Benedikt stillir bjartsýni um gang viðræðna í hóf Anton Egilsson skrifar 10. desember 2016 20:44 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman. Flokkarnir fimm hittust á óformlegum stjórnarmyndunarfundi í dag og segir Benedikt að fundurinn hafi gengið vel. „Að því leyti gekk hann betur en margir aðrir að allir voru sammála um að nú værum við búin að ræða mikið í kringum málin og þyrftum að fá aðeins meiri texta á blað þannig að við vissum nákvæmlega hvar við stæðum.“ Hann segir þó að staðan sé enn sú að um óformlegar viðræður sé að ræða. „Ástæðan fyrir því að við höfum viljað halda þeim þannig er að við að minnsta kosti höfum verið tvisvar í viðræðum formlega og það gekk ekki upp. Menn hefðu kannski aðeins átt að fara sér aðeins hægar í því og reyna að sjá hvar munurinn lægi áður en þeir fóru í svona formlegar viðræður.“Flokkarnir jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegiFlokkarnir hófu í gær samtal um sjávarútvegsmál og segir Benedikt að flokkarnir séu jákvæðari nú en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það var nú vitað fyrir fram að fjórir flokkar af fimm eru jákvæðir fyrir leið af þessu tagi. Vinstri græn koma aðeins úr annarri átt og auðvitað verða þau að svara fyrir sig en maður skynjar það að það er einhver nálgun.“Tekur ekki jafn djúpt í árinni um gang viðræðna og Smári McCarthyBenedikt tekur þá ekki jafn djúpt í árinni og Smári McCarrthy, þingmaður Pírata, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm næðu saman og eitthvað mikið þyrfti að fara úrskeiðis til þess að það gerðist ekki. „Þetta er náttúrulega þeirra mat og þau eru með stjórnarmyndunarumboðið. Ég hef verið í þessum sömu sporum í viðræðum fyrr í haust og í bæði skiptin var ég mjög bjartsýnn á að þetta myndi takast og svo rann það út í sandinn. Þannig kannski hefði ég einhvern tímann sagt að það væri 90 prósent líkur á að eitthvað tækist sem ekki tókst svo. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman. Flokkarnir fimm hittust á óformlegum stjórnarmyndunarfundi í dag og segir Benedikt að fundurinn hafi gengið vel. „Að því leyti gekk hann betur en margir aðrir að allir voru sammála um að nú værum við búin að ræða mikið í kringum málin og þyrftum að fá aðeins meiri texta á blað þannig að við vissum nákvæmlega hvar við stæðum.“ Hann segir þó að staðan sé enn sú að um óformlegar viðræður sé að ræða. „Ástæðan fyrir því að við höfum viljað halda þeim þannig er að við að minnsta kosti höfum verið tvisvar í viðræðum formlega og það gekk ekki upp. Menn hefðu kannski aðeins átt að fara sér aðeins hægar í því og reyna að sjá hvar munurinn lægi áður en þeir fóru í svona formlegar viðræður.“Flokkarnir jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegiFlokkarnir hófu í gær samtal um sjávarútvegsmál og segir Benedikt að flokkarnir séu jákvæðari nú en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það var nú vitað fyrir fram að fjórir flokkar af fimm eru jákvæðir fyrir leið af þessu tagi. Vinstri græn koma aðeins úr annarri átt og auðvitað verða þau að svara fyrir sig en maður skynjar það að það er einhver nálgun.“Tekur ekki jafn djúpt í árinni um gang viðræðna og Smári McCarthyBenedikt tekur þá ekki jafn djúpt í árinni og Smári McCarrthy, þingmaður Pírata, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm næðu saman og eitthvað mikið þyrfti að fara úrskeiðis til þess að það gerðist ekki. „Þetta er náttúrulega þeirra mat og þau eru með stjórnarmyndunarumboðið. Ég hef verið í þessum sömu sporum í viðræðum fyrr í haust og í bæði skiptin var ég mjög bjartsýnn á að þetta myndi takast og svo rann það út í sandinn. Þannig kannski hefði ég einhvern tímann sagt að það væri 90 prósent líkur á að eitthvað tækist sem ekki tókst svo.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira