Ennþá ágreiningur um stór mál Ásgeir Erlendsson skrifar 11. desember 2016 19:30 Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið. Formaður Vinstri grænna segir að flokkarnir fimm eigi enn eftir að ná samkomulagi um stefnu í stórum málaflokkum. Níu dagar eru síðan Guðni Th. Jóhannesson afhenti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata stjórnarmyndunarumboð. Undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna hittust á nefndarsviði Alþingis síðdegis til að ræða sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sagði á Bylgjunni í dag að nú væri komið að þeim tímapunkti í viðræðunum að menn yrðu að leggja mat á framhaldið. Enginn niðurstaða væri komin sjávarútvegsmálin en Benedikt Jóhannsson formaður flokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flokkarnir væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það er ekki komin nein niðurstaða þar. Það er alveg ljóst að þar eru ólíkar áherslur, annars vegar flokkar sem vilja bara gamaldags skattahækkanir og hins vegar flokkar sem vilja markaðslausnir í þessu. “ Sagði Þorsteinn á Sprengisandi Bylgjunnar í dag. Formenn flokkanna fimm koma til með að funda í Alþingishúsinu klukkan hálf átta í kvöld og í kjölfarið verður svo efnt til þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að enn eigi eftir að móta tillögur um hvernig flokkarnir geti mæst í stóru málunum. „Við getum sagt að það er svona aukinn skilningur milli flokka á hvar þeir standa, hvað ber í milli og hvað þeir eiga sameiginlegt en það sem enn er eftir að gera er að móta raunverulegar tillögur um hvar við getum mæst og hvaða lausnir við sjáum í stóru pólitísku málunum sem þurfa að vera undirstaða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.“ Segir Katrín. Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að enginn Pírati myndi tjá sig um gang viðræðnanna í dag en í gær sagði Smári McCarty, þingmaður, flokksins að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm myndu ná saman. „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt til um það fyrr en við erum komin með eitthvað haldfast á borðið.“ Segir Katrín. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið. Formaður Vinstri grænna segir að flokkarnir fimm eigi enn eftir að ná samkomulagi um stefnu í stórum málaflokkum. Níu dagar eru síðan Guðni Th. Jóhannesson afhenti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata stjórnarmyndunarumboð. Undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna hittust á nefndarsviði Alþingis síðdegis til að ræða sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sagði á Bylgjunni í dag að nú væri komið að þeim tímapunkti í viðræðunum að menn yrðu að leggja mat á framhaldið. Enginn niðurstaða væri komin sjávarútvegsmálin en Benedikt Jóhannsson formaður flokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flokkarnir væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það er ekki komin nein niðurstaða þar. Það er alveg ljóst að þar eru ólíkar áherslur, annars vegar flokkar sem vilja bara gamaldags skattahækkanir og hins vegar flokkar sem vilja markaðslausnir í þessu. “ Sagði Þorsteinn á Sprengisandi Bylgjunnar í dag. Formenn flokkanna fimm koma til með að funda í Alþingishúsinu klukkan hálf átta í kvöld og í kjölfarið verður svo efnt til þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að enn eigi eftir að móta tillögur um hvernig flokkarnir geti mæst í stóru málunum. „Við getum sagt að það er svona aukinn skilningur milli flokka á hvar þeir standa, hvað ber í milli og hvað þeir eiga sameiginlegt en það sem enn er eftir að gera er að móta raunverulegar tillögur um hvar við getum mæst og hvaða lausnir við sjáum í stóru pólitísku málunum sem þurfa að vera undirstaða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.“ Segir Katrín. Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að enginn Pírati myndi tjá sig um gang viðræðnanna í dag en í gær sagði Smári McCarty, þingmaður, flokksins að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm myndu ná saman. „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt til um það fyrr en við erum komin með eitthvað haldfast á borðið.“ Segir Katrín.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira