Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Þorgeir Helgason skrifar 17. desember 2016 07:00 Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. „Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verkfallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á miðvikudagskvöld þegar helstu stéttarfélög sjómanna höfnuðu kjarasamningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fiskvinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri vinnslunnar. Framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fiskafurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði töluvert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaranlegt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verkfallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á miðvikudagskvöld þegar helstu stéttarfélög sjómanna höfnuðu kjarasamningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fiskvinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri vinnslunnar. Framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fiskafurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði töluvert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaranlegt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira