Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2016 14:30 Róbert Gunnarsson gæti hafa skorað sitt síðasta skrautmark fyrir íslenska landsliðið. vísir/epa Róbert Gunnarsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug, gaf ekki kost á sér í HM-hópinn, en Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 28 manna hóp sem tilkynntur var í dag. Hann á eftir að skera niður. Landsliðsferli Róberts er að öllum líkindum lokið en Geir sagði í samtali við Vísi að hann vildi að línumaðurinn myndi gefa það formlega út sjálfur. Þjálfarinn býst þó ekki við að sjá hann aftur í bláu treyjunni. „Robbi mun sjálfur staðfesta hver sín persónulega staða er. Við áttum gott spjall áður en hópurinn var valinn þar sem hann tilkynnti mér að hann væri að draga sig til baka og yrði ekki með í þetta skiptið,“ segir Geir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann líti svo á ákvörðun Róberts að hann sé hættur í landsliðinu segir Geir: „Já, ég held að hann sé að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið. Hann hefur kannski farið að hugsa þetta á síðustu vikum og mánuðum og mér sýnist þetta vera niðurstaðan til frambúðar.“ Ákvörðun Róberts kemur í framhaldi þess að línumaðurinn var ekki valinn í síðasta verkefni landsliðsins þegar það mætti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í síðasta mánuði. Þar hristi Geir upp í hlutunum og valdi hvorki Róbert né Vigni Svavarsson. Vignir er kominn aftur í hópinn. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson. Besti vinur Róberts í landsliðinu og annar lykilmaður síðasta áratugar, Snorri Steinn Guðjónsson, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í vetur. Róbert Gunnarsson var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Hann spilar nú með Árósum í dönsku úrvalsdeildinni. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Sjá meira
Róbert Gunnarsson, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug, gaf ekki kost á sér í HM-hópinn, en Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, valdi 28 manna hóp sem tilkynntur var í dag. Hann á eftir að skera niður. Landsliðsferli Róberts er að öllum líkindum lokið en Geir sagði í samtali við Vísi að hann vildi að línumaðurinn myndi gefa það formlega út sjálfur. Þjálfarinn býst þó ekki við að sjá hann aftur í bláu treyjunni. „Robbi mun sjálfur staðfesta hver sín persónulega staða er. Við áttum gott spjall áður en hópurinn var valinn þar sem hann tilkynnti mér að hann væri að draga sig til baka og yrði ekki með í þetta skiptið,“ segir Geir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann líti svo á ákvörðun Róberts að hann sé hættur í landsliðinu segir Geir: „Já, ég held að hann sé að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið. Hann hefur kannski farið að hugsa þetta á síðustu vikum og mánuðum og mér sýnist þetta vera niðurstaðan til frambúðar.“ Ákvörðun Róberts kemur í framhaldi þess að línumaðurinn var ekki valinn í síðasta verkefni landsliðsins þegar það mætti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í síðasta mánuði. Þar hristi Geir upp í hlutunum og valdi hvorki Róbert né Vigni Svavarsson. Vignir er kominn aftur í hópinn. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu,“ segir Geir Sveinsson. Besti vinur Róberts í landsliðinu og annar lykilmaður síðasta áratugar, Snorri Steinn Guðjónsson, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr í vetur. Róbert Gunnarsson var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Hann spilar nú með Árósum í dönsku úrvalsdeildinni.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Sjá meira
Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti