Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Snærós Sindradóttir skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Það mun ekki reynast vandamál að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan Vinstri grænna sem reyna nú að mynda ríkisstjórn með fjórum flokkum sem allir leggja áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust í gær og verða með sama fyrirkomulagi og í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sigldu í strand. Flokkarnir hafa allir tilnefnt fulltrúa sem fara yfir afmörkuð málefni fyrir hönd flokks síns.Baldur Þórhallsson.VÍSIR/HANNAFormenn flokkanna vinna að því að samræma stefnu, taka á álitamálum eða ágreiningsmálum sem málefnahóparnir ná ekki að leysa. „Það virðist vera mest bil á milli flokkanna þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum, sjávarútvegsmálum og skattamálum,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum sem Fréttablaðið ræddi við hafa áhyggjur af því að skattamálin muni reynast hvað erfiðust. Sérstaklega renni hugmyndir Vinstri grænna um að leggja á hátekjuskatt ekki ljúflega ofan í Viðreisnarfólk. „Ég hugsa að lausnin gæti orðið sú að skattleggja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna sem gengur mjög vel og gæti að margra mati greitt meira í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur sem telur þá stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum, sem og að nú þegar hafi stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn, auki samstarfs- og málamiðlunarvilja flokkanna. „Píratar hafa, að mér finnst, allir verið af vilja gerðir til að vinna með þessum miðju- og vinstriflokkum. Þeir eru stöðugt að senda frá sér þau skilaboð að þeir séu stjórntækur flokkur. Varðandi VG þá hefur flokkurinn ekki marga aðra kosti ef þetta gengur ekki upp. Ég held að þar á bæ leggi menn allt kapp á að þessir flokkar nái saman því það þýðir að öllum líkindum að formaður þeirra verði forsætisráðherra. Þessi stjórn er svo eina leið Samfylkingar til áhrifa á þessu kjörtímabili. Það er misskilningur að flokkar byggi sig betur upp utan stjórnar en innan.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Það mun ekki reynast vandamál að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan Vinstri grænna sem reyna nú að mynda ríkisstjórn með fjórum flokkum sem allir leggja áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust í gær og verða með sama fyrirkomulagi og í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sigldu í strand. Flokkarnir hafa allir tilnefnt fulltrúa sem fara yfir afmörkuð málefni fyrir hönd flokks síns.Baldur Þórhallsson.VÍSIR/HANNAFormenn flokkanna vinna að því að samræma stefnu, taka á álitamálum eða ágreiningsmálum sem málefnahóparnir ná ekki að leysa. „Það virðist vera mest bil á milli flokkanna þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum, sjávarútvegsmálum og skattamálum,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum sem Fréttablaðið ræddi við hafa áhyggjur af því að skattamálin muni reynast hvað erfiðust. Sérstaklega renni hugmyndir Vinstri grænna um að leggja á hátekjuskatt ekki ljúflega ofan í Viðreisnarfólk. „Ég hugsa að lausnin gæti orðið sú að skattleggja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna sem gengur mjög vel og gæti að margra mati greitt meira í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur sem telur þá stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum, sem og að nú þegar hafi stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn, auki samstarfs- og málamiðlunarvilja flokkanna. „Píratar hafa, að mér finnst, allir verið af vilja gerðir til að vinna með þessum miðju- og vinstriflokkum. Þeir eru stöðugt að senda frá sér þau skilaboð að þeir séu stjórntækur flokkur. Varðandi VG þá hefur flokkurinn ekki marga aðra kosti ef þetta gengur ekki upp. Ég held að þar á bæ leggi menn allt kapp á að þessir flokkar nái saman því það þýðir að öllum líkindum að formaður þeirra verði forsætisráðherra. Þessi stjórn er svo eina leið Samfylkingar til áhrifa á þessu kjörtímabili. Það er misskilningur að flokkar byggi sig betur upp utan stjórnar en innan.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00
Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01