Bjarni Ben: Ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða nýja ríkisstjórn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2016 23:02 Af orðum Bjarna má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér forsætisráðherrastólinn í næstu ríkisstjórn. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa komið með opinn huga að samtalinu við aðra flokka eftir kosningarnar í október. Það hafi orðið viðræðum til trafala að flokkar sett sig í stellingar eftir kosningar. Þetta kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Bjarna á ÍNN í kvöld. Þar var farið um víðan völl en ekkert rætt um þær viðræður sem nú standa yfir milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni var þó spurður almennt um vikurnar sem liðnar eru frá kosningum.Menn stilltu sér upp „Í mínum huga hefur það verið ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisfokkurinn þyrfti að vera í þessari stjórn og við ættum að leiða þá stjórn sem ótvíræður sigurvegari kosninganna. Það hefði kannski átt að gefa því aðeins lengri tíma, að ljúka því,“ sagði Bjarni. „Það var ekki vegna þess að við vildum ekki koma með opnum hug að samtalinu við aðra flokka heldur meira að menn stilltu sér upp og voru í miklum stellingum eftir kosningar Kannski eftir þetta ár, þetta var svolítið sérstakt ár.“Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram tillögur fyrir Bjarna í gær. Bíða þeir enn viðbragða þeirra en enginn formanna svaraði símtölum fréttastofu í dag.Fjallað var um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2.Björn minntist á þá hollustu sem Bjarni hefði sýnt Framsóknarflokknum undanfarnar vikur á meðan aðrir hefðu útilokað samstarf við Framsókn eða þá bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Framsókn þriðji stærsti flokkurinn„Ég hef átt gott samstarf við Framsóknarflokinn og þótt hann hafi ekki fengið góða niðurstöðu í sögulegu samhengi þá er hann með betri niðurstöðu en Samfylkingin, stærri en Björt framtíð og stærri en Viðreisn. Ef menn ætla að horfa á einhverja lýðræðislega niðurstðu kosninga verða menn að viðurkenna að framsóknarflokkurin er þó með þessa þingmenn sem hann hefur,“ sagði Bjarni.Hann sagði samstarf sitt við leiðtoga Framsóknar, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og svo Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Alfreðsdóttur hafa verið gott.„Ég treysti mér vel til að starfa með þeim en vegna þess að þetta þarf að vera þriggja flokka stjórn skiptir máli að það sé samstaða.“ Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa komið með opinn huga að samtalinu við aðra flokka eftir kosningarnar í október. Það hafi orðið viðræðum til trafala að flokkar sett sig í stellingar eftir kosningar. Þetta kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Bjarna á ÍNN í kvöld. Þar var farið um víðan völl en ekkert rætt um þær viðræður sem nú standa yfir milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni var þó spurður almennt um vikurnar sem liðnar eru frá kosningum.Menn stilltu sér upp „Í mínum huga hefur það verið ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisfokkurinn þyrfti að vera í þessari stjórn og við ættum að leiða þá stjórn sem ótvíræður sigurvegari kosninganna. Það hefði kannski átt að gefa því aðeins lengri tíma, að ljúka því,“ sagði Bjarni. „Það var ekki vegna þess að við vildum ekki koma með opnum hug að samtalinu við aðra flokka heldur meira að menn stilltu sér upp og voru í miklum stellingum eftir kosningar Kannski eftir þetta ár, þetta var svolítið sérstakt ár.“Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram tillögur fyrir Bjarna í gær. Bíða þeir enn viðbragða þeirra en enginn formanna svaraði símtölum fréttastofu í dag.Fjallað var um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2.Björn minntist á þá hollustu sem Bjarni hefði sýnt Framsóknarflokknum undanfarnar vikur á meðan aðrir hefðu útilokað samstarf við Framsókn eða þá bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Framsókn þriðji stærsti flokkurinn„Ég hef átt gott samstarf við Framsóknarflokinn og þótt hann hafi ekki fengið góða niðurstöðu í sögulegu samhengi þá er hann með betri niðurstöðu en Samfylkingin, stærri en Björt framtíð og stærri en Viðreisn. Ef menn ætla að horfa á einhverja lýðræðislega niðurstðu kosninga verða menn að viðurkenna að framsóknarflokkurin er þó með þessa þingmenn sem hann hefur,“ sagði Bjarni.Hann sagði samstarf sitt við leiðtoga Framsóknar, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og svo Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Alfreðsdóttur hafa verið gott.„Ég treysti mér vel til að starfa með þeim en vegna þess að þetta þarf að vera þriggja flokka stjórn skiptir máli að það sé samstaða.“
Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira