Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2016 12:30 Kennarar fjölmenntu í Hagaskóla eftir samstöðufund í Háskólabíói fyrr í mánuðinum en borgarstjórnarfundur fór fram í skólanum. Vísir/Ernir Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. Kennurum var nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs í byrjun mánaðarins um að hækka laun ráðamanna og tóku þeir að ræða uppsagnir í framhaldinu. Nú þegar hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Borist hafa ellefu uppsagnir frá kennurum í skólum borgarinnar samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og hætta þeir 1. mars. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að engir formlegir samningafundir hafi verið um helgina. Næsti fundur samninganefndanna verði hjá ríkissáttasemjara í fyrramáli. „Við erum að vinna núna um helgina svona með okkar baklöndum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að vegna trúnaðar geti hann ekkert tjáð sig um gang kjaraviðræðnanna en samninganefndirnar hafi ekki langan tíma til að leysa deiluna. „Það er alveg ljóst að pressan hún auðvitað eykst og óþolinmæðin líka þannig að við auðvitað reynum að vinna þetta eins vel og hratt og hægt er. Næsta vika og þar næsta vika sko þá erum við komin út í þennan tímaramma sem við vorum að tala um. Það er svona rammi sem við gáfum okkar og ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað en að það gangi ekki upp. Þannig að hlutirnir skýrist þannig að annað hvort erum við að ná þessu saman eða bara ekki,“ segir Ólafur Loftsson. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. Kennurum var nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs í byrjun mánaðarins um að hækka laun ráðamanna og tóku þeir að ræða uppsagnir í framhaldinu. Nú þegar hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Borist hafa ellefu uppsagnir frá kennurum í skólum borgarinnar samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og hætta þeir 1. mars. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að engir formlegir samningafundir hafi verið um helgina. Næsti fundur samninganefndanna verði hjá ríkissáttasemjara í fyrramáli. „Við erum að vinna núna um helgina svona með okkar baklöndum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að vegna trúnaðar geti hann ekkert tjáð sig um gang kjaraviðræðnanna en samninganefndirnar hafi ekki langan tíma til að leysa deiluna. „Það er alveg ljóst að pressan hún auðvitað eykst og óþolinmæðin líka þannig að við auðvitað reynum að vinna þetta eins vel og hratt og hægt er. Næsta vika og þar næsta vika sko þá erum við komin út í þennan tímaramma sem við vorum að tala um. Það er svona rammi sem við gáfum okkar og ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað en að það gangi ekki upp. Þannig að hlutirnir skýrist þannig að annað hvort erum við að ná þessu saman eða bara ekki,“ segir Ólafur Loftsson.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira