Lífið

Colbert tekur fyrir Trump og deilur hans við leikarana í Hamilton

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Colbert lét Trump heyra það.
Colbert lét Trump heyra það.
Deilur Donald Trump við leikhóp söngleiksins Hamilton hafa verið mikið til umfjöllunar vestanhafs og víðar. Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show gat ekki stillt sig um að gera grín að deilunum.

Forsaga málsins er sú að leikarahópur Hamilton, gríðarlega vinsæls söngleiks um Alexander Hamilton, einn af landsfeðrum Bandaríkjanna, ávarpaði Mike Pence, tilvonandi varaforseta er hann var viðstaddur sýninguna.

Krafðist Trump þess í kjölfarið að leikhópurinn myndi biðjast afsökunar á því að hafa „áreitt“ væntanlega varaforseta sinn.

Colbert gerði sína eigin útgáfu af söngleiknum út frá Trump við leikhópinn og segja má að hann hafi látið Trump fá það óþvegið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×