Heildarlaun þingmanna lækki Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 19:15 Vilji er til þess meðal alþingismanna að lækka eða fella niður álagsgreiðslur til þingmanna til að bregðast við launahækkunum Kjararáðs. Kjör þingmanna og ráðherra verða þannig gerð gagnsærri og heildarlaun þeirra lækkuð. Formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða störf þingsins í desember. Samstaða er um það milli flokkanna að taka til umræðu tvö frumvörp fjármálaráðherra, annars vegar um jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar um Kjararáð og verða þau væntanlega lögð fram á Alþingi strax eftir helgi. „Það liggur fyrir að það var búið að leggja til ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs og fækka þeim sem þar heyra undir. Það er þá verið að gera enn frekari breytingar til að bregðast við þeim úrskurðum sem hafa fallið að undanförnu. Og vonandi verða þessar breytingar til þess að gera þetta fyrirkomulag bæði gagnsærra og meira í takti við almenna launaþróun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Bregðast við úrskurði Kjararáðs Ásamt því að gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs mun forsætisnefnd þingsins endurskoða aukagreiðslur þingmanna til að bregðast við gagnrýni á launahækkanir þingmanna en þingfarakaup er í dag rúmar ellefu hundruð þúsund krónur. Í dag fá varaforsetar Alþingis greitt 15% álag á þingfarakaup – eða rúmar 165.000 krónur. Formenn fastanefnda fá einnig 15% á varaformenn 5-10%. Þá fá þingflokksformenn 15% álag og sama gildir um formenn sérnefnda. Þá geta varaformenn fastanefnda og þingflokka einnig fengið álag við vissar aðstæður. Loka fá þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka og ekki eru ráðherrar, greitt 50% álag á þingfarakaup.Samstaða um breytingar Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag, úr öllum flokkum, voru sammála um að taka þurfi þessar greiðslur til endurskoðunar með það að markmiði að lækka eða fella þær niður. Greiðslur sem þessar væru óþarfi þegar laun þingmanna eru orðin samkeppnishæf. „Þannig að launagreiðslurnar endurspegli í raun og veru bara þau laun sem þingmenn fá og það sé þá ekkert annað að leggjast ofan á það,“ segir Katrín. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Vilji er til þess meðal alþingismanna að lækka eða fella niður álagsgreiðslur til þingmanna til að bregðast við launahækkunum Kjararáðs. Kjör þingmanna og ráðherra verða þannig gerð gagnsærri og heildarlaun þeirra lækkuð. Formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða störf þingsins í desember. Samstaða er um það milli flokkanna að taka til umræðu tvö frumvörp fjármálaráðherra, annars vegar um jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar um Kjararáð og verða þau væntanlega lögð fram á Alþingi strax eftir helgi. „Það liggur fyrir að það var búið að leggja til ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs og fækka þeim sem þar heyra undir. Það er þá verið að gera enn frekari breytingar til að bregðast við þeim úrskurðum sem hafa fallið að undanförnu. Og vonandi verða þessar breytingar til þess að gera þetta fyrirkomulag bæði gagnsærra og meira í takti við almenna launaþróun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Bregðast við úrskurði Kjararáðs Ásamt því að gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs mun forsætisnefnd þingsins endurskoða aukagreiðslur þingmanna til að bregðast við gagnrýni á launahækkanir þingmanna en þingfarakaup er í dag rúmar ellefu hundruð þúsund krónur. Í dag fá varaforsetar Alþingis greitt 15% álag á þingfarakaup – eða rúmar 165.000 krónur. Formenn fastanefnda fá einnig 15% á varaformenn 5-10%. Þá fá þingflokksformenn 15% álag og sama gildir um formenn sérnefnda. Þá geta varaformenn fastanefnda og þingflokka einnig fengið álag við vissar aðstæður. Loka fá þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka og ekki eru ráðherrar, greitt 50% álag á þingfarakaup.Samstaða um breytingar Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag, úr öllum flokkum, voru sammála um að taka þurfi þessar greiðslur til endurskoðunar með það að markmiði að lækka eða fella þær niður. Greiðslur sem þessar væru óþarfi þegar laun þingmanna eru orðin samkeppnishæf. „Þannig að launagreiðslurnar endurspegli í raun og veru bara þau laun sem þingmenn fá og það sé þá ekkert annað að leggjast ofan á það,“ segir Katrín.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira