Fullkomin afsökun Trumps fyrir verndarstefnu Lars Christensen skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Það er erfitt að finna góð hagfræðileg rök fyrir verndarstefnu. Hagfræðingar hafa vitað þetta að minnsta kosti síðan Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna 1776. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi lagt fram verndarstefnu sína. Kjarninn í verndarhugsun Trumps er sú hugmynd að viðskipti séu í eðli sínu jafnvirðisleikur. Öfugt við hefðbundna hagfræðilega hugsun, sem sér viðskipti sem hag beggja aðila, talar Trump um viðskipti út frá hugmyndinni um sigurvegara og tapara. Þetta þýðir að Trump aðhyllist í raun kaupauðgisstefnu þar sem auðlegð þjóðar er mæld eftir því hve mikið landið flytur út í samanburði við innflutning. Þess vegna má búast við því að stjórn Trumps muni fylgjast sérstaklega með viðskiptahalla Bandaríkjanna og ef viðskiptahallinn eykst er líklegt að Trump kenni löndum eins og Mexíkó og Kína um það.Stefnublanda Yellen og Trumps mun stórauka viðskiptahallannÞversögnin er sú að eigin stefna Trumps – sérstaklega fyrirhugaðar skattalækkanir og miklar fjárfestingar ríkisins í innviðum – ásamt líklegum viðbrögðum Seðlabankans við þenslu í ríkisfjármálum (hærri vextir) er í sjálfu sér líkleg til að auka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þannig mun þensla í ríkisfjármálum valda aukinni eftirspurn innanlands sem aftur leiðir til meiri innflutnings. Auk þess höfum við þegar séð dollarinn hressast í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump þar sem markaðirnir reikna með ákveðnari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að halda aftur af „Trumpbólguþrýstingi“. Styrking dollarsins mun enn draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna og auka enn á viðskiptahallann. Auk þess hefur styrking dollarsins og óttinn við bandaríska verndarstefnu nú þegar valdið því að flestir nýmarkaðsgjaldmiðlar – þar á meðal kínverska renminbi og mexíkóski pesóinn – hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar.Hin fullkomna afsökunDonald Trump hefur þegar sagt að hann vilji að fjármálaráðuneytið skilgreini Kína sem gengisfalsara því hann telur að Kínverjar haldi gengi renminbi óeðlilega lágu gagnvart dollarnum til að ná „ósanngjörnu“ forskoti í viðskiptum við Bandaríkin. Og brátt mun hann hafa „sönnunina“ – viðskiptahalli Bandaríkjanna blæs út, útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna eykst og renminbi heldur áfram að veikjast. Hins vegar myndu allir hagfræðingar auðvitað vita að þetta væri ekki afleiðing gengisstefnu Kínverja heldur bein afleiðing Trump-hagfræðinnar, nánar tiltekið fyrirhugaðrar þenslu í ríkisfjármálum. En það er ólíklegt að Trump hlusti á það. Það er greinilegt bergmál frá 9. áratugnum hérna. Skattalækkanir Reagans og aukin útgjöld til hernaðarmála ollu einnig „tvöföldum halla“ – meiri fjárlagahalla og auknum viðskiptahalla, og þótt Reagan hafi sannarlega ekki verið verndarsinni á sama hátt og Trump þá beygði hann sig engu að síður fyrir pólitískum þrýstingi heima fyrir og þrýstingi frá bandarískum útflytjendum. Á meðan hann sat í embætti var margvíslegum innflutningskvótum og tollum komið á, aðallega til að draga úr innflutningi til Bandaríkjanna frá Japan. Því miður virðist Trump áfjáður í að taka upp þessa misheppnuðu stefnu. Loks skal þess getið að 1985 tók svokallað Plaza-samkomulag gildi, sem neyddi Japani til að leyfa jeninu að styrkjast verulega (og dollarnum að veikjast). Plaza-samkomulagið stuðlaði vafalaust að verðhjöðnunarkreppunni í Japan sem hefur í raun verið viðvarandi fram á þennan dag. Maður óttast að nýtt Plaza-samkomulag, sem myndi styrkja renminbi og valda því að kínverska hagkerfið lenti í kreppu, sé blautur draumur Trumps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að finna góð hagfræðileg rök fyrir verndarstefnu. Hagfræðingar hafa vitað þetta að minnsta kosti síðan Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna 1776. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi lagt fram verndarstefnu sína. Kjarninn í verndarhugsun Trumps er sú hugmynd að viðskipti séu í eðli sínu jafnvirðisleikur. Öfugt við hefðbundna hagfræðilega hugsun, sem sér viðskipti sem hag beggja aðila, talar Trump um viðskipti út frá hugmyndinni um sigurvegara og tapara. Þetta þýðir að Trump aðhyllist í raun kaupauðgisstefnu þar sem auðlegð þjóðar er mæld eftir því hve mikið landið flytur út í samanburði við innflutning. Þess vegna má búast við því að stjórn Trumps muni fylgjast sérstaklega með viðskiptahalla Bandaríkjanna og ef viðskiptahallinn eykst er líklegt að Trump kenni löndum eins og Mexíkó og Kína um það.Stefnublanda Yellen og Trumps mun stórauka viðskiptahallannÞversögnin er sú að eigin stefna Trumps – sérstaklega fyrirhugaðar skattalækkanir og miklar fjárfestingar ríkisins í innviðum – ásamt líklegum viðbrögðum Seðlabankans við þenslu í ríkisfjármálum (hærri vextir) er í sjálfu sér líkleg til að auka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þannig mun þensla í ríkisfjármálum valda aukinni eftirspurn innanlands sem aftur leiðir til meiri innflutnings. Auk þess höfum við þegar séð dollarinn hressast í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump þar sem markaðirnir reikna með ákveðnari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að halda aftur af „Trumpbólguþrýstingi“. Styrking dollarsins mun enn draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna og auka enn á viðskiptahallann. Auk þess hefur styrking dollarsins og óttinn við bandaríska verndarstefnu nú þegar valdið því að flestir nýmarkaðsgjaldmiðlar – þar á meðal kínverska renminbi og mexíkóski pesóinn – hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar.Hin fullkomna afsökunDonald Trump hefur þegar sagt að hann vilji að fjármálaráðuneytið skilgreini Kína sem gengisfalsara því hann telur að Kínverjar haldi gengi renminbi óeðlilega lágu gagnvart dollarnum til að ná „ósanngjörnu“ forskoti í viðskiptum við Bandaríkin. Og brátt mun hann hafa „sönnunina“ – viðskiptahalli Bandaríkjanna blæs út, útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna eykst og renminbi heldur áfram að veikjast. Hins vegar myndu allir hagfræðingar auðvitað vita að þetta væri ekki afleiðing gengisstefnu Kínverja heldur bein afleiðing Trump-hagfræðinnar, nánar tiltekið fyrirhugaðrar þenslu í ríkisfjármálum. En það er ólíklegt að Trump hlusti á það. Það er greinilegt bergmál frá 9. áratugnum hérna. Skattalækkanir Reagans og aukin útgjöld til hernaðarmála ollu einnig „tvöföldum halla“ – meiri fjárlagahalla og auknum viðskiptahalla, og þótt Reagan hafi sannarlega ekki verið verndarsinni á sama hátt og Trump þá beygði hann sig engu að síður fyrir pólitískum þrýstingi heima fyrir og þrýstingi frá bandarískum útflytjendum. Á meðan hann sat í embætti var margvíslegum innflutningskvótum og tollum komið á, aðallega til að draga úr innflutningi til Bandaríkjanna frá Japan. Því miður virðist Trump áfjáður í að taka upp þessa misheppnuðu stefnu. Loks skal þess getið að 1985 tók svokallað Plaza-samkomulag gildi, sem neyddi Japani til að leyfa jeninu að styrkjast verulega (og dollarnum að veikjast). Plaza-samkomulagið stuðlaði vafalaust að verðhjöðnunarkreppunni í Japan sem hefur í raun verið viðvarandi fram á þennan dag. Maður óttast að nýtt Plaza-samkomulag, sem myndi styrkja renminbi og valda því að kínverska hagkerfið lenti í kreppu, sé blautur draumur Trumps.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun