Karl Lagerfeld velur íslenskt Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2016 17:00 Lagerfeld þekkir tískubransann inn og út. Hér má sjá umfjöllun Vouge og forsíðu blaðsins. Tískukóngurinn Karl Lagerfeld notar íslenskar húðvörur en þetta kemur fram í nýjasta tölublaði franska Vogue. Íslensku húðdroparnir EGF Serum og 30 Day Treatment frá BIOEFFECT eru til umfjöllunar í desemberblaði franska Vogue sem hluti af húðvörum sem Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi Chanel tískuhússins, notar í sinni húðumhirðu. Karl sjálfur hafði umsjón yfir efnistök og hönnun desemberútgáfu Vogue. „Við erum mjög ánægð og þakklát fyrir svona jákvæða umfjöllun þar sem íslenskar vörur, sem keppa á markaði þar sem samkeppni er gífurlega hörð, skulu vera sérvaldar af einum mesta áhrifavaldi í þessum geira og birtast í jafn virtu tímariti sem hið franska Vogue sannarlega er,“ segir Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri BIOEFFECT sem er dótturfyrirtæki Orf Líftækni og bætir hún því við að þetta sé gríðarlega viðurkenning á vörum BIOEFFECT. „Það er líka gaman að segja frá því að Karl Lagerfeld hefur notað vörurnar okkar í nokkur ár og er tryggur viðskiptavinur en hann verslar BIOEFFECT í Colette í París,“ segir hún ennfremur. Karl Lagerfeld prýðir forsíðu blaðsins sjálfur að þessu sinni. Tíska og hönnun Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Tískukóngurinn Karl Lagerfeld notar íslenskar húðvörur en þetta kemur fram í nýjasta tölublaði franska Vogue. Íslensku húðdroparnir EGF Serum og 30 Day Treatment frá BIOEFFECT eru til umfjöllunar í desemberblaði franska Vogue sem hluti af húðvörum sem Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi Chanel tískuhússins, notar í sinni húðumhirðu. Karl sjálfur hafði umsjón yfir efnistök og hönnun desemberútgáfu Vogue. „Við erum mjög ánægð og þakklát fyrir svona jákvæða umfjöllun þar sem íslenskar vörur, sem keppa á markaði þar sem samkeppni er gífurlega hörð, skulu vera sérvaldar af einum mesta áhrifavaldi í þessum geira og birtast í jafn virtu tímariti sem hið franska Vogue sannarlega er,“ segir Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri BIOEFFECT sem er dótturfyrirtæki Orf Líftækni og bætir hún því við að þetta sé gríðarlega viðurkenning á vörum BIOEFFECT. „Það er líka gaman að segja frá því að Karl Lagerfeld hefur notað vörurnar okkar í nokkur ár og er tryggur viðskiptavinur en hann verslar BIOEFFECT í Colette í París,“ segir hún ennfremur. Karl Lagerfeld prýðir forsíðu blaðsins sjálfur að þessu sinni.
Tíska og hönnun Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira