Bjarni Ben: Ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða nýja ríkisstjórn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2016 23:02 Af orðum Bjarna má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér forsætisráðherrastólinn í næstu ríkisstjórn. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa komið með opinn huga að samtalinu við aðra flokka eftir kosningarnar í október. Það hafi orðið viðræðum til trafala að flokkar sett sig í stellingar eftir kosningar. Þetta kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Bjarna á ÍNN í kvöld. Þar var farið um víðan völl en ekkert rætt um þær viðræður sem nú standa yfir milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni var þó spurður almennt um vikurnar sem liðnar eru frá kosningum.Menn stilltu sér upp „Í mínum huga hefur það verið ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisfokkurinn þyrfti að vera í þessari stjórn og við ættum að leiða þá stjórn sem ótvíræður sigurvegari kosninganna. Það hefði kannski átt að gefa því aðeins lengri tíma, að ljúka því,“ sagði Bjarni. „Það var ekki vegna þess að við vildum ekki koma með opnum hug að samtalinu við aðra flokka heldur meira að menn stilltu sér upp og voru í miklum stellingum eftir kosningar Kannski eftir þetta ár, þetta var svolítið sérstakt ár.“Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram tillögur fyrir Bjarna í gær. Bíða þeir enn viðbragða þeirra en enginn formanna svaraði símtölum fréttastofu í dag.Fjallað var um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2.Björn minntist á þá hollustu sem Bjarni hefði sýnt Framsóknarflokknum undanfarnar vikur á meðan aðrir hefðu útilokað samstarf við Framsókn eða þá bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Framsókn þriðji stærsti flokkurinn„Ég hef átt gott samstarf við Framsóknarflokinn og þótt hann hafi ekki fengið góða niðurstöðu í sögulegu samhengi þá er hann með betri niðurstöðu en Samfylkingin, stærri en Björt framtíð og stærri en Viðreisn. Ef menn ætla að horfa á einhverja lýðræðislega niðurstðu kosninga verða menn að viðurkenna að framsóknarflokkurin er þó með þessa þingmenn sem hann hefur,“ sagði Bjarni.Hann sagði samstarf sitt við leiðtoga Framsóknar, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og svo Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Alfreðsdóttur hafa verið gott.„Ég treysti mér vel til að starfa með þeim en vegna þess að þetta þarf að vera þriggja flokka stjórn skiptir máli að það sé samstaða.“ Kosningar 2016 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa komið með opinn huga að samtalinu við aðra flokka eftir kosningarnar í október. Það hafi orðið viðræðum til trafala að flokkar sett sig í stellingar eftir kosningar. Þetta kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Bjarna á ÍNN í kvöld. Þar var farið um víðan völl en ekkert rætt um þær viðræður sem nú standa yfir milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni var þó spurður almennt um vikurnar sem liðnar eru frá kosningum.Menn stilltu sér upp „Í mínum huga hefur það verið ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisfokkurinn þyrfti að vera í þessari stjórn og við ættum að leiða þá stjórn sem ótvíræður sigurvegari kosninganna. Það hefði kannski átt að gefa því aðeins lengri tíma, að ljúka því,“ sagði Bjarni. „Það var ekki vegna þess að við vildum ekki koma með opnum hug að samtalinu við aðra flokka heldur meira að menn stilltu sér upp og voru í miklum stellingum eftir kosningar Kannski eftir þetta ár, þetta var svolítið sérstakt ár.“Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram tillögur fyrir Bjarna í gær. Bíða þeir enn viðbragða þeirra en enginn formanna svaraði símtölum fréttastofu í dag.Fjallað var um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2.Björn minntist á þá hollustu sem Bjarni hefði sýnt Framsóknarflokknum undanfarnar vikur á meðan aðrir hefðu útilokað samstarf við Framsókn eða þá bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Framsókn þriðji stærsti flokkurinn„Ég hef átt gott samstarf við Framsóknarflokinn og þótt hann hafi ekki fengið góða niðurstöðu í sögulegu samhengi þá er hann með betri niðurstöðu en Samfylkingin, stærri en Björt framtíð og stærri en Viðreisn. Ef menn ætla að horfa á einhverja lýðræðislega niðurstðu kosninga verða menn að viðurkenna að framsóknarflokkurin er þó með þessa þingmenn sem hann hefur,“ sagði Bjarni.Hann sagði samstarf sitt við leiðtoga Framsóknar, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og svo Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Alfreðsdóttur hafa verið gott.„Ég treysti mér vel til að starfa með þeim en vegna þess að þetta þarf að vera þriggja flokka stjórn skiptir máli að það sé samstaða.“
Kosningar 2016 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira