

Bannið vandræðaskatta í stjórnarskrá
Í Danmörku er nýlokið stjórnarkreppu þar sem meðal annars var tekist á um skattamál. Stjórnmálamenn þar í landi eru að miklu leyti sammála um æskilegar megináherslur. Flokkum gengur hins vegar illa að ganga í takt að markmiðinu. Nú síðast var deiluefnið vandræðaskattur á fasteignir. Á síðustu 20 árum hafa fasteignir, lóðir o.s.frv. hækkað langt umfram verðlag í löndum eins og til dæmis Danmörku og Svíþjóð. Ef skattstofn er byggður á metnu verðmæti eigna blasir við að hætt er við að þannig skattar gangi ekki í takt við verðlag og virki sem bóluskattar.
Í báðum þessum löndum sáu menn sitt óvænna í umhverfi hækkandi eignaverðs og frystu fasteignaskatta í þeirri krónutölu sem gilti 2001. Ef til vill var þetta hugsað sem tímabundin ráðstöfun en verðhækkanir á eignamörkuðum héldu áfram og á árunum 2005-2008 tóku Svíar ærlega til í skattkerfinu varðandi svona skatta. Allir eignaskattar, skattar á gjafir, erfðir og eignir voru afnumdir og fasteignaskattur til sveitarfélaga skilgreindur í krónutölu, til dæmis ákveðinn krónutölufjöldi á einbýlishús. Hugmyndin er að skattheimta sveitarfélags af fasteign skuli ráðast af þeirri þjónustu sem veitt er en ekki af áætluðum söluhagnaði. Menn höfðu lengi vitað að skattstofnar af þessari gerð eru illkynja.
Danir hafa ekki enn verið svo lánsamir að ryðja þessu út úr kerfinu hjá sér. Dönsk sveitarfélög hafa haft til ráðstöfunar ákveðna gerð af lóðaskatti, grundskyld, sem leggst á virði lóðar. Sá skattur hefur ekki verið frystur og hækkað mikið umfram almennt verðlag. Pólitíska slagorðið, að ekki skuli skattleggja fólk út úr húsum sínum (ingen skal beskattes ud af sin bolig) hefur orðið til því lífeyrisþegar í gömlum litlum skuldlausum húsum en með stóra lóð hafa fengið á sig grófar hækkanir langt umfram eigin tekjuþróun.
Stjórnmálamenn hafa rætt um að sameina skattstofnana, fasteignaskatt, ejendomsværdiskat, sem reiknast af markaðsvirði íbúðar og lóðarskattinn. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt því að þetta hefði í för með sér skattahækkun hjá sumum og skattalækkun hjá öðrum. Í nýjum stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar er nú talað um að frysta líka lóðarskattinn í krónutölunni sem gilti 2015 (vandræðalending). Upphaflega átti frystingin að gilda til 2020 en nú ræða menn hvernig skattareglunar skuli vera eftir 2020-2025.
Hér er sænska útfærslan greinilega vandræðaminni en sú danska. Við höfum heyrt ljótar sögur um lífeyrisþega sem í sínu virka lífi greiddu upp skuldir sínar og þurfa síðan að selja eða veðsetja eignir til að eiga fyrir sköttum. Áður en svona skattar voru lagðir niður í Svíþjóð voru sagðar sögur af netagerðarmönnum sem lentu í því að nýríkir bankamenn keyptu netaskúra við hliðina á þeim og spenntu upp skattstofninn. Hæfni netagerðarmanna til skattgreiðslu jókst ekki vegna ríku nágrannanna.
Svipaðar sögur eru nú sagðar í Reykjavík um gamalgróin fyrirtæki sem horfast í augu við að opinberar aðilar hyggi á skattahækkanir vegna þess að verðmat nærliggjandi húsnæði hækkar, eða jafnvel að verið sé að skipta um reikniformúlur við verðmatið. Ef Bill Gates félli frá blasir við að það væri ekki skynsamlegt að þvinga erfingja til að selja mikið magn hlutabréfa til að eiga fyrir sköttum.
Hvatning til stjórnarskrársmiða
Hópur hugsjónafólks hefur undanfarin ár unnið við endurhönnun stjórnarskrárinnar. Hér er því gullið tækifæri að hnykkja á eignarréttinum í stjórnarskránni þannig að eignaskattar og aðrir slíkir þar sem skattstofninn er matsvirði eignar (erfðaskattur, fasteignaskattur o.fl.) séu fortakslaust bannaðir í stjórnarskrá. Ef skattstofn er matsvirði eignar er um eignaupptöku að ræða. Æskilegt er að fasteignaskattar framtíðarinnar verði þannig að íbúðarkaupendur þyrftu ekki að verða fyrir forsendubresti vegna þess að sveitarstjórn dettur skyndilega í hug að snarhækka skatt á eignir.
Ef Íslendingar fara sænsku leiðina í þessu máli væri skynsamlegt að fara í áföngum, t.d. á 5-10 árum, að markinu. Verðhækkun eigna á ekki að vera grundvöllur aukinnar eyðslu, hvorki hjá einkaaðlinum, fyrirtækjum né hinu opinbera. Að minnsta kosti á að fara mjög gætilega á þeirri braut. Annars kann illa að fara þegar verðfallið kemur. Eyðslu á að fjármagna með tekjum.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar