Bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka stjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 21:35 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kveðst bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þingflokkur Pírata fundaði í dag um hvernig nálgast skuli komandi stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm en stefnt er á að fyrsti formlegi fundurinn verði á mánudag. „Í dag höfum við aðallega bara verið að fara yfir verkferla og reyna að finna út hvernig væri best og ákjósanlegt að vinna áfram þá vinnu sem var komin af stað og komin langt á veg með,“ sagði Smári í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að málefnalega sé ekki langt á milli flokkanna þó þeir séu vissulega ólíkir og með ólíkar áherslur. „En það er mikill vilji til þess að ná saman og ég vona að allir flokkarnir leggi sitt af mörkum við að miðla málum og komast að góðri niðurstöðu.“Ekki fullreynt að mynda fimm flokka stjórn Varðandi það hvað sé öðruvísi nú en fyrir tæpum tveimur vikum þegar upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fimm segir Smári að margir hafi viljað meina að þá hafi ekki verið fullreynt á mögulegt samstarf. „Nú ætlum við að láta þetta verða fullreynt áður en við gefumst upp og ég sé enga ástæðu til þess að við gefumst upp vegna þess að þetta var komið það langt. Flokkarnir ættu alveg að geta náð sameiginlegri lendingu og við ættum að geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Smári.Sitt sýnist hverjum um ákvörðun forsetans Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Enginn hafði verið með umboðið síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði því á miðvikudaginn í seinustu viku en ekki virðast allir á eitt sáttir með að Birgitta hafi fengið umboðið frá forseta. Þannig hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagt að það hafi verið óþarfi hjá Guðna að láta umboðið í hendurnar á Birgittu og samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, sagði í dag að það hafi verið mistök hjá forsetanum að fela einhverjum umboðið á þessum tímapunkti. Í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag sagði Birgitta að það hefði komið henni nokkuð á óvart að fá umboðið í gær þar sem hún taldi að forsetinn myndi láta helgina líða áður en hann tæki ákvörðun um hver myndi fá umboðið. Þá kvaðst hún vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skiptið, það er að fyrirkomulag þeirra verði flatara og að enginn einn sitji við „endann á borðinu.“ Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kveðst bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þingflokkur Pírata fundaði í dag um hvernig nálgast skuli komandi stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm en stefnt er á að fyrsti formlegi fundurinn verði á mánudag. „Í dag höfum við aðallega bara verið að fara yfir verkferla og reyna að finna út hvernig væri best og ákjósanlegt að vinna áfram þá vinnu sem var komin af stað og komin langt á veg með,“ sagði Smári í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að málefnalega sé ekki langt á milli flokkanna þó þeir séu vissulega ólíkir og með ólíkar áherslur. „En það er mikill vilji til þess að ná saman og ég vona að allir flokkarnir leggi sitt af mörkum við að miðla málum og komast að góðri niðurstöðu.“Ekki fullreynt að mynda fimm flokka stjórn Varðandi það hvað sé öðruvísi nú en fyrir tæpum tveimur vikum þegar upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fimm segir Smári að margir hafi viljað meina að þá hafi ekki verið fullreynt á mögulegt samstarf. „Nú ætlum við að láta þetta verða fullreynt áður en við gefumst upp og ég sé enga ástæðu til þess að við gefumst upp vegna þess að þetta var komið það langt. Flokkarnir ættu alveg að geta náð sameiginlegri lendingu og við ættum að geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Smári.Sitt sýnist hverjum um ákvörðun forsetans Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Enginn hafði verið með umboðið síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði því á miðvikudaginn í seinustu viku en ekki virðast allir á eitt sáttir með að Birgitta hafi fengið umboðið frá forseta. Þannig hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagt að það hafi verið óþarfi hjá Guðna að láta umboðið í hendurnar á Birgittu og samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, sagði í dag að það hafi verið mistök hjá forsetanum að fela einhverjum umboðið á þessum tímapunkti. Í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag sagði Birgitta að það hefði komið henni nokkuð á óvart að fá umboðið í gær þar sem hún taldi að forsetinn myndi láta helgina líða áður en hann tæki ákvörðun um hver myndi fá umboðið. Þá kvaðst hún vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skiptið, það er að fyrirkomulag þeirra verði flatara og að enginn einn sitji við „endann á borðinu.“
Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54