Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2016 12:26 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir ekki tilefni til þess að biðja Sigmund afsökunar. Vísir Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ekki vera tilefni til að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á umfjöllun Ríkisútvarpsins um Panamaskjölin svokölluðu. Upplýsingarnar sem fram komu í umfjölluninni standa og hafa ekki verið hraktar. Sigmundur fór fram á afsökunarbeiðni frá stofnuninni í langri aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar rekur Sigmundur kynni sín af Ríkisútvarpinu og framkomu einstakra starfsmanna og hópa í hans garð. Nánar má fræðast um grein Sigmundar hér.Magnús Geir segir í pistli á vef Ríkisútvarpsins að hann og fréttastjórinn, Rakel Þorbergsdóttir, hafi „margsinnis farið yfir þetta mál á liðnu ári og ætíð blasir það sama við; fréttagildi málsins er ótvírætt og það átti erindi við almenning í landinu.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV.Þær upplýsingar sem fram komu í umfjöllun RÚV um málið standi og hafi ekki enn verið hraktar. „Því er ekki tilefni til afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins vegna málsins,“ segir Magnús. „Fjölmiðlar eiga að vera fulltrúar almennings og þeim ber að spyrja kjörna fulltrúa út í málefni er hann varðar. Það sama á við um Sigmund Davíð og aðra kjörna fulltrúa en auk þess að vera alþingismaður, þá var hann forsætisráðherra í þrjú ár og formaður í stjórnmálaflokki um árabil. Sigmundur Davíð hefur ítrekað fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fjallað hefur verið um þau í miðlum RÚV.“ Bréf sitt endar Magnús á því að benda öllum þeim sem kunna að hafa eitthvað við fréttaflutning að sakast að beina umkvörtunum til Blaðamannafélags Íslands. „Ef þingmaðurinn telur á sig hallað þá hvet ég hann til að beina málum í þennan formlega farveg sem er til staðar fyrir hann eins og aðra.“ Pistil Magnúsar má lesa í heild sinni hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ekki vera tilefni til að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á umfjöllun Ríkisútvarpsins um Panamaskjölin svokölluðu. Upplýsingarnar sem fram komu í umfjölluninni standa og hafa ekki verið hraktar. Sigmundur fór fram á afsökunarbeiðni frá stofnuninni í langri aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar rekur Sigmundur kynni sín af Ríkisútvarpinu og framkomu einstakra starfsmanna og hópa í hans garð. Nánar má fræðast um grein Sigmundar hér.Magnús Geir segir í pistli á vef Ríkisútvarpsins að hann og fréttastjórinn, Rakel Þorbergsdóttir, hafi „margsinnis farið yfir þetta mál á liðnu ári og ætíð blasir það sama við; fréttagildi málsins er ótvírætt og það átti erindi við almenning í landinu.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV.Þær upplýsingar sem fram komu í umfjöllun RÚV um málið standi og hafi ekki enn verið hraktar. „Því er ekki tilefni til afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins vegna málsins,“ segir Magnús. „Fjölmiðlar eiga að vera fulltrúar almennings og þeim ber að spyrja kjörna fulltrúa út í málefni er hann varðar. Það sama á við um Sigmund Davíð og aðra kjörna fulltrúa en auk þess að vera alþingismaður, þá var hann forsætisráðherra í þrjú ár og formaður í stjórnmálaflokki um árabil. Sigmundur Davíð hefur ítrekað fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fjallað hefur verið um þau í miðlum RÚV.“ Bréf sitt endar Magnús á því að benda öllum þeim sem kunna að hafa eitthvað við fréttaflutning að sakast að beina umkvörtunum til Blaðamannafélags Íslands. „Ef þingmaðurinn telur á sig hallað þá hvet ég hann til að beina málum í þennan formlega farveg sem er til staðar fyrir hann eins og aðra.“ Pistil Magnúsar má lesa í heild sinni hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06