Íslenski boltinn

Fyrrum markvörður Þórs/KA tilnefnd sem sú besta í Norður- og Mið-Ameríku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cecilia Santiago í leik gegn Fylki síðasta sumar.
Cecilia Santiago í leik gegn Fylki síðasta sumar. vísir/hanna
Cecilia Santiago, sem varði mark Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna á síðasta tímabili, er tilnefnd sem markvörður ársins í Norður- og Mið-Ameríku.

Cecilia, sem er 22 ára Mexíkói, lék alla 18 leiki Þórs/KA í Pepsi-deildinni síðasta sumar og fékk aðeins á sig 21 mark. Hún lék einnig þrjá leiki í Borgunarbikarnum.

Auk Ceciliu léku tvær aðrar mexíkóskar landsliðskonur með Þór/KA síðasta sumar. Sandra Stephany Mayor Gutierrez skoraði 12 mörk í 18 leikjum og Natalia Ines Gomez Junco Esteva lék sömuleiðis 18 leiki og skoraði fjögur mörk.

Cecila verður þó væntanlega ekki með Þór/KA á næsta tímabili því félagið er búið að semja við markvörðinn Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur sem kemur frá ÍBV.

Cecilia hefur leikið 43 landsleiki fyrir Mexíkó. Hún hefur leikið á tveimur heimsmeistaramótum, 2011 og 2015. Hún var aðeins 16 ára þegar hún lék á HM í Þýskalandi 2011.

Níu aðrir markverðir koma til greina í kjörinu en kosningunni lýkur 9. janúar næstkomandi.

Kjósa má Ceciliu með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×