Bandormur ríkisstjórnarinnar liðaðist úr þingsal til nefndar í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2016 18:35 Bjarni Benediktsson á Alþingi í gær. vísir/anton brink Breytingar verða á vaxta- og barnabótakerfinu samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag og ýmis gjöld hækka. Formaður Vinstri grænna gagnrýnir áður ákveðnar skattalækkanir, sem taka gildi um áramót, og segir þörf á að auka tekjur ríkissjóðs til að standa undir loforðum flokkanna um uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir bandorminum svokallaða sem felur í sér ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum, eins og breytingar á sköttum og gjöldum í ýmsum lögum. Nýkjörið Alþingi kláraði fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp í gær og sendi það til fjárlaganefndar en þar eins og annars staðar í þinginu eru aðstæður óvenjulegar þar sem enginn formlegur meirihluti er í þinginu. Í dag var síðan komið að bandorminum, tekjufrumvörpunum. Stefnt er að því að ljúka þeim umræðum í dag og vísa orminum til efnahags- og viðskiptanefndar. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra segir að tekjufrumvörpin hefðu ekki litið mikið öðruvísi út ef ekki hefði verið kosið í lok október. „Við erum að uppfæra álögur á áfengi, tóbak, eldsneyti til verðlags og hækkar reyndar aðeins umfram verðlag. Síðan eru í þessu frumvarpi breytingar á vaxtabótum, barnabótum til að tryggja að þær fjárhæðir sem við höfum tekið til hliðar fyrir þær bætur skili sér. Við framlengjum líka afslætti í virðisaukaskatti vegna umhverfisvænni bíla,“ segir Bjarni Þingmenn þeirra flokka sem ekki eru í núverandi ríkisstjórn gerðu ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en vegna aðstæðna á þinginu nú hafa flokkarnir einstakt tækifæri til að gera breytingar á bæði fjárlagafrumvarpi og bandormi, en verða þó að láta þær breytingar rúmast innan laga um fjárlög sem nýlega tóku gildi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði ýmis þenslumerki hafa gert vart við sig. Á sama tíma væri mikil uppsöfnuð þörf fyrir útgjöld í mennta- og hleilbrigðiskerfi sem og í tengslum við samgönguáætlun sem flestir flokkar hafi lofað fyrir kosningar að efla. Hún gagnrýndi einnig fyrirhugaða skattalækkun með fækkun tekjuskattsþrepa úr þremur í tvö. „Við sjáum að færri Íslendingar eiga stærri hluta fjármagnsins í samfélaginu. Þrír fjórðu hlutar fjármagnsins liggja hjá ríkistu tíu prósentunum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skattleggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum einhvers konar stóreignaskatt eða í gegnum hækkaðan fjármagnstekjuskatt til að taka á þessari samþjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir velferðarkerfinu; háskólunum, sjúkrahúsunum, framhaldsskólunum sem eru það mikilvæga jöfnunartæki sem við rekum saman,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. En ekki eru allir á því að hækka skatta mikið, eins og t.d. þingmenn Viðreisnar sem leggja mikla áherslu á varanlegar breytingar á peningamálastefnunni. Bjarni segir lækkun tolla og fækkun skattþrepa um næstu áramót auka kaupmátt heimilanna. „Það er fagnaðarefni að lægsta þrepið er að lækka. Sömuleiðis eru það tímamót að miðþrepið fellur út. Samtals eru þá rétt um fjórir milljarðar að verða eftir hjá launþegum í landinu sem ella hefðu verið greiddir í skatt,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Breytingar verða á vaxta- og barnabótakerfinu samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag og ýmis gjöld hækka. Formaður Vinstri grænna gagnrýnir áður ákveðnar skattalækkanir, sem taka gildi um áramót, og segir þörf á að auka tekjur ríkissjóðs til að standa undir loforðum flokkanna um uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir bandorminum svokallaða sem felur í sér ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum, eins og breytingar á sköttum og gjöldum í ýmsum lögum. Nýkjörið Alþingi kláraði fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp í gær og sendi það til fjárlaganefndar en þar eins og annars staðar í þinginu eru aðstæður óvenjulegar þar sem enginn formlegur meirihluti er í þinginu. Í dag var síðan komið að bandorminum, tekjufrumvörpunum. Stefnt er að því að ljúka þeim umræðum í dag og vísa orminum til efnahags- og viðskiptanefndar. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra segir að tekjufrumvörpin hefðu ekki litið mikið öðruvísi út ef ekki hefði verið kosið í lok október. „Við erum að uppfæra álögur á áfengi, tóbak, eldsneyti til verðlags og hækkar reyndar aðeins umfram verðlag. Síðan eru í þessu frumvarpi breytingar á vaxtabótum, barnabótum til að tryggja að þær fjárhæðir sem við höfum tekið til hliðar fyrir þær bætur skili sér. Við framlengjum líka afslætti í virðisaukaskatti vegna umhverfisvænni bíla,“ segir Bjarni Þingmenn þeirra flokka sem ekki eru í núverandi ríkisstjórn gerðu ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en vegna aðstæðna á þinginu nú hafa flokkarnir einstakt tækifæri til að gera breytingar á bæði fjárlagafrumvarpi og bandormi, en verða þó að láta þær breytingar rúmast innan laga um fjárlög sem nýlega tóku gildi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði ýmis þenslumerki hafa gert vart við sig. Á sama tíma væri mikil uppsöfnuð þörf fyrir útgjöld í mennta- og hleilbrigðiskerfi sem og í tengslum við samgönguáætlun sem flestir flokkar hafi lofað fyrir kosningar að efla. Hún gagnrýndi einnig fyrirhugaða skattalækkun með fækkun tekjuskattsþrepa úr þremur í tvö. „Við sjáum að færri Íslendingar eiga stærri hluta fjármagnsins í samfélaginu. Þrír fjórðu hlutar fjármagnsins liggja hjá ríkistu tíu prósentunum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skattleggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum einhvers konar stóreignaskatt eða í gegnum hækkaðan fjármagnstekjuskatt til að taka á þessari samþjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir velferðarkerfinu; háskólunum, sjúkrahúsunum, framhaldsskólunum sem eru það mikilvæga jöfnunartæki sem við rekum saman,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. En ekki eru allir á því að hækka skatta mikið, eins og t.d. þingmenn Viðreisnar sem leggja mikla áherslu á varanlegar breytingar á peningamálastefnunni. Bjarni segir lækkun tolla og fækkun skattþrepa um næstu áramót auka kaupmátt heimilanna. „Það er fagnaðarefni að lægsta þrepið er að lækka. Sömuleiðis eru það tímamót að miðþrepið fellur út. Samtals eru þá rétt um fjórir milljarðar að verða eftir hjá launþegum í landinu sem ella hefðu verið greiddir í skatt,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira