Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram varði titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 28. desember 2016 20:00 Leikmenn Fram fagna í leikslok. vísir/stefán Fram er Flugfélags Íslands meistari eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleiknum í Hertz-höllinni á Seltjarnanesi í kvöld, 23-22. Þetta er annað árið í röð sem Fram hirðir þennan bikar.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Staðan í hálfleik var 11-9 eftir dálítið kaflaskiptan fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að taka syrpur, en í síðari hálfleik reyndust Fram stúlkur sterkari eftir æsispennandi lokakafla. Þær verja því titilinn og tryggja sér Evrópusæti, en lokatölur uðu 23-22. Sóknarleikur beggja liða datt inn af og til og þá sýndu liðin góða takta takta, en allt of mikið var um klaufaleg mistök og stundum voru gæðin einfaldlega ekki mikil. Liðin héldust þó hönd í hönd nánast allan fyrri hálfleikinn, en Stjarnan virtist vera slíta sig frá Fram þegar Stefanía Theódórsdóttir kom Garðbæingum í 9-7 þar sem Framarar klúðruðu hverju dauðafærinu á fætur öðru. Þá vöknuðu ríkjandi deildarbikarmeistarar. Þær skoruðu fjögur næstu mörk og Guðrún Ósk Maríasdóttir varði víti frá Rakel Dögg Bragadóttur í þann mund sem leiktíminn rann út. Fram því með tveggja marka forskot, 11-9, þegar gengið var til búningsherbergja. Hægt og rólega sigu Fram-stúlkur fram úr. Þær voru skynsamari á boltann og það virtist sem Stjarnan hafði dálítið misst trúna á verkefninu, um stundasakir að minnsta kosti, en þær spiluðu ve í fyrri hálfleik og voru undir. Það er ákveðin mótsögn í því og það er spurning hvort að það hafi eitthvað farið fyrir brjóstið á þeim. Helena Rut hélt Stjörnunni á floot, en hún skoraði alls sjö mörk og mörg þeirra þegar Stjarnan var í erfiðri stöðu. Hún hélt Stjörnunni á floti, en um miðbik hálfleiksins var Fram á fínu skriði og breyttu þær stöðunni úr 15-14 í 20-15. Þá héldu flestir að leiknum væri lokið. Stjarnan var ekki á sama máli. Með mikill eljusemi og dugnaði komust þær hægt og rólega inn í leikinn og Stefanía Theódórsdóttir minnkaði muninn í eitt mark þegar minna en mínúta var eftir. Fram tapaði boltann, Stjarnan geystist í sókn, en tapaði boltanum klaufaleg og Fram-stúlkur fögnuðu gífurlega. Annað árið í röð sem Fram tryggir sér Evrópusæti eftir deildarbikarinn, en Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sex mörk fyrir Fram og var markahæst. Steinunn Björnsdóttir skoraði fimm mörk, en hún og Hildur Þorgeirsdóttir ná frábærlega saman. Guðrún Ósk átti fínan leik í markinu. Áðurnefnd Helena Rut skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna, en Stefanía Theodórsdóttir kom næst með fimm mörk. Hafdís Lilja Torfadóttir varði tólf mörk í markinu.Sigurbjörg: Höfðum gott af fríinu „Þetta var rosaleg spenna arna í lokin. Þetta var dálítið sveiflukenndur leikur,” sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram og leikstjórnandi, eftir sigurinn í Flugfélag Íslands-deildarbikarnum í samtali við íþróttadeild 365. „Við byrjuðum þetta illa og vorum svo komnir í góða stöðu þarna í fyrri hálfleik, en það er eins og spennustigið hafi orðið of hátt um miðbikð í síðari hálfleik.” „Það virtist vera komin smá þreyta í okkur. Við fórum að gera mistök og okkur var refsað. Þá er ofboðslega stutt í hættu,” en Fram hefur enn ekki tapað leik það sem af er keppnistímabili. Sigurbjörg segir að Fram sé að verða sterkari og sterkari sem ein liðsheild. „Við erum alltaf að læra og við erum orðnar gífurlega sterkar í því að leysa úr erfiðum stöðum og komum til baka og náum að klára þessa leiki.” Þetta er annað árið í röð sem Fram vinnur þennan deildarbikar og segir Sigurbjörg að þær hafi einfaldlega gaman af þessum leikjum milli jóla og nýárs. „Við þurfum alltaf að vinna fyrir honum og við höfum gaman að þessum leikjum milli jóla og nýárs, þannig að það er vonandi að við höldum þessu áfram.” Aðspurð hvort Fram-stúlkur hafi eitthvað vilja fara í þetta frí sem var í desember taplausar sagði Sigurbjörg þær hafi haft gott af smá hvíld. „Við höfðum gott af fríinu og ég held að við höfum gert það. Það verður mjög erfitt að koma inn í seinni hlutann svona taplausar. Auðvitað vilja allar vinna okkur og þá er enn mikilvægara fyrir okkur að halda einbeitingu,” sagði Sigurbjörg að lokum.Harri: Við reyndum það „Við misstum þetta aðeins frá okkur um miðbik síðari hálfleikinn. Þær fengu aðeins of mörg einföld mörk,” sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Við vorum mjög nálægt því að jafna, en það var synd að ná ekki að nýta síðustu sóknina,” en Stjarnan hafði minnkað fimm marka forskot Fram í eitt mark. Þeir fóru hins vegar afar illa með síðustu sóknina og köstuðu boltanum bara útaf. Stjarnan spilaði fínan bolta lungað úr fyrri hálfleik en slæmur kafli undir lok hálfleiksins leiddi það að verkum að liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik. Halldór var sammála undirrituðum að það hafi verið einkennilegt. „Mér fannst við góðar í fyrri hálfleik, en við vorum að klúðra dálítið mikið af færum og mér fannst við gera það allan leikinn. Ég hefði hins vegar viljað sjá jafnan leik í hálfleik eða við yfir, en svo var ekki. Fram var betra liðið í dag og óska þeim til hamingju með það.” „Stelpurnar höfðu alltaf trú á þessu og við fengum hörkuleik. Það var grátlegt við misstum hann þarna i lokin, en það var lítill tími og mikill hasar.” Haraldur Ingólfsson, goðsögn og aðstoðarmaður Harra hjá Stjörnunni, reyndi að bjarga Stjörnunni með að henda leikhlésspjaldinu á borðið. Sú tilraun heppnaðist ekki, en dómarar leiksins og eftirlitsmaður sáu í gegnum það. „Halli var að reyna vera okkur ólöglegur þarna í lokin. Við reyndum það, en svona er þetta,” sagði Halldór að lokum í samtali við 365. Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Fram er Flugfélags Íslands meistari eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleiknum í Hertz-höllinni á Seltjarnanesi í kvöld, 23-22. Þetta er annað árið í röð sem Fram hirðir þennan bikar.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Staðan í hálfleik var 11-9 eftir dálítið kaflaskiptan fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að taka syrpur, en í síðari hálfleik reyndust Fram stúlkur sterkari eftir æsispennandi lokakafla. Þær verja því titilinn og tryggja sér Evrópusæti, en lokatölur uðu 23-22. Sóknarleikur beggja liða datt inn af og til og þá sýndu liðin góða takta takta, en allt of mikið var um klaufaleg mistök og stundum voru gæðin einfaldlega ekki mikil. Liðin héldust þó hönd í hönd nánast allan fyrri hálfleikinn, en Stjarnan virtist vera slíta sig frá Fram þegar Stefanía Theódórsdóttir kom Garðbæingum í 9-7 þar sem Framarar klúðruðu hverju dauðafærinu á fætur öðru. Þá vöknuðu ríkjandi deildarbikarmeistarar. Þær skoruðu fjögur næstu mörk og Guðrún Ósk Maríasdóttir varði víti frá Rakel Dögg Bragadóttur í þann mund sem leiktíminn rann út. Fram því með tveggja marka forskot, 11-9, þegar gengið var til búningsherbergja. Hægt og rólega sigu Fram-stúlkur fram úr. Þær voru skynsamari á boltann og það virtist sem Stjarnan hafði dálítið misst trúna á verkefninu, um stundasakir að minnsta kosti, en þær spiluðu ve í fyrri hálfleik og voru undir. Það er ákveðin mótsögn í því og það er spurning hvort að það hafi eitthvað farið fyrir brjóstið á þeim. Helena Rut hélt Stjörnunni á floot, en hún skoraði alls sjö mörk og mörg þeirra þegar Stjarnan var í erfiðri stöðu. Hún hélt Stjörnunni á floti, en um miðbik hálfleiksins var Fram á fínu skriði og breyttu þær stöðunni úr 15-14 í 20-15. Þá héldu flestir að leiknum væri lokið. Stjarnan var ekki á sama máli. Með mikill eljusemi og dugnaði komust þær hægt og rólega inn í leikinn og Stefanía Theódórsdóttir minnkaði muninn í eitt mark þegar minna en mínúta var eftir. Fram tapaði boltann, Stjarnan geystist í sókn, en tapaði boltanum klaufaleg og Fram-stúlkur fögnuðu gífurlega. Annað árið í röð sem Fram tryggir sér Evrópusæti eftir deildarbikarinn, en Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sex mörk fyrir Fram og var markahæst. Steinunn Björnsdóttir skoraði fimm mörk, en hún og Hildur Þorgeirsdóttir ná frábærlega saman. Guðrún Ósk átti fínan leik í markinu. Áðurnefnd Helena Rut skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna, en Stefanía Theodórsdóttir kom næst með fimm mörk. Hafdís Lilja Torfadóttir varði tólf mörk í markinu.Sigurbjörg: Höfðum gott af fríinu „Þetta var rosaleg spenna arna í lokin. Þetta var dálítið sveiflukenndur leikur,” sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram og leikstjórnandi, eftir sigurinn í Flugfélag Íslands-deildarbikarnum í samtali við íþróttadeild 365. „Við byrjuðum þetta illa og vorum svo komnir í góða stöðu þarna í fyrri hálfleik, en það er eins og spennustigið hafi orðið of hátt um miðbikð í síðari hálfleik.” „Það virtist vera komin smá þreyta í okkur. Við fórum að gera mistök og okkur var refsað. Þá er ofboðslega stutt í hættu,” en Fram hefur enn ekki tapað leik það sem af er keppnistímabili. Sigurbjörg segir að Fram sé að verða sterkari og sterkari sem ein liðsheild. „Við erum alltaf að læra og við erum orðnar gífurlega sterkar í því að leysa úr erfiðum stöðum og komum til baka og náum að klára þessa leiki.” Þetta er annað árið í röð sem Fram vinnur þennan deildarbikar og segir Sigurbjörg að þær hafi einfaldlega gaman af þessum leikjum milli jóla og nýárs. „Við þurfum alltaf að vinna fyrir honum og við höfum gaman að þessum leikjum milli jóla og nýárs, þannig að það er vonandi að við höldum þessu áfram.” Aðspurð hvort Fram-stúlkur hafi eitthvað vilja fara í þetta frí sem var í desember taplausar sagði Sigurbjörg þær hafi haft gott af smá hvíld. „Við höfðum gott af fríinu og ég held að við höfum gert það. Það verður mjög erfitt að koma inn í seinni hlutann svona taplausar. Auðvitað vilja allar vinna okkur og þá er enn mikilvægara fyrir okkur að halda einbeitingu,” sagði Sigurbjörg að lokum.Harri: Við reyndum það „Við misstum þetta aðeins frá okkur um miðbik síðari hálfleikinn. Þær fengu aðeins of mörg einföld mörk,” sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Við vorum mjög nálægt því að jafna, en það var synd að ná ekki að nýta síðustu sóknina,” en Stjarnan hafði minnkað fimm marka forskot Fram í eitt mark. Þeir fóru hins vegar afar illa með síðustu sóknina og köstuðu boltanum bara útaf. Stjarnan spilaði fínan bolta lungað úr fyrri hálfleik en slæmur kafli undir lok hálfleiksins leiddi það að verkum að liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik. Halldór var sammála undirrituðum að það hafi verið einkennilegt. „Mér fannst við góðar í fyrri hálfleik, en við vorum að klúðra dálítið mikið af færum og mér fannst við gera það allan leikinn. Ég hefði hins vegar viljað sjá jafnan leik í hálfleik eða við yfir, en svo var ekki. Fram var betra liðið í dag og óska þeim til hamingju með það.” „Stelpurnar höfðu alltaf trú á þessu og við fengum hörkuleik. Það var grátlegt við misstum hann þarna i lokin, en það var lítill tími og mikill hasar.” Haraldur Ingólfsson, goðsögn og aðstoðarmaður Harra hjá Stjörnunni, reyndi að bjarga Stjörnunni með að henda leikhlésspjaldinu á borðið. Sú tilraun heppnaðist ekki, en dómarar leiksins og eftirlitsmaður sáu í gegnum það. „Halli var að reyna vera okkur ólöglegur þarna í lokin. Við reyndum það, en svona er þetta,” sagði Halldór að lokum í samtali við 365.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira