Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 14:46 Bjarni og Katrín munu halda fundi sínum áfram í dag. Fundinum í gær lauk ekki að sögn Katrinar. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. Þetta segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann segir auðvelt að halda því fram að nú ríki stjórnarkreppa í landinu. „Við hittumst í dag og þar var niðurstaðan að við myndum ekki halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni. Aðspurður kveðst hann ekki eiga í viðræðum við neinn nú. „Eftir þessar tæpu fimm vikur sem eru liðnar eru frá kosningum hefur margt skýrst og eitt af því sem hefur ítrekað komið fram er að það hafa allir flokkar tekið fyrir viðræður við stjórnarflokkana saman og þegar fyrir liggur að við náum ekki saman við Vinstri græna og að því gefnu að annað breytist ekki að þá væri raunar eini kosturinn sem ekki var fullrannsakaður að við myndum ræða við Bjarta framtíð og Viðreisn en ég tek eftir því að þeir sækjast heldur eftir fimm flokka samstarfi og við þær aðstæður erum við ekki í samtali við neinn,“ segir Bjarni.Vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn Hann segir að það hafi að sínu mati bæði verið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG að eiga í þeim viðræðum sem staðið hafa undanfarna daga. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var mjög mikilvægt að þessir tveir stærstu flokkar tækju samtal miðað þá stöðu sem var komin upp og þá hygg ég að það hafi verið gott fyrir báða flokka að gera það. Þetta var málefnalegt samtal þar sem menn komu að borðinu af fullri alvöru til þess að láta á það reyna hvort hægt væri að brúa málefnalegan ágreining en eftir nokkra daga samtal og sömuleiðis eftir að hafa rætt hvort það væri hægt með þessa tvo flokka að mynda samhenta og starfhæfa ríkisstjórn þá var þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni. Hann segir að það séu vonbrigði að stjórnmálaflokkunum hafi ekki auðnast að mynda ríkisstjórn. „Þetta eru talsverð vonbrigði. Vonbrigðin liggja í því að okkur á vettvangi stjórnmálanna auðnist ekki að mynda góða ríkisstjórn þegar svo margt gengur okkur í haginn.“ Þá segir hann aðspurður að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu. „Já, ég myndi segja að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið og engir flokkar eiga í formlegum viðræðum.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. Þetta segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann segir auðvelt að halda því fram að nú ríki stjórnarkreppa í landinu. „Við hittumst í dag og þar var niðurstaðan að við myndum ekki halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni. Aðspurður kveðst hann ekki eiga í viðræðum við neinn nú. „Eftir þessar tæpu fimm vikur sem eru liðnar eru frá kosningum hefur margt skýrst og eitt af því sem hefur ítrekað komið fram er að það hafa allir flokkar tekið fyrir viðræður við stjórnarflokkana saman og þegar fyrir liggur að við náum ekki saman við Vinstri græna og að því gefnu að annað breytist ekki að þá væri raunar eini kosturinn sem ekki var fullrannsakaður að við myndum ræða við Bjarta framtíð og Viðreisn en ég tek eftir því að þeir sækjast heldur eftir fimm flokka samstarfi og við þær aðstæður erum við ekki í samtali við neinn,“ segir Bjarni.Vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn Hann segir að það hafi að sínu mati bæði verið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG að eiga í þeim viðræðum sem staðið hafa undanfarna daga. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var mjög mikilvægt að þessir tveir stærstu flokkar tækju samtal miðað þá stöðu sem var komin upp og þá hygg ég að það hafi verið gott fyrir báða flokka að gera það. Þetta var málefnalegt samtal þar sem menn komu að borðinu af fullri alvöru til þess að láta á það reyna hvort hægt væri að brúa málefnalegan ágreining en eftir nokkra daga samtal og sömuleiðis eftir að hafa rætt hvort það væri hægt með þessa tvo flokka að mynda samhenta og starfhæfa ríkisstjórn þá var þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni. Hann segir að það séu vonbrigði að stjórnmálaflokkunum hafi ekki auðnast að mynda ríkisstjórn. „Þetta eru talsverð vonbrigði. Vonbrigðin liggja í því að okkur á vettvangi stjórnmálanna auðnist ekki að mynda góða ríkisstjórn þegar svo margt gengur okkur í haginn.“ Þá segir hann aðspurður að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu. „Já, ég myndi segja að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið og engir flokkar eiga í formlegum viðræðum.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15
Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00