Abe segir TPP tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2016 10:05 Shinzo Abe er forsætisráðherra Japans. Vísir/AFP Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að fríverslunarsamstarf Kyrrahafsríkja (TPP) sem unnið hefur verið að síðustu sjö árin, sé tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna. Fjarvera Bandaríkjanna eyði jafnvægi þess ábata sem þátttökuríki myndu njóta góðs af í samstarfinu. Abe lét orðin falla í kjöfar ávarps Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem sagðist ætla að draga Bandaríkin úr samstarfinu á fyrstu dögum sínum í embætti.Financial Times segir að með orðum sínum sé Abe að draga verulega úr vonum annarra þátttökuríkja um að halda viðræðum áfram. Þá sé um leið verið að gefa Kínverjum færi á að leitast eftir myndun víðtæks viðskiptasamnings Asíu- og Kyrrahafsríkja. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segist þó ekki hafa gefið upp alla von um að TPP geti enn orðið að veruleika, með þátttöku Bandaríkjanna. Segist hann vonast til að Trump muni snúast hugur. Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í ávarpi sem hann birti á netinu í gærkvöldi þar sem hann fór yfir fyrstu verk sín á forsetastóli. TPP samningarnir eru samningar um fríverslun á milli tólf ríkja sem öll liggja að Kyrrahafinu. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. Samningurinn hefur verið undirritaður en ríkin sem um ræðir eiga þó enn eftir að staðfesta hann heima fyrir og ef Trump fær sínu fram verða Bandaríkjamenn ekki meðal samningsaðila. Þau ríki sem taka þátt í samstarfinu eru Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr, Vítenam, auk Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að fríverslunarsamstarf Kyrrahafsríkja (TPP) sem unnið hefur verið að síðustu sjö árin, sé tilgangslaust án þátttöku Bandaríkjanna. Fjarvera Bandaríkjanna eyði jafnvægi þess ábata sem þátttökuríki myndu njóta góðs af í samstarfinu. Abe lét orðin falla í kjöfar ávarps Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, sem sagðist ætla að draga Bandaríkin úr samstarfinu á fyrstu dögum sínum í embætti.Financial Times segir að með orðum sínum sé Abe að draga verulega úr vonum annarra þátttökuríkja um að halda viðræðum áfram. Þá sé um leið verið að gefa Kínverjum færi á að leitast eftir myndun víðtæks viðskiptasamnings Asíu- og Kyrrahafsríkja. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segist þó ekki hafa gefið upp alla von um að TPP geti enn orðið að veruleika, með þátttöku Bandaríkjanna. Segist hann vonast til að Trump muni snúast hugur. Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í ávarpi sem hann birti á netinu í gærkvöldi þar sem hann fór yfir fyrstu verk sín á forsetastóli. TPP samningarnir eru samningar um fríverslun á milli tólf ríkja sem öll liggja að Kyrrahafinu. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. Samningurinn hefur verið undirritaður en ríkin sem um ræðir eiga þó enn eftir að staðfesta hann heima fyrir og ef Trump fær sínu fram verða Bandaríkjamenn ekki meðal samningsaðila. Þau ríki sem taka þátt í samstarfinu eru Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr, Vítenam, auk Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00