Framtíð bankastjórans í óvissu Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Harðlega var mótmælt í höfuðstöðvum Landsbankans þegar upp komst að bankinn hefði orðið af miklum verðmætum vegna sölunnar á Visa Europe. vísir/stefán Forsvarsmenn Bankasýslunnar munu funda með bankaráði Landsbankans fljótlega til þess að ræða viðbrögð við skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hefði þurft að „fylgja betur þeim meginkröfum að selja mikilvægar eignir í opnu og gagnsæju söluferli eða rökstyðja ella frávik frá þeim kröfum“, eins og segir í skýrslunni. „Að mati stofnunarinnar hafa vinnubrögð bankans við eignasölur á undanförnum árum skaðað orðspor hans auk þess sem hann lét ekki alltaf á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar,“ segir Ríkisendurskoðun jafnframt og bætir við að bankaráðið þurfi að grípa til ráðstafana til að endurheimta það traust sem bankinn hefur á undanförnum árum stefnt í hættu með verklagi sínu við sölu á verðmætum eignum. Hvorki formaður bankaráðsins né stjórnarformaður Bankasýslunnar, sem heldur utan um 98 prósenta hlut ríkisins í bankanum, vill tjá sig um það hvort bankastjóranum, Steinþóri Pálssyni, sé sætt í embætti. „Meðan bankastjórinn er við stjórn bankans þá nýtur hann trausts bankaráðsins. En ég vil ekkert tala um efni skýrslunnar eða okkar aðgerðir í dag. Við eigum eftir að fara betur yfir þessa skýrslu,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega fjallað um sölu Landsbankans á eignarhlutum sínum í Vestia og Icelandic Group árið 2010, Promens árið 2011 og jafnframt Framtakssjóði Íslands og IEI árið 2014. Einnig er fjallað um söluna á hlutum bankans í Borgun og Valitor árið 2014. Bendir Ríkisendurskoðun á að allar þessar sölur hafi farið fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum hafi líklega fengist lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu. Þá er Landsbankinn gagnrýndur sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. Segir Ríkisendurskoðun erfitt að meta þá fjárhæð sem Landsbankinn fór á mis við þegar fyrirtækið var selt Visa International, þar sem hagnaður Borgunar (um 6,2 milljarðar) hafi orðið til eftir sölu eignarhlutarins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Borgunarmálið Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. 21. nóvember 2016 18:59 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Forsvarsmenn Bankasýslunnar munu funda með bankaráði Landsbankans fljótlega til þess að ræða viðbrögð við skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hefði þurft að „fylgja betur þeim meginkröfum að selja mikilvægar eignir í opnu og gagnsæju söluferli eða rökstyðja ella frávik frá þeim kröfum“, eins og segir í skýrslunni. „Að mati stofnunarinnar hafa vinnubrögð bankans við eignasölur á undanförnum árum skaðað orðspor hans auk þess sem hann lét ekki alltaf á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar,“ segir Ríkisendurskoðun jafnframt og bætir við að bankaráðið þurfi að grípa til ráðstafana til að endurheimta það traust sem bankinn hefur á undanförnum árum stefnt í hættu með verklagi sínu við sölu á verðmætum eignum. Hvorki formaður bankaráðsins né stjórnarformaður Bankasýslunnar, sem heldur utan um 98 prósenta hlut ríkisins í bankanum, vill tjá sig um það hvort bankastjóranum, Steinþóri Pálssyni, sé sætt í embætti. „Meðan bankastjórinn er við stjórn bankans þá nýtur hann trausts bankaráðsins. En ég vil ekkert tala um efni skýrslunnar eða okkar aðgerðir í dag. Við eigum eftir að fara betur yfir þessa skýrslu,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega fjallað um sölu Landsbankans á eignarhlutum sínum í Vestia og Icelandic Group árið 2010, Promens árið 2011 og jafnframt Framtakssjóði Íslands og IEI árið 2014. Einnig er fjallað um söluna á hlutum bankans í Borgun og Valitor árið 2014. Bendir Ríkisendurskoðun á að allar þessar sölur hafi farið fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum hafi líklega fengist lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu. Þá er Landsbankinn gagnrýndur sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. Segir Ríkisendurskoðun erfitt að meta þá fjárhæð sem Landsbankinn fór á mis við þegar fyrirtækið var selt Visa International, þar sem hagnaður Borgunar (um 6,2 milljarðar) hafi orðið til eftir sölu eignarhlutarins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Borgunarmálið Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. 21. nóvember 2016 18:59 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08
Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. 21. nóvember 2016 18:59
Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22