Erlent

Trump er manneskja ársins hjá TIME

Atli Ísleifsson skrifar
Forsíða TIME.
Forsíða TIME.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur verið valinn manneskja ársins hjá bandaríska tímaritinu TIME.

Greint var frá valinu í morgunþætti NBC í morgun.

Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927, en sá verður fyrir valinu sem talinn er hafa haft mest áhrif á fréttir ársins, sama hvort það sé til góðs eða ills.

Angela Merkel Þýskalandskanslari var valin manneskja ársins á síðasta ári, en árið 2014 voru það þeir sem börðust gegn útbreiðslu ebóluveirunnar og Frans páfi árið 2013.

Aðrir þeir sem voru tilnefndir í ár voru:

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook

Beyoncé, poppstjarna

Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í ár

Vladimir Putin, forseti Rússlands

Uppljóstrararnir í Flint, Michigan sem sviptu hulunni af vatnsskorti í Flint og blýmagni í blóði barna í borginni

Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins UKIP

Simone Biles, fjórfaldur Ólympíugullverðlaunahafi í fimleikum

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands

Rannsakendur CRISPR erfðabreytinga

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×