Langtímaspáin nær nú til aðfangadags Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2016 10:28 Langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær nú til aðfangadags. Vísir/Vilhelm Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no verður heiðskírt og 10 stiga frost í Reykjavík klukkan sex á aðfangadag. Langtímaspá veðurvefsins nær níu daga fram í tímann en þess ber að geta að slíkar langtímaspár eru ekki áreiðanlegar. Þetta er því skoðað fyrir forvitnisakir en þeir sem hyggja á ferðalög yfir hátíðirnar ættu að fylgjast vel með veðurspám dagana fyrir brottför. Líkt og fyrr segir verður heiðskírt og 10 stiga frost klukkan sex á aðfangadag í Reykjavík samkvæmt þessari spá og búist við hægri breytilegri átt. Yfir daginn verður svipað veður en dagana á undan, Þorláksmessu og fimmtudaginn 22. desember verður svipað veður.Á Ísafirði verður sex stiga frost, hæg norðan átt og snjókoma klukkan sex á aðfangadag samkvæmt spá norska veðurvefsins. Veðrið verður mjög svipað yfir daginn og dagana á undan.Á Akureyri verður 11 stiga frost, hálf skýjað og hæg suðsuðvestanátt. Dagana á undan verður einnig hæg suðlæg átt og kuldi en eitthvað gæti snjóað á fimmtudeginum 22. desember.Á Egilsstöðum verður tíu stiga frost, hálfskýjað og hæg suðlæg átt klukkan sex á aðfangadag. Spáin breytist hratt fyrir Egilsstaði á norska veðurvefnum því í gær var spáð hita við frostmark og rigningu á Þorláksmessu en nú er spáð heiðskíru og 5 til 8 stiga frosti.Á Selfossi verður frost í kringum sjö gráður, heiðskírt og hæg norðan átt klukkan sex á aðfangadag. Búast má við svipuðu veðri dagana á undan ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins.Á vef Veðurstofu Íslands birtist í morgun hugleiðing veðurfræðings sem segir að það muni blása hraustlega af suðaustri í dag og rignir víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Í fyrramálið gengur lægðarmiðja nær landinu og ber með sér hvassa suðvestanátt. Þá gæti vindur orðið byljóttur til dæmis á Norðurlandi, en einnig kólnar og því ekki ólíklegt að síðdegis á morgun verði vart við éljagang um landið vestanvert.Annars lítur langtímaspá Veðurstofu Íslands, sem nær til miðvikudagsins 21. desember, svona út:Á laugardag:Hæg suðlæg átt og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis með rigningu og súld, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig undir kvöld, mildast við suðurströndina.Á sunnudag:Áframhaldandi sunnanátt, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 8-15 vestan til síðdegis með slyddu, en éljum um kvöldið. Kólnandi veður.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Ákveðin suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi, annars snjókoma. Úrkomumest á suðurhelmingi landsins. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Breytileg vindátt og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, annars frost 0 til 5 stig. Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no verður heiðskírt og 10 stiga frost í Reykjavík klukkan sex á aðfangadag. Langtímaspá veðurvefsins nær níu daga fram í tímann en þess ber að geta að slíkar langtímaspár eru ekki áreiðanlegar. Þetta er því skoðað fyrir forvitnisakir en þeir sem hyggja á ferðalög yfir hátíðirnar ættu að fylgjast vel með veðurspám dagana fyrir brottför. Líkt og fyrr segir verður heiðskírt og 10 stiga frost klukkan sex á aðfangadag í Reykjavík samkvæmt þessari spá og búist við hægri breytilegri átt. Yfir daginn verður svipað veður en dagana á undan, Þorláksmessu og fimmtudaginn 22. desember verður svipað veður.Á Ísafirði verður sex stiga frost, hæg norðan átt og snjókoma klukkan sex á aðfangadag samkvæmt spá norska veðurvefsins. Veðrið verður mjög svipað yfir daginn og dagana á undan.Á Akureyri verður 11 stiga frost, hálf skýjað og hæg suðsuðvestanátt. Dagana á undan verður einnig hæg suðlæg átt og kuldi en eitthvað gæti snjóað á fimmtudeginum 22. desember.Á Egilsstöðum verður tíu stiga frost, hálfskýjað og hæg suðlæg átt klukkan sex á aðfangadag. Spáin breytist hratt fyrir Egilsstaði á norska veðurvefnum því í gær var spáð hita við frostmark og rigningu á Þorláksmessu en nú er spáð heiðskíru og 5 til 8 stiga frosti.Á Selfossi verður frost í kringum sjö gráður, heiðskírt og hæg norðan átt klukkan sex á aðfangadag. Búast má við svipuðu veðri dagana á undan ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins.Á vef Veðurstofu Íslands birtist í morgun hugleiðing veðurfræðings sem segir að það muni blása hraustlega af suðaustri í dag og rignir víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Í fyrramálið gengur lægðarmiðja nær landinu og ber með sér hvassa suðvestanátt. Þá gæti vindur orðið byljóttur til dæmis á Norðurlandi, en einnig kólnar og því ekki ólíklegt að síðdegis á morgun verði vart við éljagang um landið vestanvert.Annars lítur langtímaspá Veðurstofu Íslands, sem nær til miðvikudagsins 21. desember, svona út:Á laugardag:Hæg suðlæg átt og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis með rigningu og súld, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig undir kvöld, mildast við suðurströndina.Á sunnudag:Áframhaldandi sunnanátt, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 8-15 vestan til síðdegis með slyddu, en éljum um kvöldið. Kólnandi veður.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Ákveðin suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi, annars snjókoma. Úrkomumest á suðurhelmingi landsins. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Breytileg vindátt og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, annars frost 0 til 5 stig.
Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira