Stefnir í stjórnarkreppu Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. vísir/Anton Brink Hæpið er að Björt framtíð fari í ríkisstjórnarsamstarf án Viðreisnar, þrátt fyrir að tvennar stjórnarmyndunarviðræður þar sem flokkarnir hafa gengið samhliða, hafi runnið út í sandinn. Einörð afstaða Viðreisnar í sjávarútvegs-, og Evrópumálum annars vegar og skattamálum hinsvegar hefur komið í veg fyrir að til ríkisstjórnarsamstarfs hafi verið stofnað. „Björt framtíð er auðvitað ekkert í hjónabandi með Viðreisn, en samstarfið við þau hefur verið gott og verið á málefnalegum grundvelli. Við erum tveir flokkar sem sameinast á miðjunni og út frá frjálslyndum viðhorfum. Við höfum gert þá rödd sterkari saman, og það er fyrst og fremst það sem okkur í Bjartri framtíð finnst mjög mikilvægt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka undir stjórn Vinstri grænna slitnaði seinni partinn í gær þegar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, á tveggja manna fundi þeirra að hann hefði ekki sannfæringu fyrir samstarfinu. Ákvörðun Katrínar um að viðræðunum væri þar með sjálfhætt var tilkynnt á fundi formannanna fimm skömmu síðar. Hugmyndir VG um aukinn fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og hátekjuskatt stóðu í Viðreisn en heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð hafi ekki gengið alveg í takt við Viðreisn þegar kom að því að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum. Björt segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórnarsamstarf sem hafni forræðishyggju og hafi frjálslyndi og framsýni að leiðarljósi. „Hingað til hafa flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri ekki staðsett sig þar.“ Katrín Jakobsdóttir kemur til með að ræða við forseta Íslands í dag um framhaldið og hvort henni beri að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrst verði gerð tilraun til að ræða við Framsóknarflokkinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Hæpið er að Björt framtíð fari í ríkisstjórnarsamstarf án Viðreisnar, þrátt fyrir að tvennar stjórnarmyndunarviðræður þar sem flokkarnir hafa gengið samhliða, hafi runnið út í sandinn. Einörð afstaða Viðreisnar í sjávarútvegs-, og Evrópumálum annars vegar og skattamálum hinsvegar hefur komið í veg fyrir að til ríkisstjórnarsamstarfs hafi verið stofnað. „Björt framtíð er auðvitað ekkert í hjónabandi með Viðreisn, en samstarfið við þau hefur verið gott og verið á málefnalegum grundvelli. Við erum tveir flokkar sem sameinast á miðjunni og út frá frjálslyndum viðhorfum. Við höfum gert þá rödd sterkari saman, og það er fyrst og fremst það sem okkur í Bjartri framtíð finnst mjög mikilvægt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka undir stjórn Vinstri grænna slitnaði seinni partinn í gær þegar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, á tveggja manna fundi þeirra að hann hefði ekki sannfæringu fyrir samstarfinu. Ákvörðun Katrínar um að viðræðunum væri þar með sjálfhætt var tilkynnt á fundi formannanna fimm skömmu síðar. Hugmyndir VG um aukinn fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og hátekjuskatt stóðu í Viðreisn en heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð hafi ekki gengið alveg í takt við Viðreisn þegar kom að því að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum. Björt segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórnarsamstarf sem hafni forræðishyggju og hafi frjálslyndi og framsýni að leiðarljósi. „Hingað til hafa flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri ekki staðsett sig þar.“ Katrín Jakobsdóttir kemur til með að ræða við forseta Íslands í dag um framhaldið og hvort henni beri að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrst verði gerð tilraun til að ræða við Framsóknarflokkinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira