Benedikt hellir sér yfir Frosta Logason og sakar um lágkúru, dylgjur og ómerkilegheit Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 16:45 Víst er að enginn er annars bróðir í leik. Benedikt segir þessa lágkúru koma úr óvæntri átt. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er harla ósáttur við efnistök útvarpsmannsins Frosta Logasonar en í morgun var til dagskrár í þættinum Harmageddon á X-inu, hvar greint var frá því að Benedikt hafi sést funda með forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækisins Brims við Bræðraborgarstíg.Vill heyra meira af þessum fundi með Guðmundi í Brim Benedikt sakar Frosta um lágkúru og hefur útvarpsmaðurinn brugðist við með því að biðja formanninn afsökunar, en með fyrirvörum þó: „Ég bið þig afsökunar Benedikt fyrst þú upplifir þetta sem ómerkilegar dylgjur og lágkúru. Þetta var alls ekki meint þannig eða átti að vera einhver samsæriskenning. Það var óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur fjölmiðlanna að heyra nánar af þessum fundi i ljósi atburðarrásar síðustu daga.Ég reyndi að ná í þig aftur í morgun til þess að fá þína hlið á þessu en tókst ekki. Þetta átti ekki að vera neitt persónulegt,“ segir Frosti á Facebookþræði sem Benedikt stofnaði.Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir Heldur má þetta teljast mikil kulnun á sambandi Harmageddonmanna og svo Benedikts, en viðtal þeirra við Benedikt í aðdraganda kosninga var tvímælalaust með helstu skúbbum fjölmiðla þá. En, þar sagði Benedikt að það yrði aldrei svo að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir. Frosti Logason setur svona status á FB síðu sína: „Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur.“Guðmundur í Brim kallaði Benedikt á sinn fund og vildi fá útskýringar á sjávarútvegsstefnu Viðreisnar.Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er harla ósáttur við efnistök útvarpsmannsins Frosta Logasonar en í morgun var til dagskrár í þættinum Harmageddon á X-inu, hvar greint var frá því að Benedikt hafi sést funda með forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækisins Brims við Bræðraborgarstíg.Vill heyra meira af þessum fundi með Guðmundi í Brim Benedikt sakar Frosta um lágkúru og hefur útvarpsmaðurinn brugðist við með því að biðja formanninn afsökunar, en með fyrirvörum þó: „Ég bið þig afsökunar Benedikt fyrst þú upplifir þetta sem ómerkilegar dylgjur og lágkúru. Þetta var alls ekki meint þannig eða átti að vera einhver samsæriskenning. Það var óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur fjölmiðlanna að heyra nánar af þessum fundi i ljósi atburðarrásar síðustu daga.Ég reyndi að ná í þig aftur í morgun til þess að fá þína hlið á þessu en tókst ekki. Þetta átti ekki að vera neitt persónulegt,“ segir Frosti á Facebookþræði sem Benedikt stofnaði.Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir Heldur má þetta teljast mikil kulnun á sambandi Harmageddonmanna og svo Benedikts, en viðtal þeirra við Benedikt í aðdraganda kosninga var tvímælalaust með helstu skúbbum fjölmiðla þá. En, þar sagði Benedikt að það yrði aldrei svo að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir. Frosti Logason setur svona status á FB síðu sína: „Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur.“Guðmundur í Brim kallaði Benedikt á sinn fund og vildi fá útskýringar á sjávarútvegsstefnu Viðreisnar.Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25