Magnaður endasprettur Grindvíkinga í bikarnum | Myndir frá auðveldum sigri KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 21:02 Grindavík og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta í kvöld en með afar ólíkum hætti. KR-ingar unnu risasigur á einu besta liði 1. deildar en Grindvíkinga risu upp frá dauðum í lokin á móti ÍR.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik KR og Fjölnis í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan.Grindvíkingar voru tíu stigum undir á móti ÍR aðeins fimm mínútum fyrir leikslok en snéru leiknum við á lokakaflanum og unnu 93-86. ÍR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 35-23 og voru ellefu stigum yfir í hálfleik, 57-45. ÍR-liðið var enn með níu stiga forystu, 72-63, fyrir lokaleikhlutann. Þegar sjö mínútur voru eftir þá var ÍR-liðið með tíu stiga forskot, 75-65, en Grindvíkingar skoruðu þá tíu stig í röð og jöfnuðu metin í 75-75. Síðustu fimm mínútur leiksins voru síðan æsispennandi. ÍR náði aftur fjögurra stiga forystu en hún dugði skammt og Þorleifur Ólafsson kom Grindavík yfir í fyrsta sinn í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok. ÍR-ingurinn Quincy Hankins-Cole fékk þá á sig óíþróttamannslega villu og Grindavíkingar náðu fimm stiga sókn sem kom þeim í 85-81. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu eftir það og tryggðu sér sjö stiga sigur. Þeir unnu þar með fimm síðustu mínútur leiksins. 28-11. Lewis Clinch var með 18 stig og 6 stoðsendingar fyrir Grindavík, Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig, Dagur Kár Jónsson var með 14 stig, Þorleifur Ólafsson var með 13 stig og 10 fráköst og Ómar Sævarsson bætti við 10 stigum og 16 fráköstum. Quincy Hankins-Cole skoraði 26 stig fyrir ÍR og Kristinn Marinósson var með 22 stig.KR-ingar unnu afar öruggan 50 stiga sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 115-65. Fjölnismenn eru í toppbaráttunni í 1. deildinni en þeir áttu ekki mikla möguleika á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. KR vann fyrsta leikhlutann 36-24 og var átján stigum yfir í hálfleik, 58-40. KR-ingar unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum, þannig þriðja 33-15 og þann fjórða 24-10. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var atkvæðamestur í KR-liðinu með 28 stig og 6 stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson skoraði 21 stig á 23 mínútum og Cedrick Taylor Bowen var með 18 stig. Collin Anthony Pryor skoraði 18 stig fyrir Fjölnisliðið.VísirÞórir Guðmundur Þorbjarnarson fór á kostum í kvöld.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Grindavík og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta í kvöld en með afar ólíkum hætti. KR-ingar unnu risasigur á einu besta liði 1. deildar en Grindvíkinga risu upp frá dauðum í lokin á móti ÍR.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik KR og Fjölnis í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan.Grindvíkingar voru tíu stigum undir á móti ÍR aðeins fimm mínútum fyrir leikslok en snéru leiknum við á lokakaflanum og unnu 93-86. ÍR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 35-23 og voru ellefu stigum yfir í hálfleik, 57-45. ÍR-liðið var enn með níu stiga forystu, 72-63, fyrir lokaleikhlutann. Þegar sjö mínútur voru eftir þá var ÍR-liðið með tíu stiga forskot, 75-65, en Grindvíkingar skoruðu þá tíu stig í röð og jöfnuðu metin í 75-75. Síðustu fimm mínútur leiksins voru síðan æsispennandi. ÍR náði aftur fjögurra stiga forystu en hún dugði skammt og Þorleifur Ólafsson kom Grindavík yfir í fyrsta sinn í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok. ÍR-ingurinn Quincy Hankins-Cole fékk þá á sig óíþróttamannslega villu og Grindavíkingar náðu fimm stiga sókn sem kom þeim í 85-81. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu eftir það og tryggðu sér sjö stiga sigur. Þeir unnu þar með fimm síðustu mínútur leiksins. 28-11. Lewis Clinch var með 18 stig og 6 stoðsendingar fyrir Grindavík, Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig, Dagur Kár Jónsson var með 14 stig, Þorleifur Ólafsson var með 13 stig og 10 fráköst og Ómar Sævarsson bætti við 10 stigum og 16 fráköstum. Quincy Hankins-Cole skoraði 26 stig fyrir ÍR og Kristinn Marinósson var með 22 stig.KR-ingar unnu afar öruggan 50 stiga sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 115-65. Fjölnismenn eru í toppbaráttunni í 1. deildinni en þeir áttu ekki mikla möguleika á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. KR vann fyrsta leikhlutann 36-24 og var átján stigum yfir í hálfleik, 58-40. KR-ingar unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum, þannig þriðja 33-15 og þann fjórða 24-10. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var atkvæðamestur í KR-liðinu með 28 stig og 6 stoðsendingar en Brynjar Þór Björnsson skoraði 21 stig á 23 mínútum og Cedrick Taylor Bowen var með 18 stig. Collin Anthony Pryor skoraði 18 stig fyrir Fjölnisliðið.VísirÞórir Guðmundur Þorbjarnarson fór á kostum í kvöld.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira