„Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar eru ósáttir. Vísir/Ernir Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu. Ef að það er þannig að kennari getur ekki lifað af launum sínum, ef að sveitarfélögin eru ekki samkeppnisfær við ríkið þá verður bara að skila þessu yfir á ríkið,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið 1996 var kennsla í grunnskólum og rekstur sérskóla færð frá ríkinu til sveitarfélaganna og frá þeim tíma báru sveitarfélögin ein ábyrgð á rekstri þeirra.Grunnskólakennarar ræða við borgarstjóra í síðustu viku.vísir/eyþórÁkvörðun kjararáðs um hækku launa ráðamanna var kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum kennurum og hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Hafa minnst ellefu uppsagnir borist frá kennurum í skólum Reykjavíkurborgar. Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur og segir Ólafur að það sé ekki boðlegt að kennarar þurfi að taka sér aukavinnu til að ná endum saman. „Þetta er spurning um að þú getir lifað af vinunni þinni. Þú átt ekki að þurfa að vera í þremur til fjórum vinnum til að ná endum saman. Við erum með mjög mikið af fólki sem vinnur aukavinnu og helgarvinnu,“ sagði Ólafur. Ljóst sé að mörg önnur störf en kennarastörfin séu í boði í samfélaginu í dag, mörg mun betur borguð en kennaralaunin og því sé freistandi fyrir kennara að yfirgefa kennarastarfið og sækja á ný mið. Ólafur gagnrýnir sveitarfélögin fyrir að greiða lægri laun en ríkið fyrir sambærileg störf. „Í dag held ég að meðallaun í framhaldsskóla séu 560 þúsund, þau eru rúmlega 480 þúsund í grunnskóla. Þetta eru sambærileg störf. Það gengur ekki að sveitarfélögin séu alltaf að borga minna en ríkið. Þetta er ekkert bara hjá kennurum, almennt er það þannig að starfsmenn sveitarfélaga eru á lélegri launum en starfsmenn ríkisins,“ sagði Ólafur.Hafa sveitarfélögin efni á að borga betri laun?„Ef þú spyrð sveitarfélögin segja þau væntanlega nei. Ef að þú ræður ekki við verkefnið þarftu að finna annan til að sinna því.“ Kjaramál Tengdar fréttir Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30 Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45 Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36 Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu. Ef að það er þannig að kennari getur ekki lifað af launum sínum, ef að sveitarfélögin eru ekki samkeppnisfær við ríkið þá verður bara að skila þessu yfir á ríkið,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið 1996 var kennsla í grunnskólum og rekstur sérskóla færð frá ríkinu til sveitarfélaganna og frá þeim tíma báru sveitarfélögin ein ábyrgð á rekstri þeirra.Grunnskólakennarar ræða við borgarstjóra í síðustu viku.vísir/eyþórÁkvörðun kjararáðs um hækku launa ráðamanna var kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum kennurum og hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Hafa minnst ellefu uppsagnir borist frá kennurum í skólum Reykjavíkurborgar. Kennarar telja eðlilegt að laun þeirra séu á bilinu sex til sjö hundruð þúsund krónur og segir Ólafur að það sé ekki boðlegt að kennarar þurfi að taka sér aukavinnu til að ná endum saman. „Þetta er spurning um að þú getir lifað af vinunni þinni. Þú átt ekki að þurfa að vera í þremur til fjórum vinnum til að ná endum saman. Við erum með mjög mikið af fólki sem vinnur aukavinnu og helgarvinnu,“ sagði Ólafur. Ljóst sé að mörg önnur störf en kennarastörfin séu í boði í samfélaginu í dag, mörg mun betur borguð en kennaralaunin og því sé freistandi fyrir kennara að yfirgefa kennarastarfið og sækja á ný mið. Ólafur gagnrýnir sveitarfélögin fyrir að greiða lægri laun en ríkið fyrir sambærileg störf. „Í dag held ég að meðallaun í framhaldsskóla séu 560 þúsund, þau eru rúmlega 480 þúsund í grunnskóla. Þetta eru sambærileg störf. Það gengur ekki að sveitarfélögin séu alltaf að borga minna en ríkið. Þetta er ekkert bara hjá kennurum, almennt er það þannig að starfsmenn sveitarfélaga eru á lélegri launum en starfsmenn ríkisins,“ sagði Ólafur.Hafa sveitarfélögin efni á að borga betri laun?„Ef þú spyrð sveitarfélögin segja þau væntanlega nei. Ef að þú ræður ekki við verkefnið þarftu að finna annan til að sinna því.“
Kjaramál Tengdar fréttir Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30 Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45 Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36 Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 20. nóvember 2016 12:30
Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun. 21. nóvember 2016 06:45
Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. 16. nóvember 2016 08:36
Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu kennara Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag. 17. nóvember 2016 11:48