Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2016 15:43 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri-grænum frekar en öðrum flokkum. Of langt hafi verið á milli flokkanna. „Það var of langt á milli flokkanna,“ segir Katrín í samtali við Vísi en tilkynnt var fyrir stundu að óformlegum viðræðum flokkanna fimm hafi verið slitið. Mun Birgitta Jónsdóttir Pírati fara til Bessastaða síðar í dag og skila umboði til stjórnarmyndunar aftur til forseta. Á mbl.is í dag var greint frá því að það væri helst Vinstri græn sem væru ekki til í að fara í formlegar viðræður. Katrín segir að mögulega henti það einhverjum að draga upp slíka mynd. „Þetta strandaði ekkert á okkur frekar en öðrum. Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín. Þingflokkur VG sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir viðræðuslitin þar sem greint var frá því að flokkurinn hafi lagt áherslu á gerðar væru breytingar „í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða.“ Til þess þess þyrfti að lágmarki 30 milljarða króna. Katrín segir að þetta hafi verið stóru kappsmál flokksins í viðræðunum. Samhljómur hafi verið í aðdraganda kosninganna að gefa þyrfti í þeim málaflokkum sem nefndir eru hér að ofan og að nú þurfi flokkarnir að svara pólitískum spurningum um hvort að vilji sé til þess að standa fyrir þessum umbótum og þá hvernig eigi að fjármagna þá með ábyrgum hætti. „Mér finnst ágætt ef þingið fær nú svigrúm til að glíma við fjárlögin en forsetinn gerir það sem honum þykir réttast,“ segir Katrín aðspurð um hvað hún telji að gerist nú eftir að upp úr slitnaði. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri-grænum frekar en öðrum flokkum. Of langt hafi verið á milli flokkanna. „Það var of langt á milli flokkanna,“ segir Katrín í samtali við Vísi en tilkynnt var fyrir stundu að óformlegum viðræðum flokkanna fimm hafi verið slitið. Mun Birgitta Jónsdóttir Pírati fara til Bessastaða síðar í dag og skila umboði til stjórnarmyndunar aftur til forseta. Á mbl.is í dag var greint frá því að það væri helst Vinstri græn sem væru ekki til í að fara í formlegar viðræður. Katrín segir að mögulega henti það einhverjum að draga upp slíka mynd. „Þetta strandaði ekkert á okkur frekar en öðrum. Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín. Þingflokkur VG sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir viðræðuslitin þar sem greint var frá því að flokkurinn hafi lagt áherslu á gerðar væru breytingar „í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða.“ Til þess þess þyrfti að lágmarki 30 milljarða króna. Katrín segir að þetta hafi verið stóru kappsmál flokksins í viðræðunum. Samhljómur hafi verið í aðdraganda kosninganna að gefa þyrfti í þeim málaflokkum sem nefndir eru hér að ofan og að nú þurfi flokkarnir að svara pólitískum spurningum um hvort að vilji sé til þess að standa fyrir þessum umbótum og þá hvernig eigi að fjármagna þá með ábyrgum hætti. „Mér finnst ágætt ef þingið fær nú svigrúm til að glíma við fjárlögin en forsetinn gerir það sem honum þykir réttast,“ segir Katrín aðspurð um hvað hún telji að gerist nú eftir að upp úr slitnaði.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira