Treyja Shaq upp í rjáfur hjá Miami Heat rétt fyrir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 12:30 Shaquille O'Neal fagnar titlinum með Miami Heat. Vísir/Getty Shaquille O’Neal fær skemmtilega jólagjöf frá Miami Heat fyrir þessi jól en félagið ætlar að þakka honum fyrir að hjálpa Heat að vinna fyrsta NBA-titil sinn fyrir tíu árum. Þann 22. desember næstkomandi mun Miami Heat halda formlega athöfn í tengslum við leik liðsins á móti Los Angeles Lakers þar Miami-treyja Shaquille O’Neal verður hengd upp í rjáfur á AmericanAirlines Arena. Athöfnin mun fara fram í hálfleik og munu bæði Shaquille O’Neal sjálfur og Pat Riley halda ræðu. Shaquille O’Neal verður aðeins þriðji leikmaður í sögu Miami Heat sem hlotnast þessi mikli heiður en hinir eru þeir Alonzo Mourning og Tim Hardaway. Það er að sjálfsögðu viðeignandi að athöfnin fari fram á leik Miami Heat og Los Angeles Lakers en Shaquille O’Neal kom einmitt til Heat í skiptum milli félaganna í júlí 2004. Shaquille O’Neal gerði nýjan samning við Miami Heat sumarið eftir og spilaði alls þrjú og hálft ár með félaginu. Shaquille O’Neal var lykilmaður þegar Miami Heat vann sinn fyrsta NBA-meistaratitil árið 2006. Shaquille O’Neal er með bestu skotnýtinguna í sögu Miami Heat (59,6 prósent) og hann er í 3. sæti yfir flest stig í leik (19,6), í sjötta sæti yfir flest varin skot (384), í ellefta sæti í fráköstum (1856) og í fjórtánda sæti yfir heildarstig (4010) svo eitthvað sér nefnt. Hægt er að lesa meira um afrek Shaquille O’Neal með Miami Heat með því að smella hér.Just announced: The HEAT will retire @SHAQ's no. 32 jersey on December 22 vs. the Lakers. https://t.co/1qPiNM19Y4 pic.twitter.com/UgybrjRoJw— Miami HEAT (@MiamiHEAT) November 21, 2016 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Shaquille O’Neal fær skemmtilega jólagjöf frá Miami Heat fyrir þessi jól en félagið ætlar að þakka honum fyrir að hjálpa Heat að vinna fyrsta NBA-titil sinn fyrir tíu árum. Þann 22. desember næstkomandi mun Miami Heat halda formlega athöfn í tengslum við leik liðsins á móti Los Angeles Lakers þar Miami-treyja Shaquille O’Neal verður hengd upp í rjáfur á AmericanAirlines Arena. Athöfnin mun fara fram í hálfleik og munu bæði Shaquille O’Neal sjálfur og Pat Riley halda ræðu. Shaquille O’Neal verður aðeins þriðji leikmaður í sögu Miami Heat sem hlotnast þessi mikli heiður en hinir eru þeir Alonzo Mourning og Tim Hardaway. Það er að sjálfsögðu viðeignandi að athöfnin fari fram á leik Miami Heat og Los Angeles Lakers en Shaquille O’Neal kom einmitt til Heat í skiptum milli félaganna í júlí 2004. Shaquille O’Neal gerði nýjan samning við Miami Heat sumarið eftir og spilaði alls þrjú og hálft ár með félaginu. Shaquille O’Neal var lykilmaður þegar Miami Heat vann sinn fyrsta NBA-meistaratitil árið 2006. Shaquille O’Neal er með bestu skotnýtinguna í sögu Miami Heat (59,6 prósent) og hann er í 3. sæti yfir flest stig í leik (19,6), í sjötta sæti yfir flest varin skot (384), í ellefta sæti í fráköstum (1856) og í fjórtánda sæti yfir heildarstig (4010) svo eitthvað sér nefnt. Hægt er að lesa meira um afrek Shaquille O’Neal með Miami Heat með því að smella hér.Just announced: The HEAT will retire @SHAQ's no. 32 jersey on December 22 vs. the Lakers. https://t.co/1qPiNM19Y4 pic.twitter.com/UgybrjRoJw— Miami HEAT (@MiamiHEAT) November 21, 2016
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira