barnalegt að halda að Trump muni gefa verndarstefnu sína upp á bátinn þegar hann verður forseti. Þess vegna er því miður raunveruleg hætta, ef ekki á viðskiptastríði, þá að minnsta kosti á viðskiptadeilu og ekki aðeins á milli Bandaríkjanna og Kína heldur einnig á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Heimur sem einkennist af verndarstefnu er sannarlega ekki góðs viti fyrir heimsbúskapinn en það sem er jafnvel enn meira áhyggjuefni er að að slíkt getur valdið meiri óvissu í alþjóðasamskiptum.Áframhaldandi mikil (landfræði)pólitísk óvissaÁ undanförnum árum hefur landfræðipólitísk óvissa aukist hratt og á meðan útlit er fyrir aukna verndarstefnu gæti ástandið versnað enn á árinu 2017. Við þetta má bæta mikilli pólitískri óvissu í Evrópu. Athyglin 2017 mun sérstaklega beinast að forsetakosningunum í Frakklandi þar sem markaðir hafa sérstaklega miklar áhyggjur af að Le Pen muni ganga vel, og að þingkosningunum í Þýskalandi sem gætu þýtt að Merkel kanslari færi frá. Hvort tveggja gæti endurvakið evrukrísuna. Að öllu þessu sögðu megum við ekki gleyma að verðbréfamarkaðir heimsins gengu í raun vel mestan hluta ársins 2016 og að heimsbúskapurinn hélt áfram að batna – þrátt fyrir Trump, Brexit, ítölsku bankakreppuna og áframhaldandi áhyggjur af Kína. Það er ekki allt hræðilegt. Gleðilegt nýtt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Áramótin nálgast og þá er eðlilegt að líta fram á við til nýs árs. Við getum einbeitt okkur að þremur þemum.Trump gegn YellenDonald Trump hefur lýst því yfir að hann vilji losa um stefnuna í ríkisfjármálum með stórum fjárfestingum í innviðum og skattalækkunum til að skapa „milljónir starfa“. Hins vegar er Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaður að hækka stýrivexti og hefur tilkynnt að sennilega verði frekari vaxtahækkanir 2017. Þetta getur valdið árekstrum á milli ríkisstjórnar Trumps og Seðlabankans á árinu 2017 og það er augljóst að Trump mun saka Seðlabankann um að vilja skemma „uppsveifluna“ hans – eftir því sem ríkisfjármálin verða lausbeislaðri mun Seðlabankinn hækka stýrivexti meira. Þetta gæti komið af stað vangaveltum um hver verði skipaður nýr seðlabankastjóri þegar Yellen lætur af störfum í síðasta lagi 2018. Hertari peningamálastefna gæti valdið frekari styrkingu dollarsins, sem er sterkur fyrir, og það myndi stuðla að auknum viðskiptahalla Bandaríkjanna. Á sama tíma er líklegt að slakari stefna í ríkisfjármálum muni einnig auka viðskiptahallann. Og þá komum við eðlilega að næsta efni – hættunni á viðskiptastríði.Verndarstefna TrumpsBæði fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hélt Donald Trump því fram – ranglega – að Kína væri að „stela“ bandarískum störfum, því Kína hefði verulegan afgang á viðskiptajöfnuði gagnvart Bandaríkjunum og að Bandaríkin ættu þess vegna að setja á refsitolla gegn Kína. Sem betur fer virðist ekki vera mikill stuðningur í fulltrúa- og öldungadeild þingsins við verndartal Trumps, en það væri barnalegt að halda að Trump muni gefa verndarstefnu sína upp á bátinn þegar hann verður forseti. Þess vegna er því miður raunveruleg hætta, ef ekki á viðskiptastríði, þá að minnsta kosti á viðskiptadeilu og ekki aðeins á milli Bandaríkjanna og Kína heldur einnig á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Heimur sem einkennist af verndarstefnu er sannarlega ekki góðs viti fyrir heimsbúskapinn en það sem er jafnvel enn meira áhyggjuefni er að að slíkt getur valdið meiri óvissu í alþjóðasamskiptum.Áframhaldandi mikil (landfræði)pólitísk óvissaÁ undanförnum árum hefur landfræðipólitísk óvissa aukist hratt og á meðan útlit er fyrir aukna verndarstefnu gæti ástandið versnað enn á árinu 2017. Við þetta má bæta mikilli pólitískri óvissu í Evrópu. Athyglin 2017 mun sérstaklega beinast að forsetakosningunum í Frakklandi þar sem markaðir hafa sérstaklega miklar áhyggjur af að Le Pen muni ganga vel, og að þingkosningunum í Þýskalandi sem gætu þýtt að Merkel kanslari færi frá. Hvort tveggja gæti endurvakið evrukrísuna. Að öllu þessu sögðu megum við ekki gleyma að verðbréfamarkaðir heimsins gengu í raun vel mestan hluta ársins 2016 og að heimsbúskapurinn hélt áfram að batna – þrátt fyrir Trump, Brexit, ítölsku bankakreppuna og áframhaldandi áhyggjur af Kína. Það er ekki allt hræðilegt. Gleðilegt nýtt ár!
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun