Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson skrifar 30. nóvember 2016 15:33 Í neikvæðnisgrautnum sem er á borðum flestra landsmanna grassera fyrirbæri sem bíða þess í ofvæni að skjóta sér upp á yfirborðið og heltaka allt. Hneykslun og neikvæðni. Í krafti þessarar hneysklunar gefur fólk sér það leyfi að dreifa óhróðri, neikvæðni og kaldhæðni. Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum. Nýjasta dæmið er umfjöllun Kastljóss um Brúnegg. Að mörgu leyti var þetta mjög einhliða umfjöllun alveg eins og þáttaröð Netflix, How To Make A Murderer, var. Það sprakk allt. Nú var sko tækifæri til þess að hneykslast all svakalega og græða nokkur like í leiðinni. Í samhengi hlutanna er þetta hvorki stórt atvik né stórmál. Auðvitað er hægt að drepa alla umræðu með „en það er stríð í Sýrlandi“, en það er þessi tilfinningagusugangur Facebooklífsins sem er svo leiðinlegur, yfirborðskenndur, einhliða og í mörgum tilfellum gerast þeir sömu sem eru að gagnrýna sig seka um sams konar ofbeldi og þeir eru einmitt að kvarta yfir. Nú er ég ekki að segja að umfjöllunin hafi ekki rétt á sér eða að verja fyrrum starfshætti Brúneggja á nokkurn hátt, heldur að orðum fylgir ábyrgð og að oftast þarf maður að byrja á því að taka til í eigin garði áður en maður fer að kvarta yfir rusli í garði nágrannans. Eins og kunningi minn Kjartan Atli sagði á Twitter, „Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?” Og hann hefur nokkuð til síns máls. Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?— Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) November 29, 2016 Aftur er það þannig að það er auðvelt að slá allt út af borðinu með svona röksemdarfærslu, en heimurinn virðist vera orðinn þannig að það er ekki hægt að komast undan því að vera móralskt sekur. Bara ef allir væru jafn góðir og þeir láta líta út fyrir á netinu. Samfélagsmiðlar eru partur af lífi okkar allra í dag, því verður ekki breytt og því þarf ekkert að breyta. En við þurfum að átta okkur á því hvar okkar ábyrgð, notenda þessara samfélagsmiðla, liggur. Sjálfur hef ég staðið mig að því að átta mig ekki á þessari ábyrgð. Við þurfum að átta okkur á því að við stjórnum því hvað við segjum og hvernig við segjum það. Við stjórnum því hvort við séum jákvæð eða neikvæð. Þegar mest ber á neikvæðninni hugsa ég til sumarsins sem leið. Þegar karlalandsliðið okkar í fótbolta var að taka þátt á EM í fyrsta skipti. Við vorum öll í sama liði. Jákvæðnin var alsráðandi og allir mínir vinir og kunningjar eru sammála um það að andinn yfir landinu var allt annar. En svo kláraðist mótið og sumarið leið undir lok, gleðivíman fór að dofna, og með haustinu kom myrkrið sem lagðist á allt og alla. Kærleikur, jákvæðni og bjartsýni munu alltaf standa uppi sem sigurvegarar á móti neikvæðni og svartsýni. Það á að gagnrýna, gagnrýni er nauðsynleg – en ég er viss um það að það kæmi meira gott út úr gagnrýninni ef við myndum hætta að vera svona upptekin af því að vera svona ofboðslega hneyksluð. Tökum ábyrgð á því sem við segjum og hvernig við segjum það. Tökum ákvörðun um að vera jákvæð. Af hverju? Af því að við getum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Brúneggjamálið Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í neikvæðnisgrautnum sem er á borðum flestra landsmanna grassera fyrirbæri sem bíða þess í ofvæni að skjóta sér upp á yfirborðið og heltaka allt. Hneykslun og neikvæðni. Í krafti þessarar hneysklunar gefur fólk sér það leyfi að dreifa óhróðri, neikvæðni og kaldhæðni. Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum. Nýjasta dæmið er umfjöllun Kastljóss um Brúnegg. Að mörgu leyti var þetta mjög einhliða umfjöllun alveg eins og þáttaröð Netflix, How To Make A Murderer, var. Það sprakk allt. Nú var sko tækifæri til þess að hneykslast all svakalega og græða nokkur like í leiðinni. Í samhengi hlutanna er þetta hvorki stórt atvik né stórmál. Auðvitað er hægt að drepa alla umræðu með „en það er stríð í Sýrlandi“, en það er þessi tilfinningagusugangur Facebooklífsins sem er svo leiðinlegur, yfirborðskenndur, einhliða og í mörgum tilfellum gerast þeir sömu sem eru að gagnrýna sig seka um sams konar ofbeldi og þeir eru einmitt að kvarta yfir. Nú er ég ekki að segja að umfjöllunin hafi ekki rétt á sér eða að verja fyrrum starfshætti Brúneggja á nokkurn hátt, heldur að orðum fylgir ábyrgð og að oftast þarf maður að byrja á því að taka til í eigin garði áður en maður fer að kvarta yfir rusli í garði nágrannans. Eins og kunningi minn Kjartan Atli sagði á Twitter, „Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?” Og hann hefur nokkuð til síns máls. Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?— Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) November 29, 2016 Aftur er það þannig að það er auðvelt að slá allt út af borðinu með svona röksemdarfærslu, en heimurinn virðist vera orðinn þannig að það er ekki hægt að komast undan því að vera móralskt sekur. Bara ef allir væru jafn góðir og þeir láta líta út fyrir á netinu. Samfélagsmiðlar eru partur af lífi okkar allra í dag, því verður ekki breytt og því þarf ekkert að breyta. En við þurfum að átta okkur á því hvar okkar ábyrgð, notenda þessara samfélagsmiðla, liggur. Sjálfur hef ég staðið mig að því að átta mig ekki á þessari ábyrgð. Við þurfum að átta okkur á því að við stjórnum því hvað við segjum og hvernig við segjum það. Við stjórnum því hvort við séum jákvæð eða neikvæð. Þegar mest ber á neikvæðninni hugsa ég til sumarsins sem leið. Þegar karlalandsliðið okkar í fótbolta var að taka þátt á EM í fyrsta skipti. Við vorum öll í sama liði. Jákvæðnin var alsráðandi og allir mínir vinir og kunningjar eru sammála um það að andinn yfir landinu var allt annar. En svo kláraðist mótið og sumarið leið undir lok, gleðivíman fór að dofna, og með haustinu kom myrkrið sem lagðist á allt og alla. Kærleikur, jákvæðni og bjartsýni munu alltaf standa uppi sem sigurvegarar á móti neikvæðni og svartsýni. Það á að gagnrýna, gagnrýni er nauðsynleg – en ég er viss um það að það kæmi meira gott út úr gagnrýninni ef við myndum hætta að vera svona upptekin af því að vera svona ofboðslega hneyksluð. Tökum ábyrgð á því sem við segjum og hvernig við segjum það. Tökum ákvörðun um að vera jákvæð. Af hverju? Af því að við getum það.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun