Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2016 18:26 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Anton Brink Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. Hann veitir engum stjórnarmyndunarumboðið en fyrr í dag skiluðu Píratar sínu umboði til myndunar ríkisstjórnar sem þeir fengu fyrir 10 dögum síðan. Forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu nú á sjöunda tímanum en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Guðni að hann hafi rætt við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi „um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin,“ eins og forsetinn orðar það. Guðni segir að í stað þess að veita einhverjum umboðið þá hafi hann hvatt formenn flokkanna „til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu. Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku.“ Yfirlýsing forseta Íslands í heild sinni: Föstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar, fyrir hönd hennar og tveggja annarra þingmanna sem eru fulltrúar Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum, þeirra Einars Brynjólfssonar og Smára McCarthy.Síðastliðna tíu daga hafa átt sér stað viðræður um myndun ríkisstjórnar Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Síðdegis í dag tilkynntu Birgitta, Einar og Smári mér að þær viðræður hefðu ekki leitt til myndunar ríkisstjórnar. Á fundi okkar á Bessastöðum skilaði hún mér umboði til stjórnarmyndunar.Í dag hef ég rætt við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum þegar ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar missti meirihluta sinn á þingi og hann baðst lausnar fyrir hönd þess. Nú hafa formenn eða fulltrúar þriggja stærstu flokkanna á Alþingi allir haft umboð forseta til stjórnarmyndunar. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar og reyndar.Í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram komu í viðræðum mínum við flokksleiðtoga í dag hef ég ákveðið að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu.Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum. 12. desember 2016 15:36 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. Hann veitir engum stjórnarmyndunarumboðið en fyrr í dag skiluðu Píratar sínu umboði til myndunar ríkisstjórnar sem þeir fengu fyrir 10 dögum síðan. Forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu nú á sjöunda tímanum en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Guðni að hann hafi rætt við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi „um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin,“ eins og forsetinn orðar það. Guðni segir að í stað þess að veita einhverjum umboðið þá hafi hann hvatt formenn flokkanna „til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu. Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku.“ Yfirlýsing forseta Íslands í heild sinni: Föstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar, fyrir hönd hennar og tveggja annarra þingmanna sem eru fulltrúar Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum, þeirra Einars Brynjólfssonar og Smára McCarthy.Síðastliðna tíu daga hafa átt sér stað viðræður um myndun ríkisstjórnar Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Síðdegis í dag tilkynntu Birgitta, Einar og Smári mér að þær viðræður hefðu ekki leitt til myndunar ríkisstjórnar. Á fundi okkar á Bessastöðum skilaði hún mér umboði til stjórnarmyndunar.Í dag hef ég rætt við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum þegar ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar missti meirihluta sinn á þingi og hann baðst lausnar fyrir hönd þess. Nú hafa formenn eða fulltrúar þriggja stærstu flokkanna á Alþingi allir haft umboð forseta til stjórnarmyndunar. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar og reyndar.Í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram komu í viðræðum mínum við flokksleiðtoga í dag hef ég ákveðið að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu.Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum. 12. desember 2016 15:36 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43
Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum. 12. desember 2016 15:36
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent