Ríkið enn stórskuldugt þrátt fyrir stórbætta stöðu ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2016 20:24 Þrátt fyrir betri tíð og stórbætta stöðu ríkissjóðs er ríkið ennþá stórskuldugt og greiðir himinháar fjárhæðir í skuldir á hverju ári. Fjármálaráðherra segir að skuldirnar muni hins vegar lækka hratt á næstu örfáu árum og þar með eykst geta stjórnvalda til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir fjárlagafrumvarpi við all óvenjulegar aðstæður, en enginn eiginlegur meirihluti er á bakvið fjárlagafrumvarpið. Þetta er aðeins í fjórða skiptið frá árinu 1945 sem starfstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp. Gert er ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs og er það í samræmi við ný lög um opinber fjármál og fjármálaáætlun sem samþykkt voru á þessu ári. Í yfirlitsræðu sinni rakti Bjarni hvernig staða ríkisstjórn hefði farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Samanlagður afgangur síðustu þriggja ára væri 96 milljarðar króna. 380 milljarða stöðugleikaframlag er ekki þar meðtalið en það fer allt samkvæmt lögum til greiðslu skulda ríkissjóðs. Miklar skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur, skyggðu á annars góða stöðu. „Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki um nærri 200 milljarða á yfirstandandi ári og þær nemi 1140 milljörðum króna samanborið við 1339 milljarða króna í lok ársins 2015,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Skuldirnar muni halda áfram að lækka vegna betri afkomu og stöðugleikaframlaganna en varfærin áætlun gerði ráð fyrir að skuldirnar verði komnar niður fyrir 1000 milljarða fyrir árslok á næsta ári. „Það felur í sér að hlutfall heildarskulda ríkissins lækki úr um 60% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2015 í 39% í árslok 2017.“ Þær verði síðan komnar í 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 en Bjarni segir lækkun skulda lykilinn að því að hægt verði að auka verulegar í uppbyggingu innviða en þegar hafi verið ákveðið. Enda hafi vaxtagjöld verið 79 milljarðar í fyrra en verði komin í 69 milljarða á næsta ári. „Á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og jafnvægis í ríkisfjármálunum verði áfram hægt að sækja fram til bættra lífskjara og frekari styrkingar velferðarsamfélagsins í þágu allra landsmanna.“ Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Þrátt fyrir betri tíð og stórbætta stöðu ríkissjóðs er ríkið ennþá stórskuldugt og greiðir himinháar fjárhæðir í skuldir á hverju ári. Fjármálaráðherra segir að skuldirnar muni hins vegar lækka hratt á næstu örfáu árum og þar með eykst geta stjórnvalda til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir fjárlagafrumvarpi við all óvenjulegar aðstæður, en enginn eiginlegur meirihluti er á bakvið fjárlagafrumvarpið. Þetta er aðeins í fjórða skiptið frá árinu 1945 sem starfstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp. Gert er ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs og er það í samræmi við ný lög um opinber fjármál og fjármálaáætlun sem samþykkt voru á þessu ári. Í yfirlitsræðu sinni rakti Bjarni hvernig staða ríkisstjórn hefði farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Samanlagður afgangur síðustu þriggja ára væri 96 milljarðar króna. 380 milljarða stöðugleikaframlag er ekki þar meðtalið en það fer allt samkvæmt lögum til greiðslu skulda ríkissjóðs. Miklar skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur, skyggðu á annars góða stöðu. „Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki um nærri 200 milljarða á yfirstandandi ári og þær nemi 1140 milljörðum króna samanborið við 1339 milljarða króna í lok ársins 2015,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Skuldirnar muni halda áfram að lækka vegna betri afkomu og stöðugleikaframlaganna en varfærin áætlun gerði ráð fyrir að skuldirnar verði komnar niður fyrir 1000 milljarða fyrir árslok á næsta ári. „Það felur í sér að hlutfall heildarskulda ríkissins lækki úr um 60% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2015 í 39% í árslok 2017.“ Þær verði síðan komnar í 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 en Bjarni segir lækkun skulda lykilinn að því að hægt verði að auka verulegar í uppbyggingu innviða en þegar hafi verið ákveðið. Enda hafi vaxtagjöld verið 79 milljarðar í fyrra en verði komin í 69 milljarða á næsta ári. „Á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og jafnvægis í ríkisfjármálunum verði áfram hægt að sækja fram til bættra lífskjara og frekari styrkingar velferðarsamfélagsins í þágu allra landsmanna.“
Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira