Uppsveiflu Trumps lýkur fyrir páska Lars Christensen skrifar 7. desember 2016 09:00 Eitt sem er sérlega hrífandi í hagfræðinni er mikilvægi væntinganna. Neytendur og fjárfestar eru yfirleitt framsýnir og það þýðir að breytingar á hagstefnu hafa oft áhrif jafnvel áður en þær koma til framkvæmda. Dæmi um þetta eru væntingar um breytingar á peningamálastefnu. Þannig er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti um 0,25 prósent í næstu viku. Þetta þýðir að ef við lítum á markaðina þá hefur stýrivaxtahækkunin þegar að miklu leyti verið tekin inn í verð á gjaldeyris-, skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðunum. Þetta þýðir að seðlabankinn hefur í raun nú þegar hert peningamálastefnuna, sem þýðir líka að væntanleg vaxtahækkun í næstu viku hefur nú þegar áhrif á bandaríska hagkerfið. Það sama á í rauninni við um Donald Trump. Hann hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna en tekur ekki við fyrr en seinni partinn í janúar. Þetta þýðir samt ekki að hagstefna hans hafi ekki nú þegar áhrif. Raunar hafa markaðirnir nú þegar brugðist frekar sterkt við þessari (væntanlegu) stefnu og það lítur út fyrir að markaðirnir búist við að Trump-hagfræðin styrki bandaríska hagkerfið – að minnsta kosti að vissu leyti. Þannig hafa verðbréfamarkaðir hækkað og það sama á við um vexti ríkisskuldabréfa og verðbólguvæntingar markaðanna. Sú staðreynd að markaðirnir skuli nú þegar bregðast við – sennilega við væntanlegri slökun á peningamálastefnu í formi skattalækkana og fjárfestinga í innviðum – þýðir að við munum sennilega sjá betri þjóðhagfræðilegar tölur í Bandaríkjunum frekar fljótt, sennilega áður enTrump tekur við embætti 21. janúar. Hins vegar gæti þessi „uppsveifla“ orðið frekar skammvinn. Þannig hefur bandaríski verðbréfamarkaðurinn hresst vegna væntinga um skattalækkanir og umfangsmiklar innviðaframkvæmdir, sem einnig hafa valdið auknum verðbólguvæntingum. Auknum verðbólguvæntingum hefur verið fagnað þar sem væntingarnar hafa verið undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hins vegar, þar sem verðbólguvæntingar (til meðallangs tíma) hafa nú farið örlítið upp fyrir tvö prósent gera fjárfestar sér líka grein fyrir að seðlabankinn muni bregðast við þessu með meiri stýrivaxtahækkun. Svo þótt væntanleg slökun í ríkisfjármálum stuðli að aukinni heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu er líklegt að væntanleg aðhaldsstefna í peningamálum muni að fullu vega upp á móti auknum hagvexti. Með öðrum orðum: Þegar ljóst verður að verðbólgan fari líklega yfir tvö prósent mun óttinn við herta peningamálastefnu draga úr trú fjárfesta á varanleika Trump-uppsveiflunnar. Þess vegna er „pláss“ fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum til skamms tíma þar sem verðbólguvæntingar voru undir tveimur prósentum þegar Trump var kosinn, en frekar mikil og hröð aukning verðbólguvæntinga þýðir að hagvaxtaraukningin gæti orðið skammvinn. Að lokum skal á það bent að Seðlabankinn er mjög líklegur til að reyna að halda aftur af „Trump-uppsveiflunni“ þar sem hún gæti valdið aukinni verðbólgu. Annað atriði er að verndarstefnutal Trumps sjálfs gæti valdið miklum skaða á bandaríska hagkerfinu. Svo við skulum fagna „Trump-uppsveiflunni“ núna – hún gæti vel verið afstaðin fyrir páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Eitt sem er sérlega hrífandi í hagfræðinni er mikilvægi væntinganna. Neytendur og fjárfestar eru yfirleitt framsýnir og það þýðir að breytingar á hagstefnu hafa oft áhrif jafnvel áður en þær koma til framkvæmda. Dæmi um þetta eru væntingar um breytingar á peningamálastefnu. Þannig er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti um 0,25 prósent í næstu viku. Þetta þýðir að ef við lítum á markaðina þá hefur stýrivaxtahækkunin þegar að miklu leyti verið tekin inn í verð á gjaldeyris-, skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðunum. Þetta þýðir að seðlabankinn hefur í raun nú þegar hert peningamálastefnuna, sem þýðir líka að væntanleg vaxtahækkun í næstu viku hefur nú þegar áhrif á bandaríska hagkerfið. Það sama á í rauninni við um Donald Trump. Hann hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna en tekur ekki við fyrr en seinni partinn í janúar. Þetta þýðir samt ekki að hagstefna hans hafi ekki nú þegar áhrif. Raunar hafa markaðirnir nú þegar brugðist frekar sterkt við þessari (væntanlegu) stefnu og það lítur út fyrir að markaðirnir búist við að Trump-hagfræðin styrki bandaríska hagkerfið – að minnsta kosti að vissu leyti. Þannig hafa verðbréfamarkaðir hækkað og það sama á við um vexti ríkisskuldabréfa og verðbólguvæntingar markaðanna. Sú staðreynd að markaðirnir skuli nú þegar bregðast við – sennilega við væntanlegri slökun á peningamálastefnu í formi skattalækkana og fjárfestinga í innviðum – þýðir að við munum sennilega sjá betri þjóðhagfræðilegar tölur í Bandaríkjunum frekar fljótt, sennilega áður enTrump tekur við embætti 21. janúar. Hins vegar gæti þessi „uppsveifla“ orðið frekar skammvinn. Þannig hefur bandaríski verðbréfamarkaðurinn hresst vegna væntinga um skattalækkanir og umfangsmiklar innviðaframkvæmdir, sem einnig hafa valdið auknum verðbólguvæntingum. Auknum verðbólguvæntingum hefur verið fagnað þar sem væntingarnar hafa verið undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hins vegar, þar sem verðbólguvæntingar (til meðallangs tíma) hafa nú farið örlítið upp fyrir tvö prósent gera fjárfestar sér líka grein fyrir að seðlabankinn muni bregðast við þessu með meiri stýrivaxtahækkun. Svo þótt væntanleg slökun í ríkisfjármálum stuðli að aukinni heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu er líklegt að væntanleg aðhaldsstefna í peningamálum muni að fullu vega upp á móti auknum hagvexti. Með öðrum orðum: Þegar ljóst verður að verðbólgan fari líklega yfir tvö prósent mun óttinn við herta peningamálastefnu draga úr trú fjárfesta á varanleika Trump-uppsveiflunnar. Þess vegna er „pláss“ fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum til skamms tíma þar sem verðbólguvæntingar voru undir tveimur prósentum þegar Trump var kosinn, en frekar mikil og hröð aukning verðbólguvæntinga þýðir að hagvaxtaraukningin gæti orðið skammvinn. Að lokum skal á það bent að Seðlabankinn er mjög líklegur til að reyna að halda aftur af „Trump-uppsveiflunni“ þar sem hún gæti valdið aukinni verðbólgu. Annað atriði er að verndarstefnutal Trumps sjálfs gæti valdið miklum skaða á bandaríska hagkerfinu. Svo við skulum fagna „Trump-uppsveiflunni“ núna – hún gæti vel verið afstaðin fyrir páska.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun