Aurum málið: Magnús og Lárus dæmdir í fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 14:23 Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Aurum málinu svokallaða. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var dæmdur í eins árs fangelsi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru sýknaðir. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis ti lfélagsins FS38 ehf sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið fór fyrir héraðsdóm í tvígang en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014.Úr dómsal í dag.Vísir/Anton Þá voru fjórmenningarnir sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem var dæmdur fyrir aðild sína að Al-Thani málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssakóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, Barbara Björnsdóttir. Tæplega fimmtíu vitni mættu fyrir dóminn og stóð aðalmeðferð málsins yfir í um eina viku. Lárus þarf að greiða tæpar ellefu milljónir króna í málvarnarlaun verjanda síns og Magnús átta milljónir. Málvarnarlaun Jóns Ásgeirs, 13 milljónir, og Bjarna, rúmar níu milljónir, greiðast úr ríkissjóði. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Aurum málinu svokallaða. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var dæmdur í eins árs fangelsi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru sýknaðir. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis ti lfélagsins FS38 ehf sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið fór fyrir héraðsdóm í tvígang en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014.Úr dómsal í dag.Vísir/Anton Þá voru fjórmenningarnir sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem var dæmdur fyrir aðild sína að Al-Thani málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssakóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, Barbara Björnsdóttir. Tæplega fimmtíu vitni mættu fyrir dóminn og stóð aðalmeðferð málsins yfir í um eina viku. Lárus þarf að greiða tæpar ellefu milljónir króna í málvarnarlaun verjanda síns og Magnús átta milljónir. Málvarnarlaun Jóns Ásgeirs, 13 milljónir, og Bjarna, rúmar níu milljónir, greiðast úr ríkissjóði.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00
Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12
Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37
Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15
Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28