Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Snærós Sindradóttir skrifar 9. desember 2016 07:15 Flokkarnir fimm hafa reynt að tala sig að niðurstöðu í samstarfi síðustu fjóra daga. Enn er þó langt í langt. Fundað verður áfram um helgina. Vísir/Eyþór Ekki verður strax af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra fimm flokka sem rætt hafa saman óformlega, eins og áætlanir stóðu til. Flokkarnir eru ekki komnir nógu nálægt hver öðrum málefnalega til að hægt sé að hefja stjórnarmyndunarviðræður en munu halda áfram að funda fram yfir helgina í þeirri von að hægt sé að ná lendingu um stærstu málaflokkana. Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking hafa rætt óformlega saman frá vikubyrjun en Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí um síðustu helgi og hófu að funda að henni lokinni. Umræða um tekjuöflun ríkisins hófst seint á miðvikudag og var framhaldið í gær. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við upplifa að eitthvað hafi þokast frá því upp úr slitnaði í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undir stjórn Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að töluvert vantraust ríki á milli flokkanna í viðræðunum, þá sérstaklega á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Vinstri græn óttast eftir sem áður að Viðreisn sé ekki í stjórnarmyndunarviðræðunum af fullum heilindum og að á hverri stundu muni upp slitna upp úr viðræðunum. Vantraustið sem ríki hafi jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og sé hamlandi í viðræðunum.Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, blæs þó á þessar sögusagnir. „Mér þykja fundirnir hafa batnað eftir því sem þeir hafa orðið fleiri. Við erum að færast eitthvað nær en auðvitað eru flokkarnir að koma úr sitthvorri áttinni eins og var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta vera gagnlegt. Það eru allir að vinna þetta af fullri alvöru. Ef við teldum þetta tilgangslaust þá værum við ekkert að þessu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við höfum verið að ræða málin sem við leggjum mesta áherslu á sem er uppbygging í innviðum og ekki síst í heilbrigðis- og menntamálum en það er ekki komin niðurstaða í þau mál.“ Í gær stóð til að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál en á meðan Viðreisn leggur áherslu á uppboð á litlum hluta aflaheimilda vilja Vinstri græn frekar hækka veiðigjald. Mestur tími fór engu að síður í ríkisfjármálin en Vinstri græn standa fast á því að ráðast þurfi í tekjuöflun fyrir ríkið til að geta aukið fé til innviða, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður eins og hann stendur núna nái ekki utan um þau útgjöld sem vilji sé til að ráðast í. Eins og áður hefur komið fram standa skattahækkunarhugmyndir VG í Viðreisn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að stuðningur Pírata og Samfylkingar við skattahugmyndir VG sé lítill þótt hugmyndirnar hafi enn ekki mætt andstöðu af fullri alvöru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Ekki verður strax af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra fimm flokka sem rætt hafa saman óformlega, eins og áætlanir stóðu til. Flokkarnir eru ekki komnir nógu nálægt hver öðrum málefnalega til að hægt sé að hefja stjórnarmyndunarviðræður en munu halda áfram að funda fram yfir helgina í þeirri von að hægt sé að ná lendingu um stærstu málaflokkana. Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking hafa rætt óformlega saman frá vikubyrjun en Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí um síðustu helgi og hófu að funda að henni lokinni. Umræða um tekjuöflun ríkisins hófst seint á miðvikudag og var framhaldið í gær. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við upplifa að eitthvað hafi þokast frá því upp úr slitnaði í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undir stjórn Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að töluvert vantraust ríki á milli flokkanna í viðræðunum, þá sérstaklega á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Vinstri græn óttast eftir sem áður að Viðreisn sé ekki í stjórnarmyndunarviðræðunum af fullum heilindum og að á hverri stundu muni upp slitna upp úr viðræðunum. Vantraustið sem ríki hafi jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og sé hamlandi í viðræðunum.Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, blæs þó á þessar sögusagnir. „Mér þykja fundirnir hafa batnað eftir því sem þeir hafa orðið fleiri. Við erum að færast eitthvað nær en auðvitað eru flokkarnir að koma úr sitthvorri áttinni eins og var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta vera gagnlegt. Það eru allir að vinna þetta af fullri alvöru. Ef við teldum þetta tilgangslaust þá værum við ekkert að þessu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við höfum verið að ræða málin sem við leggjum mesta áherslu á sem er uppbygging í innviðum og ekki síst í heilbrigðis- og menntamálum en það er ekki komin niðurstaða í þau mál.“ Í gær stóð til að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál en á meðan Viðreisn leggur áherslu á uppboð á litlum hluta aflaheimilda vilja Vinstri græn frekar hækka veiðigjald. Mestur tími fór engu að síður í ríkisfjármálin en Vinstri græn standa fast á því að ráðast þurfi í tekjuöflun fyrir ríkið til að geta aukið fé til innviða, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður eins og hann stendur núna nái ekki utan um þau útgjöld sem vilji sé til að ráðast í. Eins og áður hefur komið fram standa skattahækkunarhugmyndir VG í Viðreisn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að stuðningur Pírata og Samfylkingar við skattahugmyndir VG sé lítill þótt hugmyndirnar hafi enn ekki mætt andstöðu af fullri alvöru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira