Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 12:54 Birgitta Jónsdóttir á Bessastöðum í gær. Vísir/Eyþór Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist „örugglega ætla að vera í sambandi við forsetann á morgun“ þrátt fyrir að einungis sé liðinn tæplega sólarhringur frá því að Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar. Hún vonast til þess að næstu stjórnarmyndunarviðræður verði „Píratalegri“ í þetta skiptið. Birgitta, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, segir að boðunin á Bessastaði hafi verið óvænt. Hún hafi í fyrsta lagi búist við kallinu frá Guðna eftir helgi.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBirgitta segist þó hvergi bangin. Fólk hafi mikið rætt saman áður en „hið táknræna umboð“ féll í skaut Pírata og því ætti að vera vel hægt að vinna úr stöðunni sem nú er uppi. Tíminn verði nú nýttur til undirbúnings þannig að taka megi aftur upp þræðina þar sem frá var horfið í fimm flokka-viðræðunum undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þó megi búast við því að viðræðurnar verði með öðru sniði í þessari tilraun. Birgitta segist vilja hafa þær „Píratalegri“ eins og hún orðar það, fyrirkomulagið verði flatara þannig að það verði í raun enginn sem sitji við „endann á borðinu.“ Viðræðurnar verði þá vonandi til þess að ekki þurfi að koma til myndunar þjóðstjórnar, sem Birgitta segir að ekki sé enn tímabært að tala um líkt og Katrín Jakobsdóttir hefur gert síðustu daga. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn. Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist „örugglega ætla að vera í sambandi við forsetann á morgun“ þrátt fyrir að einungis sé liðinn tæplega sólarhringur frá því að Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar. Hún vonast til þess að næstu stjórnarmyndunarviðræður verði „Píratalegri“ í þetta skiptið. Birgitta, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, segir að boðunin á Bessastaði hafi verið óvænt. Hún hafi í fyrsta lagi búist við kallinu frá Guðna eftir helgi.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBirgitta segist þó hvergi bangin. Fólk hafi mikið rætt saman áður en „hið táknræna umboð“ féll í skaut Pírata og því ætti að vera vel hægt að vinna úr stöðunni sem nú er uppi. Tíminn verði nú nýttur til undirbúnings þannig að taka megi aftur upp þræðina þar sem frá var horfið í fimm flokka-viðræðunum undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þó megi búast við því að viðræðurnar verði með öðru sniði í þessari tilraun. Birgitta segist vilja hafa þær „Píratalegri“ eins og hún orðar það, fyrirkomulagið verði flatara þannig að það verði í raun enginn sem sitji við „endann á borðinu.“ Viðræðurnar verði þá vonandi til þess að ekki þurfi að koma til myndunar þjóðstjórnar, sem Birgitta segir að ekki sé enn tímabært að tala um líkt og Katrín Jakobsdóttir hefur gert síðustu daga. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.
Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15