Guðni staðfestir framboð til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 11:07 Guðni Bergsson í banastuði við Laugardalsvöllinn um árið. Vísir/Hörður Sveinsson Eftir nokkra íhugun og hvatningu fjölda fólks, innan sem utan knattspyrnuhreyfingarinnar, hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formanns KSÍ á næsta ársþingi þess. Svo segir í yfirlýsingu frá Guðna Bergssyni, fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu og landsliðsmanni. Ljóst er að formannsslagur verður á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar þar sem Geir Þorsteinsson, formaður síðan árið 2007, hyggst sömuleiðis bjóða sig fram. Stefnir í mest spennandi formannsslag í sambandinu í manna minnum. Björn Einarsson, formaður Víkings, íhugar einnig framboð til formanns.Tilkynningu Guðna má sjá í heild hér að neðan.Ég tel að tímabært sé að koma á nauðsynlegum breytingum á forystu knattspyrnusambandsins en núverandi formaður hefur verið framkvæmdastjóri og formaður sambandsins síðastliðin 20 ár. Með endurnýjun koma nýir kraftar og ferskir vindar sem eru félagasamtökum eins og KSÍ bæði nauðsynlegir og hollir. Framboð mitt mótast af þeirri trú að ég geti skilað góðu starfi fyrir íþróttina sem hefur gefið mér svo margt og mótað mitt líf. Bakgrunnur minn sem áhugamaður með Val í knattspyrnu, atvinnumaður, landsliðsmaður, fyrirliði, lögmaður og foreldri barna í knattspyrnu tel ég vera mjög gott veganesti. Einnig hef ég gengt trúnaðarstörfum fyrir knattspyrnufélagið Val og verið einn af forsvarsmönnum Knattspyrnuakademíu Íslands. Þessi víðtæki bakgrunnur hefur aflað mér dýrmætrar reynslu og víðtækrar og glöggrar innsýnar sem ég tel að muni nýtast mér til að veita íslenskri knattspyrnu öfluga forystu. Verkefnin eru ærin: • Ég vil leiða kröftugt starf KSÍ með virkri umræðu um leiðir til þess að bæta knattspyrnuna í landinu. • Starfið í grasrótinni, hjá félögunum sjálfum um allt land, er hinn eiginlegi grunnur velgengni íslenskrar knattspyrnu. Í því sambandi er menntun þjálfara og fræðsla mér hugleikin sem og öflugt yngri flokka starf almennt. • Nauðsynlegt er að huga sérstaklega að starfinu á landsbyggðinni, aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og þeim kostnaði sem leggst á félög vegna ferðalaga. • Það þarf að efla markaðsstarf fyrir deildirnar og fjölga áhorfendum. • Kvennaknattspyrna er í mikilli sókn og næsta sumar tekur landsliðið þátt í EM í Hollandi. Ég vil sjá KSÍ styðja við stelpurnar okkar af metnaði og einlægum áhuga til að bæta kvennafótboltann enn frekar. • Við getum bætt unglingaþjálfunina og styrkt umgjörð unglingalandsliðanna. • Við viljum halda okkar landsliðum meðal þeirra bestu og og styrkja enn frekar þau faglegu vinnubrögð sem skiluðu karlalandsliði okkar í fremstu röð. • Þörf er á nýjum leikvangi í Laugardal og við þurfum að gæta vel hagsmuna okkar á alþjóðavettvangi. Fyrst og síðast vil ég skila góðu starfi í þágu fótboltans. Það yrði verðugt og spennandi að takast á við það verkefni sem formaður KSÍ. Starfið innan hreyfingarinnar er öflugt en það er alltaf hægt að gera betur og stefna hærra. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Sjá meira
Eftir nokkra íhugun og hvatningu fjölda fólks, innan sem utan knattspyrnuhreyfingarinnar, hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formanns KSÍ á næsta ársþingi þess. Svo segir í yfirlýsingu frá Guðna Bergssyni, fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu og landsliðsmanni. Ljóst er að formannsslagur verður á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar þar sem Geir Þorsteinsson, formaður síðan árið 2007, hyggst sömuleiðis bjóða sig fram. Stefnir í mest spennandi formannsslag í sambandinu í manna minnum. Björn Einarsson, formaður Víkings, íhugar einnig framboð til formanns.Tilkynningu Guðna má sjá í heild hér að neðan.Ég tel að tímabært sé að koma á nauðsynlegum breytingum á forystu knattspyrnusambandsins en núverandi formaður hefur verið framkvæmdastjóri og formaður sambandsins síðastliðin 20 ár. Með endurnýjun koma nýir kraftar og ferskir vindar sem eru félagasamtökum eins og KSÍ bæði nauðsynlegir og hollir. Framboð mitt mótast af þeirri trú að ég geti skilað góðu starfi fyrir íþróttina sem hefur gefið mér svo margt og mótað mitt líf. Bakgrunnur minn sem áhugamaður með Val í knattspyrnu, atvinnumaður, landsliðsmaður, fyrirliði, lögmaður og foreldri barna í knattspyrnu tel ég vera mjög gott veganesti. Einnig hef ég gengt trúnaðarstörfum fyrir knattspyrnufélagið Val og verið einn af forsvarsmönnum Knattspyrnuakademíu Íslands. Þessi víðtæki bakgrunnur hefur aflað mér dýrmætrar reynslu og víðtækrar og glöggrar innsýnar sem ég tel að muni nýtast mér til að veita íslenskri knattspyrnu öfluga forystu. Verkefnin eru ærin: • Ég vil leiða kröftugt starf KSÍ með virkri umræðu um leiðir til þess að bæta knattspyrnuna í landinu. • Starfið í grasrótinni, hjá félögunum sjálfum um allt land, er hinn eiginlegi grunnur velgengni íslenskrar knattspyrnu. Í því sambandi er menntun þjálfara og fræðsla mér hugleikin sem og öflugt yngri flokka starf almennt. • Nauðsynlegt er að huga sérstaklega að starfinu á landsbyggðinni, aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og þeim kostnaði sem leggst á félög vegna ferðalaga. • Það þarf að efla markaðsstarf fyrir deildirnar og fjölga áhorfendum. • Kvennaknattspyrna er í mikilli sókn og næsta sumar tekur landsliðið þátt í EM í Hollandi. Ég vil sjá KSÍ styðja við stelpurnar okkar af metnaði og einlægum áhuga til að bæta kvennafótboltann enn frekar. • Við getum bætt unglingaþjálfunina og styrkt umgjörð unglingalandsliðanna. • Við viljum halda okkar landsliðum meðal þeirra bestu og og styrkja enn frekar þau faglegu vinnubrögð sem skiluðu karlalandsliði okkar í fremstu röð. • Þörf er á nýjum leikvangi í Laugardal og við þurfum að gæta vel hagsmuna okkar á alþjóðavettvangi. Fyrst og síðast vil ég skila góðu starfi í þágu fótboltans. Það yrði verðugt og spennandi að takast á við það verkefni sem formaður KSÍ. Starfið innan hreyfingarinnar er öflugt en það er alltaf hægt að gera betur og stefna hærra.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Sjá meira