Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - FH 20-32 | FH meistari eftir stórsigur Smári Jökull Jónsson í Hertz-höllinni skrifar 28. desember 2016 22:30 Ágúst Birgisson skoraði átta mörk gegn sínum gömlu félögum. vísir/stefán FH eru deildarbikarmeistar í handknattleik eftir stórsigur á Aftureldingu í Flugfélags Íslands bikarnum á Seltjarnarnesi í kvöld. Lokatölur 32-20.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.FH hafði yfirhöndina allan leikinn og náði strax góðri forsystu sem þeir létu aldrei af hendi. Lið Aftureldingar var vængbrotið vegna fjarveru lykilmanna en þeir sem voru á vellinum í kvöld voru heillum horfnir og áttu aldrei möguleika. FH-liðið mætti gríðarlega ákveðið til leiks og áttu Mosfellingar fá svör við leik þeirra í fyrri hálfleiknum. Einar Andri Einarsson tók leikhlé eftir 9 mínútur í stöðunni 5-1 enda leikmenn Aftureldingar varla mættir til leiks. Vörn FH var gríðarlega grimm og Ásbjörn Friðriksson stýrði sóknarleiknum frábærlega. Leikhléið hafði lítið að segja og eftir 20 mínútur var staðan 12-4 og Einar Andri þá búinn að taka annað leikhlé. Síðustu tíu mínúturnar náðu Mosfellingar að halda í horfinu en staðan í hálfleik var 15-6 FH í vil. Davíð Svansson í marki Aftureldingar var ástæðan fyrir því að munurinn var ekki meiri en hann varði 11 skot í fyrri hálfleiknum. Jóhann Gunnar Einarsson og Jóhann Jóhannsson, sem hafa verið lykilmenn hjá Aftureldingu síðustu ár, léku með liðinu í kvöld í fyrsta sinn á þessu tímabili. Það hafði lítið að segja en Einar Andri þjálfari sagði í viðtali eftir leik að hann ætti ekki von á að þeir félagar myndu leika með liðinu eftir áramótin. Afturelding náði aldrei að brúa bilið í seinni hálfleiknum sem FH hafði náð í þeim fyrri. Hafnfirðingar voru lengst af með 10-12 marka forskot og voru agaðir í sínum leik. Ágúst Birgisson var frábær á línunni auk þess sem Jóhann Birgir Ingvarsson og Einar Rafn Eiðsson voru öflugir í sókninni. Varamenn liðanna fengu að spreyta sig á lokamínútunum en FH vann að lokum tólf marka sigur, 32-20, og er því sigurvegari í Flugfélags Íslands bikarnum þetta árið. Evrópusætið er tryggt og fyrsti bikar tímabilsins kominn í Kaplakrikann. Ágúst og Ásbjörn voru bestu menn FH í kvöld en liðið lék vel sem heild í kvöld. Ágúst var markahæstur með 8 mörk og Einar Rafn skoraði 7. Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot í markinu eða 35% þeirra skota sem hann fékk á sig. Hjá Aftureldingu var Davíð Svansson öflugur í markinu í fyrri hálfleik og Elvar Ásgeirsson átti ágæta spretti. Aðrir geta mikið betur. Halldór Jóhann: Getum keppt um alla bikara sem eru í boðiHalldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var að sjálfsögðu ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sigurinn í Flugfélags Íslands bikarnum í handknattleik með stórsigri á Aftureldingu. „Þetta var töluvert auðveldara en ég átti von á. Varnarleikurinn hjá okkur í byrjun leiks skapaði þessa níu eða tíu marka forystu sem við héldum út leikinn. Þeir voru ekki góðir í dag og það gerði okkur auðvelt fyrir,“ sagði Halldór þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. FH vann Hauka í undanúrslitunum í gær en Halldór sagði það ekki hafa verið erfitt að rífa sína menn af stað eftir strembinn leik í gær. „Nei alls ekki. Við settum þetta upp sem eitt verkefni, þessi deildarbikar er bara tveir dagar og við viljum virða þessa keppni. Úrslitaleikur er úrslitaleikur og það var Evrópusæti í boði og auðvitað bikar. Við vildum vinna þetta og ég held við höfum sýnt það með mikillli baráttu og öguðum leik.“ „Við vorum ekkert að fara fram úr okkur þrátt fyrir að ná þessari forystu. Það heppnaðist líka mikið þar sem þeir voru daprir á köflum og við nýttum okkur það,“ bætti Halldór við. FH lék feykivel í dag og er til alls líklegt í baráttunni eftir áramótin en nú tekur við langt hlé vegna Heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fer fram í Frakklandi í janúar. „Þetta ætti að auka sjálfstraustið í liðinu og sýna það að við getum keppt um alla bikara sem eru í boði. Ég held að leikmenn viti það og við erum búnir að ræða það mikið í vetur að þegar við erum upp á okkar besta þá getum við gert ansi góða hluti.“ „Við þurfum að halda áfram vinnunni og fagmennskunni og ekki slaka neitt á. Ég er með ungt lið og það þarf að halda leikmönnum á tánum og endalaust minna þá á ákveðna hluti. Það er mitt hlutverk og ég mun halda því áfram,“ sagði sigurreifur Halldór Jóhann að lokum. Einar Andri: Ekki vanur að afsaka mitt liðvísir/stefánEinar Andri Einarsson var furðu hress eftir tapið gegn FH í kvöld og sagði að fjarvera lykilmanna hefðu gert hans mönnum erfitt fyrir. „Nei, þetta var erfitt hjá okkur í dag. Við vorum að spila þetta að mestu leyti á sex mönnum og manneklan gerði okkur erfitt fyrir. Við fengum tvo menn inn sem hafa ekki verið með okkur í vetur til þess að hjálpa okkur í þessum vandræðum. Ég er ekki vanur að afsaka mitt lið en þetta var erfitt,“ sagði Einar Andri Einarsson við Vísi eftir tapið í kvöld. Mennirnir sem Einar Andri átti við eru Jóhann Gunnar Einarsson og Jóhann Jóhannsson sem léku sinn fyrsta leik á tímabilinu en þeir hafa verið lykilmenn síðustu ár hjá Aftureldingu. Einar Andri sagði þá nafna ekki komna til að vera. „Nei, ég á ekki von á því. Þeir hjálpuðu okkur í dag og eru velkomnir að vera með okkur áfram eftir áramótin en ég á ekki von á að svo verði,“ bætti Einar Andri við. Eins og Einar sagði þá vantaði lykilmenn í lið Mosfellinga í þessu móti en Böðvar Böðvarsson, Mikk Pinnonen og Birkir Benediktsson eru allir frá vegna meiðsla. Nú tekur við langt hlé á deildinni og sér Einar fram á bjartari tíma hvað varðar þessa leikmenn. „Já, ég á von á því að þeir verði flestir komnir inn nema kannski Böðvar sem þarf jafnvel að fara í speglun á öxlinni. En aðrir ættu að vera komnir til baka,“ sagði Einar Andri að lokum.vísir/stefánJóhann Birgir Ingvarsson var góður hjá FH í kvöld og skoraði 5 mörk.vísir/stefánElvar Ásgeirsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 7 mörk.vísir/stefán Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
FH eru deildarbikarmeistar í handknattleik eftir stórsigur á Aftureldingu í Flugfélags Íslands bikarnum á Seltjarnarnesi í kvöld. Lokatölur 32-20.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.FH hafði yfirhöndina allan leikinn og náði strax góðri forsystu sem þeir létu aldrei af hendi. Lið Aftureldingar var vængbrotið vegna fjarveru lykilmanna en þeir sem voru á vellinum í kvöld voru heillum horfnir og áttu aldrei möguleika. FH-liðið mætti gríðarlega ákveðið til leiks og áttu Mosfellingar fá svör við leik þeirra í fyrri hálfleiknum. Einar Andri Einarsson tók leikhlé eftir 9 mínútur í stöðunni 5-1 enda leikmenn Aftureldingar varla mættir til leiks. Vörn FH var gríðarlega grimm og Ásbjörn Friðriksson stýrði sóknarleiknum frábærlega. Leikhléið hafði lítið að segja og eftir 20 mínútur var staðan 12-4 og Einar Andri þá búinn að taka annað leikhlé. Síðustu tíu mínúturnar náðu Mosfellingar að halda í horfinu en staðan í hálfleik var 15-6 FH í vil. Davíð Svansson í marki Aftureldingar var ástæðan fyrir því að munurinn var ekki meiri en hann varði 11 skot í fyrri hálfleiknum. Jóhann Gunnar Einarsson og Jóhann Jóhannsson, sem hafa verið lykilmenn hjá Aftureldingu síðustu ár, léku með liðinu í kvöld í fyrsta sinn á þessu tímabili. Það hafði lítið að segja en Einar Andri þjálfari sagði í viðtali eftir leik að hann ætti ekki von á að þeir félagar myndu leika með liðinu eftir áramótin. Afturelding náði aldrei að brúa bilið í seinni hálfleiknum sem FH hafði náð í þeim fyrri. Hafnfirðingar voru lengst af með 10-12 marka forskot og voru agaðir í sínum leik. Ágúst Birgisson var frábær á línunni auk þess sem Jóhann Birgir Ingvarsson og Einar Rafn Eiðsson voru öflugir í sókninni. Varamenn liðanna fengu að spreyta sig á lokamínútunum en FH vann að lokum tólf marka sigur, 32-20, og er því sigurvegari í Flugfélags Íslands bikarnum þetta árið. Evrópusætið er tryggt og fyrsti bikar tímabilsins kominn í Kaplakrikann. Ágúst og Ásbjörn voru bestu menn FH í kvöld en liðið lék vel sem heild í kvöld. Ágúst var markahæstur með 8 mörk og Einar Rafn skoraði 7. Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot í markinu eða 35% þeirra skota sem hann fékk á sig. Hjá Aftureldingu var Davíð Svansson öflugur í markinu í fyrri hálfleik og Elvar Ásgeirsson átti ágæta spretti. Aðrir geta mikið betur. Halldór Jóhann: Getum keppt um alla bikara sem eru í boðiHalldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var að sjálfsögðu ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sigurinn í Flugfélags Íslands bikarnum í handknattleik með stórsigri á Aftureldingu. „Þetta var töluvert auðveldara en ég átti von á. Varnarleikurinn hjá okkur í byrjun leiks skapaði þessa níu eða tíu marka forystu sem við héldum út leikinn. Þeir voru ekki góðir í dag og það gerði okkur auðvelt fyrir,“ sagði Halldór þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. FH vann Hauka í undanúrslitunum í gær en Halldór sagði það ekki hafa verið erfitt að rífa sína menn af stað eftir strembinn leik í gær. „Nei alls ekki. Við settum þetta upp sem eitt verkefni, þessi deildarbikar er bara tveir dagar og við viljum virða þessa keppni. Úrslitaleikur er úrslitaleikur og það var Evrópusæti í boði og auðvitað bikar. Við vildum vinna þetta og ég held við höfum sýnt það með mikillli baráttu og öguðum leik.“ „Við vorum ekkert að fara fram úr okkur þrátt fyrir að ná þessari forystu. Það heppnaðist líka mikið þar sem þeir voru daprir á köflum og við nýttum okkur það,“ bætti Halldór við. FH lék feykivel í dag og er til alls líklegt í baráttunni eftir áramótin en nú tekur við langt hlé vegna Heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fer fram í Frakklandi í janúar. „Þetta ætti að auka sjálfstraustið í liðinu og sýna það að við getum keppt um alla bikara sem eru í boði. Ég held að leikmenn viti það og við erum búnir að ræða það mikið í vetur að þegar við erum upp á okkar besta þá getum við gert ansi góða hluti.“ „Við þurfum að halda áfram vinnunni og fagmennskunni og ekki slaka neitt á. Ég er með ungt lið og það þarf að halda leikmönnum á tánum og endalaust minna þá á ákveðna hluti. Það er mitt hlutverk og ég mun halda því áfram,“ sagði sigurreifur Halldór Jóhann að lokum. Einar Andri: Ekki vanur að afsaka mitt liðvísir/stefánEinar Andri Einarsson var furðu hress eftir tapið gegn FH í kvöld og sagði að fjarvera lykilmanna hefðu gert hans mönnum erfitt fyrir. „Nei, þetta var erfitt hjá okkur í dag. Við vorum að spila þetta að mestu leyti á sex mönnum og manneklan gerði okkur erfitt fyrir. Við fengum tvo menn inn sem hafa ekki verið með okkur í vetur til þess að hjálpa okkur í þessum vandræðum. Ég er ekki vanur að afsaka mitt lið en þetta var erfitt,“ sagði Einar Andri Einarsson við Vísi eftir tapið í kvöld. Mennirnir sem Einar Andri átti við eru Jóhann Gunnar Einarsson og Jóhann Jóhannsson sem léku sinn fyrsta leik á tímabilinu en þeir hafa verið lykilmenn síðustu ár hjá Aftureldingu. Einar Andri sagði þá nafna ekki komna til að vera. „Nei, ég á ekki von á því. Þeir hjálpuðu okkur í dag og eru velkomnir að vera með okkur áfram eftir áramótin en ég á ekki von á að svo verði,“ bætti Einar Andri við. Eins og Einar sagði þá vantaði lykilmenn í lið Mosfellinga í þessu móti en Böðvar Böðvarsson, Mikk Pinnonen og Birkir Benediktsson eru allir frá vegna meiðsla. Nú tekur við langt hlé á deildinni og sér Einar fram á bjartari tíma hvað varðar þessa leikmenn. „Já, ég á von á því að þeir verði flestir komnir inn nema kannski Böðvar sem þarf jafnvel að fara í speglun á öxlinni. En aðrir ættu að vera komnir til baka,“ sagði Einar Andri að lokum.vísir/stefánJóhann Birgir Ingvarsson var góður hjá FH í kvöld og skoraði 5 mörk.vísir/stefánElvar Ásgeirsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 7 mörk.vísir/stefán
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira