Benedikt hellir sér yfir Frosta Logason og sakar um lágkúru, dylgjur og ómerkilegheit Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 16:45 Víst er að enginn er annars bróðir í leik. Benedikt segir þessa lágkúru koma úr óvæntri átt. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er harla ósáttur við efnistök útvarpsmannsins Frosta Logasonar en í morgun var til dagskrár í þættinum Harmageddon á X-inu, hvar greint var frá því að Benedikt hafi sést funda með forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækisins Brims við Bræðraborgarstíg.Vill heyra meira af þessum fundi með Guðmundi í Brim Benedikt sakar Frosta um lágkúru og hefur útvarpsmaðurinn brugðist við með því að biðja formanninn afsökunar, en með fyrirvörum þó: „Ég bið þig afsökunar Benedikt fyrst þú upplifir þetta sem ómerkilegar dylgjur og lágkúru. Þetta var alls ekki meint þannig eða átti að vera einhver samsæriskenning. Það var óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur fjölmiðlanna að heyra nánar af þessum fundi i ljósi atburðarrásar síðustu daga.Ég reyndi að ná í þig aftur í morgun til þess að fá þína hlið á þessu en tókst ekki. Þetta átti ekki að vera neitt persónulegt,“ segir Frosti á Facebookþræði sem Benedikt stofnaði.Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir Heldur má þetta teljast mikil kulnun á sambandi Harmageddonmanna og svo Benedikts, en viðtal þeirra við Benedikt í aðdraganda kosninga var tvímælalaust með helstu skúbbum fjölmiðla þá. En, þar sagði Benedikt að það yrði aldrei svo að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir. Frosti Logason setur svona status á FB síðu sína: „Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur.“Guðmundur í Brim kallaði Benedikt á sinn fund og vildi fá útskýringar á sjávarútvegsstefnu Viðreisnar.Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er harla ósáttur við efnistök útvarpsmannsins Frosta Logasonar en í morgun var til dagskrár í þættinum Harmageddon á X-inu, hvar greint var frá því að Benedikt hafi sést funda með forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækisins Brims við Bræðraborgarstíg.Vill heyra meira af þessum fundi með Guðmundi í Brim Benedikt sakar Frosta um lágkúru og hefur útvarpsmaðurinn brugðist við með því að biðja formanninn afsökunar, en með fyrirvörum þó: „Ég bið þig afsökunar Benedikt fyrst þú upplifir þetta sem ómerkilegar dylgjur og lágkúru. Þetta var alls ekki meint þannig eða átti að vera einhver samsæriskenning. Það var óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur fjölmiðlanna að heyra nánar af þessum fundi i ljósi atburðarrásar síðustu daga.Ég reyndi að ná í þig aftur í morgun til þess að fá þína hlið á þessu en tókst ekki. Þetta átti ekki að vera neitt persónulegt,“ segir Frosti á Facebookþræði sem Benedikt stofnaði.Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir Heldur má þetta teljast mikil kulnun á sambandi Harmageddonmanna og svo Benedikts, en viðtal þeirra við Benedikt í aðdraganda kosninga var tvímælalaust með helstu skúbbum fjölmiðla þá. En, þar sagði Benedikt að það yrði aldrei svo að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir. Frosti Logason setur svona status á FB síðu sína: „Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur.“Guðmundur í Brim kallaði Benedikt á sinn fund og vildi fá útskýringar á sjávarútvegsstefnu Viðreisnar.Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25