Birgitta: 90 prósent líkur á fimm flokka stjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. desember 2016 22:09 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að aðeins herslumuninn vanti upp á svo það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hún telur að um 90 prósent líkur eru á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag. Birgitta var í viðtali í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV í kvöld. Vika er nú liðin síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu umboð til stjórnarmyndunar og hafa Píratar, Samfylkingin, Björt Framtíð, Viðreisn og Vinstri Græn verið í óformlegum viðræðum um myndun fimm flokka stjórnar síðan þá. „Við erum bara komin með alls konar frábæra hluti. Það vantar bara herslumuninn,“ sagði Birgitta. „Við komum frá rosalega ólíkum kúltúrum. Þetta er eins og ólík lönd sem eru að hittast í fyrsta skipti og við þurfum svolítið að læra á hvort annað. Ef maður ætlar að gera eitthvað sam á að endast þá þarf að vanda sig svolítið við að gera til sterkt upphaf.“ Gísli Marteinn spurði Brigittu því næst hverjar líkurnar væru á að flokkunum tækist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag „Næsta föstudag? Ég myndi skjóta á svona níutíu prósent. Ég er náttúrulega rosalega bjartsýn manneskja og ef maður hefur ekki trú á þessu og orkuna til að gera þetta og finnst þetta ekki þess virði að vera eyða öllum sína „frítíma“ í þá væri ég ekkert að þessu. Ég myndi aldrei nenna að sitja á svona fundum ef ég sæi engan tilgang með þeim.“ Búist er við að flokkarnir fimm haldi óformlegum viðræðum áfram um helgina. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15 Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að aðeins herslumuninn vanti upp á svo það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hún telur að um 90 prósent líkur eru á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag. Birgitta var í viðtali í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV í kvöld. Vika er nú liðin síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu umboð til stjórnarmyndunar og hafa Píratar, Samfylkingin, Björt Framtíð, Viðreisn og Vinstri Græn verið í óformlegum viðræðum um myndun fimm flokka stjórnar síðan þá. „Við erum bara komin með alls konar frábæra hluti. Það vantar bara herslumuninn,“ sagði Birgitta. „Við komum frá rosalega ólíkum kúltúrum. Þetta er eins og ólík lönd sem eru að hittast í fyrsta skipti og við þurfum svolítið að læra á hvort annað. Ef maður ætlar að gera eitthvað sam á að endast þá þarf að vanda sig svolítið við að gera til sterkt upphaf.“ Gísli Marteinn spurði Brigittu því næst hverjar líkurnar væru á að flokkunum tækist að mynda ríkisstjórn fyrir næsta föstudag „Næsta föstudag? Ég myndi skjóta á svona níutíu prósent. Ég er náttúrulega rosalega bjartsýn manneskja og ef maður hefur ekki trú á þessu og orkuna til að gera þetta og finnst þetta ekki þess virði að vera eyða öllum sína „frítíma“ í þá væri ég ekkert að þessu. Ég myndi aldrei nenna að sitja á svona fundum ef ég sæi engan tilgang með þeim.“ Búist er við að flokkarnir fimm haldi óformlegum viðræðum áfram um helgina.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15 Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46
Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 8. desember 2016 10:15
Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. 8. desember 2016 18:06