Fjölmargir mættu til að sjá hið gamla lifna við - Myndir Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2016 17:00 66°Norður hélt skemmtilega kynningu á nýrri afmælislínu af tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Íslenska útivistarmerkið á rætur að rekja til ársins 1926 þegar stofnandi þess, Hans Kristjánsson, hóf að framleiða fatnað á íslenska sjómenn. Í tilefni afmælisins hefur verið gerð lítil afmælislína þar sem finna má nokkrar flíkur sem ættu að vera landsmönnum vel kunnar. Um er að ræða endurgerðir af vinsælum flíkum í gegnum tíðina en einnig nýjar þar sem sóttur hefur verið innblástur í arfleifð fyrirtækisins. Á meðal flíka sem má finna í línunni er Kría útivistarjakkinn sem var ansi áberandi á tíunda áratugnum. Hann er núna kominn í óbreyttu sniði en úr tæknilegu efni frá Polartec sem gerir hann að mjög góðan alhliða útivistarjakka í 90‘s sniði. Í línunni má einnig finna Kríu flíspeysuna og Kraft gallann sem varla þarf að kynna fyrir Íslendingum. Kraft gallinn var nánast einkennisbúningur íslenskra ungmenna á tímabili og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að festa sig aftur í sessi. Margt góðra gesta kíkti á kynninguna sem haldin var í verslun 66°Norður á Laugavegi. Logi Petro spilaði tónlist og myndaðist góð stemmning á meðan kynningunni stóð. Hér að ofan má sjá myndir úr teitinu. Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
66°Norður hélt skemmtilega kynningu á nýrri afmælislínu af tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Íslenska útivistarmerkið á rætur að rekja til ársins 1926 þegar stofnandi þess, Hans Kristjánsson, hóf að framleiða fatnað á íslenska sjómenn. Í tilefni afmælisins hefur verið gerð lítil afmælislína þar sem finna má nokkrar flíkur sem ættu að vera landsmönnum vel kunnar. Um er að ræða endurgerðir af vinsælum flíkum í gegnum tíðina en einnig nýjar þar sem sóttur hefur verið innblástur í arfleifð fyrirtækisins. Á meðal flíka sem má finna í línunni er Kría útivistarjakkinn sem var ansi áberandi á tíunda áratugnum. Hann er núna kominn í óbreyttu sniði en úr tæknilegu efni frá Polartec sem gerir hann að mjög góðan alhliða útivistarjakka í 90‘s sniði. Í línunni má einnig finna Kríu flíspeysuna og Kraft gallann sem varla þarf að kynna fyrir Íslendingum. Kraft gallinn var nánast einkennisbúningur íslenskra ungmenna á tímabili og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að festa sig aftur í sessi. Margt góðra gesta kíkti á kynninguna sem haldin var í verslun 66°Norður á Laugavegi. Logi Petro spilaði tónlist og myndaðist góð stemmning á meðan kynningunni stóð. Hér að ofan má sjá myndir úr teitinu.
Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira