Vill gerast atvinnumaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Systur með fimmtán gullverðlaun Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur voru afar sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram um helgina. Þær hafa báðar tryggt sér keppnisrétt á HM í 25 m laug sem fer fram í Kanada í næsta mánuði. vísir/ernir Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar að byggja sig upp fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem atvinnumaður í sundi í Evrópu, fremur en að þekkjast boð um námsstyrk í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er svo margt sem spilaði inn í þessa ákvörðun. En í grunninn tel ég að það hafi ekki verið rétti kosturinn fyrir mig að fara til Bandaríkjanna. Ég tel betra að finna mér stað í Evrópu þar sem ég get einbeitt mér algerlega að sundinu,“ segir Eygló Ósk, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra. Eygló Ósk er 21 árs og hefur verið að fá boð frá bandarískum háskólum í fimm ár. „Ég hef fengið ótal tölvupósta frá hinum ýmsu háskólum,“ segir hún. „En það lá alltaf fyrir hjá mér að klára menntaskólann á Íslandi fyrst. Það kom svo til greina hjá mér að fara til Bandaríkjanna eftir það en ég ákvað að það væri ekki fyrir mig.“Eygló ætlar að gerast atvinnumaður.vísir/ernirByrja á fullu í janúar Eygló Ósk hefur tekið því rólega síðan hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þar komst hún í úrslit í 200 m baksundi og hafði þar með betur í samkeppni við marga fyrrverandi heims- og Ólympíumeistara. En þrátt fyrir að hafa tekið því rólega, ætlar hún ekki að slá slöku við. „Í janúar byrja ég að æfa á fullu og mun ekki hætta fyrr en að Ólympíuleikunum í Tókýó kemur. Ég hef enn rosalega mikinn metnað fyrir því sem ég vil gera en það er líka nauðsynlegt að taka sér hlé þegar tækifæri gefst, ekki síst fyrir andlegu hliðina,“ bætir hún við. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að hafa haft hægt um sig hefur hún æft daglega í sundlauginni.Keppa um peningaverðlaun Næst á dagskrá er að finna sér vettvang þar sem hún verður næstu þrjú og hálfa árið. Í því skyni hefur hún verið að þreifa fyrir sér og prófaði í haust að vera í æfingabúðum í Frakklandi. „Ég dýrka þjálfarann minn á Íslandi og gæti vel hugsað mér að vera áfram hér, ef ég hefði líka stórt keppnislið á bak við mig. En fyrst svo er ekki verður maður að leita annað,“ útskýrir hún. „Fyrst og fremst vil ég finna mér góðan stað þar sem ég get einbeitt mér að sundi án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Það er hægt að finna sér keppnislið þar sem maður er á launum og keppa á mótum þar sem peningaverðlaun eru í boði,“ segir hún. „Ég er tilbúin að prófa allt þar sem góð tækifæri eru í boði. En ég ætla að flýta mér hægt og taka mér góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun.“ Sund Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar að byggja sig upp fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem atvinnumaður í sundi í Evrópu, fremur en að þekkjast boð um námsstyrk í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er svo margt sem spilaði inn í þessa ákvörðun. En í grunninn tel ég að það hafi ekki verið rétti kosturinn fyrir mig að fara til Bandaríkjanna. Ég tel betra að finna mér stað í Evrópu þar sem ég get einbeitt mér algerlega að sundinu,“ segir Eygló Ósk, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra. Eygló Ósk er 21 árs og hefur verið að fá boð frá bandarískum háskólum í fimm ár. „Ég hef fengið ótal tölvupósta frá hinum ýmsu háskólum,“ segir hún. „En það lá alltaf fyrir hjá mér að klára menntaskólann á Íslandi fyrst. Það kom svo til greina hjá mér að fara til Bandaríkjanna eftir það en ég ákvað að það væri ekki fyrir mig.“Eygló ætlar að gerast atvinnumaður.vísir/ernirByrja á fullu í janúar Eygló Ósk hefur tekið því rólega síðan hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þar komst hún í úrslit í 200 m baksundi og hafði þar með betur í samkeppni við marga fyrrverandi heims- og Ólympíumeistara. En þrátt fyrir að hafa tekið því rólega, ætlar hún ekki að slá slöku við. „Í janúar byrja ég að æfa á fullu og mun ekki hætta fyrr en að Ólympíuleikunum í Tókýó kemur. Ég hef enn rosalega mikinn metnað fyrir því sem ég vil gera en það er líka nauðsynlegt að taka sér hlé þegar tækifæri gefst, ekki síst fyrir andlegu hliðina,“ bætir hún við. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að hafa haft hægt um sig hefur hún æft daglega í sundlauginni.Keppa um peningaverðlaun Næst á dagskrá er að finna sér vettvang þar sem hún verður næstu þrjú og hálfa árið. Í því skyni hefur hún verið að þreifa fyrir sér og prófaði í haust að vera í æfingabúðum í Frakklandi. „Ég dýrka þjálfarann minn á Íslandi og gæti vel hugsað mér að vera áfram hér, ef ég hefði líka stórt keppnislið á bak við mig. En fyrst svo er ekki verður maður að leita annað,“ útskýrir hún. „Fyrst og fremst vil ég finna mér góðan stað þar sem ég get einbeitt mér að sundi án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Það er hægt að finna sér keppnislið þar sem maður er á launum og keppa á mótum þar sem peningaverðlaun eru í boði,“ segir hún. „Ég er tilbúin að prófa allt þar sem góð tækifæri eru í boði. En ég ætla að flýta mér hægt og taka mér góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun.“
Sund Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira