Bjóða upp á beint flug til Ástralíu frá London: Flugið tekur 17 klukkustundir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2016 13:50 Talið er að flugleiðin verði mikil innspýting fyrir efnahag vestur-Ástralíu. Vísir/EPA Ástralska flugfélagið Quantas tilkynnti í dag að það mun bjóða upp á beint flug á milli Perth og London frá og með mars mánuði árið 2018. Er þetta í fyrsta skiptið sem hægt verður að fljúga beint til Ástralíu frá Evrópu án þess að millilenda. Guardian greinir frá.Flugfélagið gerir ráð fyrir því að flogið verði 14 sinnum í viku og að flugið muni taka um 17 klukkustundir. Talið er að þessi nýja flugleið verði lyftistöng fyrir Perth en þetta mun þýða að borgin verður mikilvægur tengiliður á milli Evrópu og annarra hluta Ástralíu. Búast þarlend yfirvöld við því að flugleiðin muni þýða innspýtingu upp á 9 – 36 milljóna dollara fyrir efnahag vestur ástralska fylkisins. Flugvélarnar sem flogið verður þessa leið eru af gerðinni Boeing 787-9 Dreamliner og munu þær rúma 236 farþega, en flugleiðin verður meðal lengstu flugleiða í heimi. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ástralska flugfélagið Quantas tilkynnti í dag að það mun bjóða upp á beint flug á milli Perth og London frá og með mars mánuði árið 2018. Er þetta í fyrsta skiptið sem hægt verður að fljúga beint til Ástralíu frá Evrópu án þess að millilenda. Guardian greinir frá.Flugfélagið gerir ráð fyrir því að flogið verði 14 sinnum í viku og að flugið muni taka um 17 klukkustundir. Talið er að þessi nýja flugleið verði lyftistöng fyrir Perth en þetta mun þýða að borgin verður mikilvægur tengiliður á milli Evrópu og annarra hluta Ástralíu. Búast þarlend yfirvöld við því að flugleiðin muni þýða innspýtingu upp á 9 – 36 milljóna dollara fyrir efnahag vestur ástralska fylkisins. Flugvélarnar sem flogið verður þessa leið eru af gerðinni Boeing 787-9 Dreamliner og munu þær rúma 236 farþega, en flugleiðin verður meðal lengstu flugleiða í heimi.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira