Brady sá sigursælasti frá upphafi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 10:30 Stuðningsmenn Patriots voru með þetta allt á hreinu í gær. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. Þá leiddi hann sitt lið til sigurs gegn LA Rams. Þetta var 201. sigurleikur Brady með Patriots og enginn leikstjórnandi hefur unnið jafn marga leiki. Peyton Manning átti metið sem var 200 sigrar en Brady jafnaði það fyrir viku síðan og sló síðan í gær.Hér má sjá innslag um magnaða sigurgöngu Brady í NFL-deildinni.Tom Brady: the winningest quarterback in NFL history. pic.twitter.com/oFVdVnC5tC — New England Patriots (@Patriots) December 4, 2016 Dallas Cowboys varð svo fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Liðið þurfti ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Tap Washington gegn gegn Arizona gerði það að verkum að Dallas er komið með öruggt sæti í úrslitakeppninni en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.PLAYOFFS. The journey continues. — Ezekiel Elliott (@EzekielElliott) December 5, 2016 Pittsburgh Steelers vann mjög mikilvægan sigur á NY Giants á heimavelli sínum og batt um leið endi á sex leikja sigurgöngu Giants. Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og staða Steelers var mun erfiðari fyrir leikinn. Liðið varð að vinna og gerði það. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var mjög traustur og leiddi lið sitt áfram. Hlauparinn Le'Veon Bell var frábær og útherjinn Antonio Brown greip flesta bolta og skoraði eitt snertimark. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér.Haunting cornerbacks dreams since '88 and '92 !! @OBJ_3#callGodpic.twitter.com/406a8qVJYG — Antonio Brown (@AntonioBrown) December 5, 2016 Seattle sendi út skýr skilaboð gegn silfurliði síðasta árs, Carolina. Seattle valtaði yfir gestina og undirstrikaði enn á að liðið ætlar sér stóra hluti. Hlauparinn Thomas Rawls hefur náð fullri heilsu og sýndi allar sínar bestu hliðar. Skoraði tvö snertimörk og var hreinlega óstöðvandi. Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt því leikstjórnandi Carolina, Cam Newton, var bekkjaður fyrir að brjóta reglur um klæðaburð hjá félaginu. Derek Anderson byrjaði því leikinn en í fyrsta kerfi misheppnaðist sending hans og Seattle stal boltanum. Anderson var fljótur að fara á bekkinn en það breytti engu því það var ekkert að fara að stöðva Seattle í nótt. Sjá má tilþrifin úr þeim leik hér.Úrslit: Atlanta-Kansas City 28-29 Baltimore-Miami 38-6 Chicago-San Francisco 26-6 Cincinnati-Philadelphia 32-14 Green Bay-Houston 21-13 Jacksonville-Denver 10-20 New England-LA Rams 26-10 New Orleans-Detroit 13-28 Oakland-Buffalo 38-24 Arizona-Washington 31-23 Pittsburgh-NY Giants 24-14 San Diego-Tampa Bay 21-28 Seattle-Carolina 40-7Í nótt: NY Jets - IndianapolisStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. Þá leiddi hann sitt lið til sigurs gegn LA Rams. Þetta var 201. sigurleikur Brady með Patriots og enginn leikstjórnandi hefur unnið jafn marga leiki. Peyton Manning átti metið sem var 200 sigrar en Brady jafnaði það fyrir viku síðan og sló síðan í gær.Hér má sjá innslag um magnaða sigurgöngu Brady í NFL-deildinni.Tom Brady: the winningest quarterback in NFL history. pic.twitter.com/oFVdVnC5tC — New England Patriots (@Patriots) December 4, 2016 Dallas Cowboys varð svo fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Liðið þurfti ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Tap Washington gegn gegn Arizona gerði það að verkum að Dallas er komið með öruggt sæti í úrslitakeppninni en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.PLAYOFFS. The journey continues. — Ezekiel Elliott (@EzekielElliott) December 5, 2016 Pittsburgh Steelers vann mjög mikilvægan sigur á NY Giants á heimavelli sínum og batt um leið endi á sex leikja sigurgöngu Giants. Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og staða Steelers var mun erfiðari fyrir leikinn. Liðið varð að vinna og gerði það. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var mjög traustur og leiddi lið sitt áfram. Hlauparinn Le'Veon Bell var frábær og útherjinn Antonio Brown greip flesta bolta og skoraði eitt snertimark. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér.Haunting cornerbacks dreams since '88 and '92 !! @OBJ_3#callGodpic.twitter.com/406a8qVJYG — Antonio Brown (@AntonioBrown) December 5, 2016 Seattle sendi út skýr skilaboð gegn silfurliði síðasta árs, Carolina. Seattle valtaði yfir gestina og undirstrikaði enn á að liðið ætlar sér stóra hluti. Hlauparinn Thomas Rawls hefur náð fullri heilsu og sýndi allar sínar bestu hliðar. Skoraði tvö snertimörk og var hreinlega óstöðvandi. Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt því leikstjórnandi Carolina, Cam Newton, var bekkjaður fyrir að brjóta reglur um klæðaburð hjá félaginu. Derek Anderson byrjaði því leikinn en í fyrsta kerfi misheppnaðist sending hans og Seattle stal boltanum. Anderson var fljótur að fara á bekkinn en það breytti engu því það var ekkert að fara að stöðva Seattle í nótt. Sjá má tilþrifin úr þeim leik hér.Úrslit: Atlanta-Kansas City 28-29 Baltimore-Miami 38-6 Chicago-San Francisco 26-6 Cincinnati-Philadelphia 32-14 Green Bay-Houston 21-13 Jacksonville-Denver 10-20 New England-LA Rams 26-10 New Orleans-Detroit 13-28 Oakland-Buffalo 38-24 Arizona-Washington 31-23 Pittsburgh-NY Giants 24-14 San Diego-Tampa Bay 21-28 Seattle-Carolina 40-7Í nótt: NY Jets - IndianapolisStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Sjá meira