Peningalegur ómöguleiki Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Við lifum óvenjulega tíma, það er góðæri, lág verðbólga og verðbólguvæntingar, kaupmáttur hefur sjaldan verið meiri, sparnaður eykst og útlit er fyrir áframhaldandi hagvöxt. Á sama tíma og flest ríki Evrópu glíma enn við veikan efnahagsbata erum við komin inn á sjötta ár þessa hagvaxtarskeiðs. Við skerum okkur úr. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði, verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág. Seðlabankinn hefur á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Nú er svo komið að raunvextir eru nánast hvergi hærri en á Íslandi og hafa verið hátt í 4% að meðaltali frá ársbyrjun 2014. Við skerum okkur úr. Á vaxtaákvörðunarfundi þann 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu, spá sem lögð er til grundvallar vaxtaákvörðunum, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu og verðbólguvæntingar í markmiði töldu nefndarmenn ekki tilefni til vaxtalækkunar vegna hættu á vaxandi spennu í hagkerfinu. Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það. Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. Hávaxtastefna Seðlabankans dregur úr fjárfestingu í landinu, dregur úr hvata til nýsköpunar og ýtir undir efnahagslegt ójafnvægi þar sem gengisstyrking krónunnar færir neyslu úr landi. Það átti við fyrir hrun og á enn við í dag. Þessi hliðaráhrif er lítið rætt um á vaxtákvörðunarfundum. Það er ekki nauðsynlegt að vera eitt mesta hávaxtaríki heims. Ef ekki er hægt að lækka vexti núna hvenær þá?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum óvenjulega tíma, það er góðæri, lág verðbólga og verðbólguvæntingar, kaupmáttur hefur sjaldan verið meiri, sparnaður eykst og útlit er fyrir áframhaldandi hagvöxt. Á sama tíma og flest ríki Evrópu glíma enn við veikan efnahagsbata erum við komin inn á sjötta ár þessa hagvaxtarskeiðs. Við skerum okkur úr. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði, verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág. Seðlabankinn hefur á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Nú er svo komið að raunvextir eru nánast hvergi hærri en á Íslandi og hafa verið hátt í 4% að meðaltali frá ársbyrjun 2014. Við skerum okkur úr. Á vaxtaákvörðunarfundi þann 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu, spá sem lögð er til grundvallar vaxtaákvörðunum, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu og verðbólguvæntingar í markmiði töldu nefndarmenn ekki tilefni til vaxtalækkunar vegna hættu á vaxandi spennu í hagkerfinu. Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það. Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. Hávaxtastefna Seðlabankans dregur úr fjárfestingu í landinu, dregur úr hvata til nýsköpunar og ýtir undir efnahagslegt ójafnvægi þar sem gengisstyrking krónunnar færir neyslu úr landi. Það átti við fyrir hrun og á enn við í dag. Þessi hliðaráhrif er lítið rætt um á vaxtákvörðunarfundum. Það er ekki nauðsynlegt að vera eitt mesta hávaxtaríki heims. Ef ekki er hægt að lækka vexti núna hvenær þá?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun