Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2016 11:38 "Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum.“ Fréttablaðið/Vilhelm Landsbankinn tekur niðurstöðum og ábendingum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016 alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna skýrslunnar sem kom út í morgun. Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. „Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum. Undantekningar frá reglunni um opið söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar. Landsbankinn tekur ákvarðanir með hagsmuni bankans að leiðarljósi og fer eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma,“ segir í tilkynningu bankans. Þá er haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, formanni bankaráðs Landsbankans, að bankinn takis niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar alvarlega. „Við fengum drög að skýrslunni til skoðunar og í henni koma fram okkar viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar. Á síðustu misserum hefur verið bætt úr mörgu af því sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir en það er okkar markmið að læra af reynslunni og gera ávallt betur. Í því ljósi munum við kynna okkur efni endanlegrar skýrslu ítarlega og meta hvort frekari aðgerða er þörf,“ segir Helga Björk. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að bankinn muni ekki tjá sig frekar um sölu á hlut sínum í Borgun þar sem bankinn undirbúi málsókn vegna sölunnar en í tilkynningunni segir: „Landsbankinn er gagnrýndur fyrir að hafa ekki, við sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun árið 2014, séð fyrir að Borgun ætti rétt á verðmætum í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Eins og áður hefur komið fram telur bankinn að Borgun hefði átt að upplýsa um þetta í söluferlinu, enda höfðu stjórnendur félagsins skuldbundið sig til að greina frá öllu sem gæti haft áhrif á verðmæti þess. Landsbankinn hefur undanfarna mánuði undirbúið málsókn vegna þess að hann telur sig hafa farið á mis við verðmæti í viðskiptunum. Vegna fyrirhugaðrar málsóknar mun bankinn, að svo stöddu, ekki tjá sig frekar um sölu á hlut bankans í Borgun.“ Borgunarmálið Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Sjá meira
Landsbankinn tekur niðurstöðum og ábendingum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016 alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna skýrslunnar sem kom út í morgun. Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. „Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum. Undantekningar frá reglunni um opið söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar. Landsbankinn tekur ákvarðanir með hagsmuni bankans að leiðarljósi og fer eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma,“ segir í tilkynningu bankans. Þá er haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, formanni bankaráðs Landsbankans, að bankinn takis niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar alvarlega. „Við fengum drög að skýrslunni til skoðunar og í henni koma fram okkar viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar. Á síðustu misserum hefur verið bætt úr mörgu af því sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir en það er okkar markmið að læra af reynslunni og gera ávallt betur. Í því ljósi munum við kynna okkur efni endanlegrar skýrslu ítarlega og meta hvort frekari aðgerða er þörf,“ segir Helga Björk. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að bankinn muni ekki tjá sig frekar um sölu á hlut sínum í Borgun þar sem bankinn undirbúi málsókn vegna sölunnar en í tilkynningunni segir: „Landsbankinn er gagnrýndur fyrir að hafa ekki, við sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun árið 2014, séð fyrir að Borgun ætti rétt á verðmætum í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Eins og áður hefur komið fram telur bankinn að Borgun hefði átt að upplýsa um þetta í söluferlinu, enda höfðu stjórnendur félagsins skuldbundið sig til að greina frá öllu sem gæti haft áhrif á verðmæti þess. Landsbankinn hefur undanfarna mánuði undirbúið málsókn vegna þess að hann telur sig hafa farið á mis við verðmæti í viðskiptunum. Vegna fyrirhugaðrar málsóknar mun bankinn, að svo stöddu, ekki tjá sig frekar um sölu á hlut bankans í Borgun.“
Borgunarmálið Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Sjá meira
Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08
Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22