Á annan tug framkvæmda í hættu Sveinn Arnarsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Umferð á Íslandi hefur aukist gríðarlega síðustu árin og hvert metið verið slegið á fætur öðru. Ljóst er að meira fjármagn þarf til viðhalds og nýframkvæmda. vísir/pjetur Fjárlagafrumvarpið eins og það er lagt fram af Bjarna Benediktssyni er sagt sem blaut tuska framan í margt sveitarstjórnarfólk, Vegagerðina og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að farið verði eftir nýsamþykktri samgönguáætlun þingsins. Um 13 og hálfan milljarð vantar inn í samgöngumálin að mati Vegagerðarinnar. Alþingi samþykkti samgönguáætlun án mótatkvæða þann 12. október síðastliðinn, rétt fyrir kosningar til Alþingis. Breytingartillögur voru einnig samþykktar sem áttu að skilja milljörðum inn í samgöngumálin strax á næsta ári. Bjarni Benediktsson greiddi jafnframt atkvæði með áætluninni og allflestum breytingartillögum, þar á meðal breytingartillögu meirihluta samgöngunefndar um auknar fjárveitingar upp á um tíu milljarða króna.Samkvæmt frumvarpinu frestast Dýrafjarðargöng. Þingmenn reyna þó að fá því breytt fyrir áramót.„Þetta er bara mjög ómerkileg pólitík,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Rétt fyrir kosningar spurðum við öll framboð um samgöngumál. Menn töluðu fjálglega um það fyrir kosningar að nú þyrfti að spýta í. Menn virtust hafa sterka vitund og mikinn vilja til að gera betur rétt fyrir kosningar. Það virðist greinilega hafa breyst núna.“ Runólfur bendir einnig á að hækkun álagna á bifreiðaeigendur sé í pípunum samkvæmt frumvarpinu. Það eigi hins vegar ekki að skila sér í vegabótum. „Nú á að hækka skatta á bifreiðaeigendur umfram verðlagsþróun. Á sama tíma var boðað að lækka ætti skatta, því er þetta þvert á það sem boðað var.“ Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, segir það þingsins núna að tryggja að engar tafir verði á Dýrafjarðargöngum og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. „Það er hreinlega ekki í boði að göngin tefjist frekar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samgöngubót fyrir fjórðunginn og landsmenn alla. Vestfirðir hafa þurft að sitja á hakanum lengi og nú er komið að þeim. Það er verkefni þingsins nú að koma verkinu áfram,“ segir Teitur Björn.Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu sameiginlega í gær með forsvarsmönnum Fjórðungssambands Vestfjarða. Á fundinum kom fram þverpólitískur vilji til að ljá málinu stuðning og óska eftir því við þingmenn annarra kjördæma að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjist sem fyrst. Íslenskt vegakerfi er mjög illa farið, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Hann segist í hreinskilni ekki trúa því að þessi fjárlög verði að veruleika í óbreyttri mynd. „Við höfum margoft bent á það að til að halda í horfinu þurfum við um og yfir átta milljarða króna til viðhalds vega. Við erum að fá mun minna en það. Því er alveg ljóst að þessi fjárlög eru á nokkurn hátt sorgartíðindi fyrir okkur. Við fáum daglega kvartanir vegfarenda víðsvegar um landið vegna lélegra vega og því þurfum við að gera betur í þessum efnum,“ segir Hreinn.Verja átti 400 milljónum króna til að laga brúna yfir Eldvatn vegna Skaftárhlaups.vísir/vilhelmFerðamönnum hefur fjölgað mikið síðustu ár og umferð aukist sömuleiðis. Nú stefnir í metumferð á þjóðvegum landsins í ár og hefur það met verið slegið árlega síðustu ár. Vegakerfið liggur því undir skemmdum. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, eru flestar þær vegaframkvæmdir sem samþykktar voru í breytingartillögum meirihluta samgönguáætlunar í hættu á næsta ári og er sýnishorn þeirra framkvæmda á meðfylgjandi yfirlitskorti. Til að mynda verður ekki hægt að ljúka við gerð Dettifossvegar á næsta ári ef fjárlög fara í gegn óbreytt. Mikið hefur verið rætt um aðdráttarafl fossins fyrir ferðamenn. Er fossinn aflmesti foss í Evrópu og hefur mikið gildi fyrir ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir grátbroslegt að horfa upp á þennan leik einu sinni enn. „Við munum láta í okkur heyra. Það er búið að taka ákvörðun um þessa framkvæmd of oft. Nú þurfum við að sjá það að framkvæmdunum ljúki.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið eins og það er lagt fram af Bjarna Benediktssyni er sagt sem blaut tuska framan í margt sveitarstjórnarfólk, Vegagerðina og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að farið verði eftir nýsamþykktri samgönguáætlun þingsins. Um 13 og hálfan milljarð vantar inn í samgöngumálin að mati Vegagerðarinnar. Alþingi samþykkti samgönguáætlun án mótatkvæða þann 12. október síðastliðinn, rétt fyrir kosningar til Alþingis. Breytingartillögur voru einnig samþykktar sem áttu að skilja milljörðum inn í samgöngumálin strax á næsta ári. Bjarni Benediktsson greiddi jafnframt atkvæði með áætluninni og allflestum breytingartillögum, þar á meðal breytingartillögu meirihluta samgöngunefndar um auknar fjárveitingar upp á um tíu milljarða króna.Samkvæmt frumvarpinu frestast Dýrafjarðargöng. Þingmenn reyna þó að fá því breytt fyrir áramót.„Þetta er bara mjög ómerkileg pólitík,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Rétt fyrir kosningar spurðum við öll framboð um samgöngumál. Menn töluðu fjálglega um það fyrir kosningar að nú þyrfti að spýta í. Menn virtust hafa sterka vitund og mikinn vilja til að gera betur rétt fyrir kosningar. Það virðist greinilega hafa breyst núna.“ Runólfur bendir einnig á að hækkun álagna á bifreiðaeigendur sé í pípunum samkvæmt frumvarpinu. Það eigi hins vegar ekki að skila sér í vegabótum. „Nú á að hækka skatta á bifreiðaeigendur umfram verðlagsþróun. Á sama tíma var boðað að lækka ætti skatta, því er þetta þvert á það sem boðað var.“ Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, segir það þingsins núna að tryggja að engar tafir verði á Dýrafjarðargöngum og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. „Það er hreinlega ekki í boði að göngin tefjist frekar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samgöngubót fyrir fjórðunginn og landsmenn alla. Vestfirðir hafa þurft að sitja á hakanum lengi og nú er komið að þeim. Það er verkefni þingsins nú að koma verkinu áfram,“ segir Teitur Björn.Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu sameiginlega í gær með forsvarsmönnum Fjórðungssambands Vestfjarða. Á fundinum kom fram þverpólitískur vilji til að ljá málinu stuðning og óska eftir því við þingmenn annarra kjördæma að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjist sem fyrst. Íslenskt vegakerfi er mjög illa farið, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Hann segist í hreinskilni ekki trúa því að þessi fjárlög verði að veruleika í óbreyttri mynd. „Við höfum margoft bent á það að til að halda í horfinu þurfum við um og yfir átta milljarða króna til viðhalds vega. Við erum að fá mun minna en það. Því er alveg ljóst að þessi fjárlög eru á nokkurn hátt sorgartíðindi fyrir okkur. Við fáum daglega kvartanir vegfarenda víðsvegar um landið vegna lélegra vega og því þurfum við að gera betur í þessum efnum,“ segir Hreinn.Verja átti 400 milljónum króna til að laga brúna yfir Eldvatn vegna Skaftárhlaups.vísir/vilhelmFerðamönnum hefur fjölgað mikið síðustu ár og umferð aukist sömuleiðis. Nú stefnir í metumferð á þjóðvegum landsins í ár og hefur það met verið slegið árlega síðustu ár. Vegakerfið liggur því undir skemmdum. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, eru flestar þær vegaframkvæmdir sem samþykktar voru í breytingartillögum meirihluta samgönguáætlunar í hættu á næsta ári og er sýnishorn þeirra framkvæmda á meðfylgjandi yfirlitskorti. Til að mynda verður ekki hægt að ljúka við gerð Dettifossvegar á næsta ári ef fjárlög fara í gegn óbreytt. Mikið hefur verið rætt um aðdráttarafl fossins fyrir ferðamenn. Er fossinn aflmesti foss í Evrópu og hefur mikið gildi fyrir ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir grátbroslegt að horfa upp á þennan leik einu sinni enn. „Við munum láta í okkur heyra. Það er búið að taka ákvörðun um þessa framkvæmd of oft. Nú þurfum við að sjá það að framkvæmdunum ljúki.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira