Aurum málið: Magnús og Lárus dæmdir í fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 14:23 Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Aurum málinu svokallaða. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var dæmdur í eins árs fangelsi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru sýknaðir. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis ti lfélagsins FS38 ehf sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið fór fyrir héraðsdóm í tvígang en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014.Úr dómsal í dag.Vísir/Anton Þá voru fjórmenningarnir sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem var dæmdur fyrir aðild sína að Al-Thani málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssakóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, Barbara Björnsdóttir. Tæplega fimmtíu vitni mættu fyrir dóminn og stóð aðalmeðferð málsins yfir í um eina viku. Lárus þarf að greiða tæpar ellefu milljónir króna í málvarnarlaun verjanda síns og Magnús átta milljónir. Málvarnarlaun Jóns Ásgeirs, 13 milljónir, og Bjarna, rúmar níu milljónir, greiðast úr ríkissjóði. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Aurum málinu svokallaða. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var dæmdur í eins árs fangelsi. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru sýknaðir. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis ti lfélagsins FS38 ehf sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið fór fyrir héraðsdóm í tvígang en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014.Úr dómsal í dag.Vísir/Anton Þá voru fjórmenningarnir sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem var dæmdur fyrir aðild sína að Al-Thani málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssakóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, Barbara Björnsdóttir. Tæplega fimmtíu vitni mættu fyrir dóminn og stóð aðalmeðferð málsins yfir í um eina viku. Lárus þarf að greiða tæpar ellefu milljónir króna í málvarnarlaun verjanda síns og Magnús átta milljónir. Málvarnarlaun Jóns Ásgeirs, 13 milljónir, og Bjarna, rúmar níu milljónir, greiðast úr ríkissjóði.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00
Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. 24. október 2016 14:12
Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37
Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. 28. október 2016 14:15
Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28