Benedikt hellir sér yfir Frosta Logason og sakar um lágkúru, dylgjur og ómerkilegheit Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 16:45 Víst er að enginn er annars bróðir í leik. Benedikt segir þessa lágkúru koma úr óvæntri átt. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er harla ósáttur við efnistök útvarpsmannsins Frosta Logasonar en í morgun var til dagskrár í þættinum Harmageddon á X-inu, hvar greint var frá því að Benedikt hafi sést funda með forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækisins Brims við Bræðraborgarstíg.Vill heyra meira af þessum fundi með Guðmundi í Brim Benedikt sakar Frosta um lágkúru og hefur útvarpsmaðurinn brugðist við með því að biðja formanninn afsökunar, en með fyrirvörum þó: „Ég bið þig afsökunar Benedikt fyrst þú upplifir þetta sem ómerkilegar dylgjur og lágkúru. Þetta var alls ekki meint þannig eða átti að vera einhver samsæriskenning. Það var óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur fjölmiðlanna að heyra nánar af þessum fundi i ljósi atburðarrásar síðustu daga.Ég reyndi að ná í þig aftur í morgun til þess að fá þína hlið á þessu en tókst ekki. Þetta átti ekki að vera neitt persónulegt,“ segir Frosti á Facebookþræði sem Benedikt stofnaði.Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir Heldur má þetta teljast mikil kulnun á sambandi Harmageddonmanna og svo Benedikts, en viðtal þeirra við Benedikt í aðdraganda kosninga var tvímælalaust með helstu skúbbum fjölmiðla þá. En, þar sagði Benedikt að það yrði aldrei svo að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir. Frosti Logason setur svona status á FB síðu sína: „Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur.“Guðmundur í Brim kallaði Benedikt á sinn fund og vildi fá útskýringar á sjávarútvegsstefnu Viðreisnar.Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er harla ósáttur við efnistök útvarpsmannsins Frosta Logasonar en í morgun var til dagskrár í þættinum Harmageddon á X-inu, hvar greint var frá því að Benedikt hafi sést funda með forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækisins Brims við Bræðraborgarstíg.Vill heyra meira af þessum fundi með Guðmundi í Brim Benedikt sakar Frosta um lágkúru og hefur útvarpsmaðurinn brugðist við með því að biðja formanninn afsökunar, en með fyrirvörum þó: „Ég bið þig afsökunar Benedikt fyrst þú upplifir þetta sem ómerkilegar dylgjur og lágkúru. Þetta var alls ekki meint þannig eða átti að vera einhver samsæriskenning. Það var óneitanlega forvitnilegt fyrir okkur fjölmiðlanna að heyra nánar af þessum fundi i ljósi atburðarrásar síðustu daga.Ég reyndi að ná í þig aftur í morgun til þess að fá þína hlið á þessu en tókst ekki. Þetta átti ekki að vera neitt persónulegt,“ segir Frosti á Facebookþræði sem Benedikt stofnaði.Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir Heldur má þetta teljast mikil kulnun á sambandi Harmageddonmanna og svo Benedikts, en viðtal þeirra við Benedikt í aðdraganda kosninga var tvímælalaust með helstu skúbbum fjölmiðla þá. En, þar sagði Benedikt að það yrði aldrei svo að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Lágkúran tekur á sig ýmsar myndir. Frosti Logason setur svona status á FB síðu sína: „Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur.“Guðmundur í Brim kallaði Benedikt á sinn fund og vildi fá útskýringar á sjávarútvegsstefnu Viðreisnar.Fundur Benedikts og Guðmundar í Brim Benedikt segir þetta ómerkilegar dylgjur, alls ekki hafi verið að ýja að því að fundur hans með Guðmundi í Brimi hafi haft einhver áhrif á stjórnarmyndunarviðræður, þetta sé eiginlega ekki svaravert, nema að í þetta sinn koma dylgjurnar úr óvæntri átt og að þær séu algerlega fráleitar. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25