Ánægður með sýknudóm Jóns Ásgeirs en undrandi á sakfellingu Lárusar og Magnúsar Þorgeir Helgason skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Fjórmenningarnir voru allir sýknaðir í fyrstu meðferð héraðsdóms en sá dómur var ómerktur af Hæstarétti þegar í ljós kom að einn dómaranna var vanhæfur. vísir/gva „Við gerðum ráð fyrir að það yrði sakfellt í þessu máli,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en hann segir of snemmt að segja til um hvort dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur dæmdi í gær Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í eins árs fangelsi, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, í tveggja ára fangelsi, fyrir aðkomu þeirra að Aurum-málinu. Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, og Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi Glitnis, voru sýknaðir í málinu. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik en Jón Ásgeir og Bjarni fyrir hlutdeild í umboðssvikunum. Málið snerist um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins FS38, sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Lánið var veitt FS38 í júlí 2008 til þess að fjármagna kaup á 25,7 prósenta hlut í Aurum Holding Limited, af Fons hf. sem er einnig í eigu Pálma. Hluta lánsins, einum milljarði króna, var ráðstafað inn á persónulegan bankareikning Jóns Ásgeirs. Féð nýtti Jón Ásgeir meðal annars til þess að greiða niður 705 milljóna króna yfirdráttarheimild sína hjá Glitni. Héraðssaksóknari taldi að þar með hefði Jón Ásgeir fengið hlut í ávinningi af brotinu og notið hagnaðarins.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.vísir/anton brinkÞetta er í annað sinn sem kveðinn er upp héraðsdómur í Aurum-málinu. Í fyrri dóminum voru allir sakborningar sýknaðir en hann var ómerktur þegar í ljós kom að einn meðdómari málsins hafði verið vanhæfur til að fjalla um málið. Sverrir Ólafsson var fundinn vanhæfur þegar bent var á tengsl hans og Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í Al-Thani-málinu. Sverrir og Ólafur eru bræður. „Ég er ánægður fyrir hönd Bjarna og ég ætla að gera mér vonir um að nú eftir átta ár sé þessu máli lokið hvað hann varðar. Það hafa komið að þessu máli sex dómarar og þeir hafa allir sýknað hann,“ segir Helgi Sigurðsson, verjandi Bjarna Jóhannessonar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vera ánægður með sýknudóm Jóns Ásgeirs en hann er undrandi á sakfellingu Lárusar og Magnúsar. „Það er löngu ljóst, að sá tími er orðinn löngu óhóflegur sem Jón Ásgeir hefur þurft að standa frammi fyrir dómurum þessa lands,“ segir Gestur. Hann segir jafnframt að málsmeðferðin hafi ekki verið lögum samkvæmt og að gögnum hafi verið haldið frá í málinu. Hann muni fara með það mál lengra. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir að tekið hafi verið á öllum þessum atriðum í málflutningi og þessum ásökunum hafi verið mótmælt af ákæruvaldinu. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Lárus var dæmdur í fimm ára fangelsi vegna Stímsmálsins í desember í fyrra en dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstarétar. Magnús Arnar var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna BK-44 málsins, en þeir hlutu þá dóma í desember í fyrra. Refsingar þeirra vegna Aurum-málsins koma sem hegningarauki við fyrrgreinda dóma.Athugasemd ritstjórnar Í fyrri útgáfu fréttar var sagt að Lárus Welding afplánaði nú fimm ára dóm sinn vegna Stím-málsins. Það hefur verið leiðrétt í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Aurum Holding málið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Við gerðum ráð fyrir að það yrði sakfellt í þessu máli,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en hann segir of snemmt að segja til um hvort dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur dæmdi í gær Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í eins árs fangelsi, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, í tveggja ára fangelsi, fyrir aðkomu þeirra að Aurum-málinu. Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, og Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi Glitnis, voru sýknaðir í málinu. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik en Jón Ásgeir og Bjarni fyrir hlutdeild í umboðssvikunum. Málið snerist um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins FS38, sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Lánið var veitt FS38 í júlí 2008 til þess að fjármagna kaup á 25,7 prósenta hlut í Aurum Holding Limited, af Fons hf. sem er einnig í eigu Pálma. Hluta lánsins, einum milljarði króna, var ráðstafað inn á persónulegan bankareikning Jóns Ásgeirs. Féð nýtti Jón Ásgeir meðal annars til þess að greiða niður 705 milljóna króna yfirdráttarheimild sína hjá Glitni. Héraðssaksóknari taldi að þar með hefði Jón Ásgeir fengið hlut í ávinningi af brotinu og notið hagnaðarins.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.vísir/anton brinkÞetta er í annað sinn sem kveðinn er upp héraðsdómur í Aurum-málinu. Í fyrri dóminum voru allir sakborningar sýknaðir en hann var ómerktur þegar í ljós kom að einn meðdómari málsins hafði verið vanhæfur til að fjalla um málið. Sverrir Ólafsson var fundinn vanhæfur þegar bent var á tengsl hans og Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í Al-Thani-málinu. Sverrir og Ólafur eru bræður. „Ég er ánægður fyrir hönd Bjarna og ég ætla að gera mér vonir um að nú eftir átta ár sé þessu máli lokið hvað hann varðar. Það hafa komið að þessu máli sex dómarar og þeir hafa allir sýknað hann,“ segir Helgi Sigurðsson, verjandi Bjarna Jóhannessonar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vera ánægður með sýknudóm Jóns Ásgeirs en hann er undrandi á sakfellingu Lárusar og Magnúsar. „Það er löngu ljóst, að sá tími er orðinn löngu óhóflegur sem Jón Ásgeir hefur þurft að standa frammi fyrir dómurum þessa lands,“ segir Gestur. Hann segir jafnframt að málsmeðferðin hafi ekki verið lögum samkvæmt og að gögnum hafi verið haldið frá í málinu. Hann muni fara með það mál lengra. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir að tekið hafi verið á öllum þessum atriðum í málflutningi og þessum ásökunum hafi verið mótmælt af ákæruvaldinu. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Lárus var dæmdur í fimm ára fangelsi vegna Stímsmálsins í desember í fyrra en dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstarétar. Magnús Arnar var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna BK-44 málsins, en þeir hlutu þá dóma í desember í fyrra. Refsingar þeirra vegna Aurum-málsins koma sem hegningarauki við fyrrgreinda dóma.Athugasemd ritstjórnar Í fyrri útgáfu fréttar var sagt að Lárus Welding afplánaði nú fimm ára dóm sinn vegna Stím-málsins. Það hefur verið leiðrétt í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Aurum Holding málið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira