Vill konu í formann KSÍ og útilokar ekki framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2016 23:21 Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram til formanns 2007 og útilokar ekki að endurtaka leikinn í febrúar. Halla Gunnarsdóttir telur tímabært að kona verði formaður Knattspyrnusambands Íslands. Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ sem þetta árið fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Halla hefur spilað knattspyrnu frá unga aldri og síðar starfað við þjálfun. Halla segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ekki útiloka að bjóða fram krafta sína líkt og hún gerði árið 2007 þegar hún fór í formannsslag með Jafet Ólafssyni og Geir Þorsteinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Geir vann með yfirburðum, fékk 86 atkvæði, Jafet 29 atkvæði og Halla þrjú atkvæði. Síðan verða liðin tíu ár í febrúar og íhuga Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, báðir framboð til formanns. Fyrir liggur að Geir bíður áfram fram krafta sína í starfið sem er eitt það virtasta og best launaða í íþróttahreyfingunni.Framboðið olli uppnámi Halla segir að framboð hennar árið 2007 hafi ollið uppnámi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Á tímabili hafi hún talið sig eiga möguleika á sigri, ekki vegna eigin rökhugsunar, heldur vegna þeirra viðbragða sem hún segir framboð hennar hafa kallað fram. „ Það var ekki bara KSÍ; ef það er einhver íþrótt á Íslandi sem hefur verið Mekka fyrir karlmennskuna er það fótbolti og það stigu margir fram og höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu. Einhver sagði að þetta væri ekki huggulegt kvöldverðarboð fyrir konu, heldur alvörustarf. Ég fékk líka minn skammt af gagnrýni fyrir að fara ekki réttu leiðina; inn í stjórnir aðildarfélaga og þaðan inn í stjórn KSÍ og bjóða mig síðan fram til formanns,“ segir Halla við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Halla, sem starfað hefur sem blaðamaður, verið aðstoðarmaður ráðherra og unnið á alþjóðlegri lögfræðistofu í Bretlandi, hefur undanfarið ár starfað að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Rætt var við Höllu í Fréttatímanum í upphafi árs um þau kaflaskil.Lofaði að afnema kynbundin launamunÓhætt er að segja að Halla hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur við framboð sitt fyrir tæpum tíu árum. Fyrir lá að Geir naut stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, og engin kona hafði áður gegnt embættinu. Hún fór þó gallhörð fram og sagðist myndu leiðrétta kynbundin launamun hjá leikmönnum karlalandsliðsins og kvennalandsliðsins. Aðspurð hvort hún væri að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu svaraði Halla: „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir telur tímabært að kona verði formaður Knattspyrnusambands Íslands. Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ sem þetta árið fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Halla hefur spilað knattspyrnu frá unga aldri og síðar starfað við þjálfun. Halla segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ekki útiloka að bjóða fram krafta sína líkt og hún gerði árið 2007 þegar hún fór í formannsslag með Jafet Ólafssyni og Geir Þorsteinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Geir vann með yfirburðum, fékk 86 atkvæði, Jafet 29 atkvæði og Halla þrjú atkvæði. Síðan verða liðin tíu ár í febrúar og íhuga Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, báðir framboð til formanns. Fyrir liggur að Geir bíður áfram fram krafta sína í starfið sem er eitt það virtasta og best launaða í íþróttahreyfingunni.Framboðið olli uppnámi Halla segir að framboð hennar árið 2007 hafi ollið uppnámi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Á tímabili hafi hún talið sig eiga möguleika á sigri, ekki vegna eigin rökhugsunar, heldur vegna þeirra viðbragða sem hún segir framboð hennar hafa kallað fram. „ Það var ekki bara KSÍ; ef það er einhver íþrótt á Íslandi sem hefur verið Mekka fyrir karlmennskuna er það fótbolti og það stigu margir fram og höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu. Einhver sagði að þetta væri ekki huggulegt kvöldverðarboð fyrir konu, heldur alvörustarf. Ég fékk líka minn skammt af gagnrýni fyrir að fara ekki réttu leiðina; inn í stjórnir aðildarfélaga og þaðan inn í stjórn KSÍ og bjóða mig síðan fram til formanns,“ segir Halla við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Halla, sem starfað hefur sem blaðamaður, verið aðstoðarmaður ráðherra og unnið á alþjóðlegri lögfræðistofu í Bretlandi, hefur undanfarið ár starfað að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Rætt var við Höllu í Fréttatímanum í upphafi árs um þau kaflaskil.Lofaði að afnema kynbundin launamunÓhætt er að segja að Halla hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur við framboð sitt fyrir tæpum tíu árum. Fyrir lá að Geir naut stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, og engin kona hafði áður gegnt embættinu. Hún fór þó gallhörð fram og sagðist myndu leiðrétta kynbundin launamun hjá leikmönnum karlalandsliðsins og kvennalandsliðsins. Aðspurð hvort hún væri að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu svaraði Halla: „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56